Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2006, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 02.03.2006, Blaðsíða 4
Sigmar í 1. sæti hjá Sigmar Eðvarðsson núverandi oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn og for- maður bæjarráðs, hafnaði í efsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Grindavík á sunnudag. Alls greiddu 156 manns atkvæði í prófkjörinu en þrjú voru ógild. 138 voru á kjörskrá en fréttir herma að um eitt hund- rað manns hafi gengið í flokkinn á síðustu dögum. D-lista í Grindavík 1. sæti Sigmar Eðvarðsson 125 atkvæði 2. sæti Guðmundur Pálsson 109 atkvæði 3. sæti Guðbjörg Eyjólfsdóttir 96 atkvæði 4. sæti Pétur R Guðmundsson 69 atkvæði 5. sæti Magnús Már Jakobsson 78 atkvæði 6. sæti Ingibjörg Matthíasdóttir 97 atkvæði 7. sæti Gísli Jóhann Sigurðsson 88 atkvæði 8. sæti Heiðar Hrafn Eiríksson 109 atkvæði 9. sæti Svanþór Eyþórsson 84 atkvæði. Nýtt framboð- nýir tímar ÁHUGAFÓLK um sveitarstjórnarmál hefur ákveðið að bjóða fram lista til bæjarstjórnar í Garðinum í næstu kosningum. Hópur nýrra og óháðra kjósenda auk fólks sem áður studdi F-lista, H-lista eða I-lista hefur unnið að undirbúningi framboðsins undanfarnar vikur og er hann langt kominn. Miðvikudaginn 8. mars kl. 20:00 verður haldinn opinn fundur í Sæborgu þar sem Garðbúum er gefinn kostur á að hafa áhrif á stefnumál framboðsins og taka þátt í áfram- haldandi starfi. Rætt verður í hópum undir stjórn hópstjóra um stefnumótun til framtíðar í málefnum bæjarins. Aðstandendur framboðsins hvetja Garðbúa til að mæta á fundinn og leggja sitt af mörkum til að setja nýjan kraft í starfsemi bæjarins, segir í tilkynningu. SiCdííða 6 Cómas kreyt íngar * ©pið mán. - fim. 10 -18 föst. - lau. 10-19 sun. 12 -18 ** B lómknd Tjarnargötu 3 - Keflavík SÍmi 421 3855 B Góðgerðarmál: > ^jjjjjjjjjjjjjj^^* WI Æl Lionessur styrkja GOSA Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur sett sanian teymi til að aðstoða börn sem eiga í geð- og sálarlegum vanda og fjölskyldur þeirra. Þetta teymi gengur undir nafninu GOSA ráðgjöf, geð- og sálfé- lagsleg aðstoð barna og fjöl- skyldna þeirra og er samvinnu- verkefni HSS, félagsþjónustu Reykjanebæjar og Skólaskrif- stofu Reykjanesbæjar. GOSA ráðgjöf býður upp á þjónustu fyrir öll sveitarfélög á Suður- nesjum. Teymið fékk góða gjöf fyrir skemmstu þar sem Lionessur í Keflavík komu færandi hendi og afhentu forsvarsmönnum verkefnisins styrk að upphæð 200.000 kr. Þær Áslaug Hilmars- dóttir og Ingibjörg Elíasdóttir afhentu styrkinn fyrir hönd Lionessa, sem gefa árlega um eina milljón króna til góðra mál- efna. Fjármunanna afla þær með sölu sælgætiskransa um jólin og fer allur ágóði af sölunni til góð- gerðarmála. Framkvæmdaþing íReykjanesbæ BOÐAÐ HEFUR VERIÐ til Framkvæmdaþings í Reykja- nesbæ þann 9. mars næstkom- andi. Þetta er þriðja árið sem slíkt þing er haldið en á því eru kynntar helstu verkfram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu 2006 í landiReykjanes- bæjar ogáKefla- víkurflugvelli. Kynntar verða framkvæmdir á vegum Reykja- nesbæjar og Fasteignar hf.. Auk þess verður fjallað um framkvæmdir vegna alþjóðaflug- vallar á Keflavíkurflugvelli, fram- kvæmdir Hitaveitu Suðurnesja og byggingarframkvæmdir á nýjum íbúa- og atvinnusvæðum. Þá munu fulltrúar Norðuráls kynna stöðu undirbúnings að ál- veri í Helguvík. Jafnframt hefur stærstu verktökum á svæðinu verið boðið að kynna eigin fram- kvæmdir. Þingið verður haldið á veitingahúsinu Ránni frá kl. 17 - 19 og er öllum opið. jjsónian ltsL l&^iavl^'e Við bjóðum upp á glæsilegt pakkatilboð á Hótel Reykjavík og Rauðará steikhúsi frá janúar og út mars. Fyrir aðeins kr. 7.450 á mann fær parið gistingu í huggulegu tveggja manna herbergi, morgunverð og rómantískan þriggja rétta kvöldverð á Rauðará steikhúsi. Bókið á www.reykjavikhotels.is eða bokun@hotelreykjavik.is eða í síma 514-7000 Fimm ára afmælisveisla Leikskólinn Hjallatún í Reykj anesbæ héltáföstu- dag upp á fimm ára af- mæli sitt, og bauð af því tilefni í opið hús. Þar komu foreldrar, systkini, fyrrum nemendur og fleiri í heimsókn og fengu að kynnast starfinu. Gerður Pétursdóttir, leikskóla- stjóri, hélt stutta tölu þar sem hún kynnti m.a. nýja námsskrá skólans sem þau hafa tekið saman. Hún er aldursskipt og byggir á Fjölgreindarkenningu Howards Gardner sem gengur út frá því að greind mannsins samanstandi af átta eða fleiri jafngildum greindarsviðum, til dæmis rýmisgreind og tilfinn- ingagreind. Afhenti Gerður Árna Sigfússyni, bæjarstjóra og formanns fræðslu- ráðs, eintök af námsskránni og sagði Árni að starfið á Hjalla- túni væri afar athyglisvert og hann myndi kynna það fyrir fræðsluráði. VfKURFRÉTTlR 1 9. T0LU8LAÐ . 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTiR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉJTiR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.