Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2006, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 02.03.2006, Blaðsíða 15
lls hafa 1000 nem- endur sótt SOS nám- . skeið hjá Gylfa Jóni Gylfasyni,yfirsálfræðingi hjá Reykjanesbæ, og var þúsund- asti nemandinn leystur út með veglegum gjöfum s.l. þriðju- dag. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Gylfi Jón afhentu Jófríði Leifsdóttur, þúsundasta einstaklingnum á SOS námskeiðinu, gjafakörfu sem innihélt m.a. hljómdiska með Ljósanæturlögum og bók- ina „Hvað mikið er nóg?” Þá gaf Sparisjóðurinn í Keflavík börnum Jófríðar peningagjöf inn á framtíðarreikning og Fé- lagsvísindastofnun Háskóla ís- lands kom einnig færandi hendi og afhenti Jófríði gjafabréf á Kaffi Duus. Víkurfréttir tóku Gylfa Jón Gylfason tali í tilefni þessara tímamóta og ræddu við hann um uppruna SOS og framtíð verkefnisins. Saga SOS námskeiðanna á Suðurnesjum. Upphaf SOS námskeiðanna má rekja til þess að árið 1999 var Fræðsluskrifstofa Reykja- nesbæjar að leita að námskeiði fyrir foreldra barna með hegð- unarörðugleika og foreldra of- virkra barna. „Við ætluðum að halda tvö námskeið á ári. Fljót- lega kom í ljós að að námskeiðin hentuðu öllum foreldrum, ekki bara þeim með erfið börn. Þegar farið var að halda SOS námskeið fyrir starfsfólk leik-, grunn-, og frístundaskóla kom í ljós að betri árangur náðist þegar uppeldisaðferðir heimilis og skóla voru samræmdar. Á þeim tímapunkti var tekin með- vituð ákvörðun af hálfu fræðslu- yfirvalda um að starfsmönnum á þeim stofnunum sem koma að uppeldi barna yrði einnig boðið upp á námskeiðið og öllum foreldrum tveggja ára barna yrði boðið upp á námskeiðið. Meginþorri þeirra starfsmanna sem starfa að uppeldismálum á þjónustusvæði Fræðsluskrif- stofu Reykjanesbæjar hefúr því sótt námskeiðið, en boðið er upp á það í samvinnu við Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Is- lands sem á námskeiðið. í dag eru því haldin 12 námskeið á ári í Reykjanesbæ, 10 fyrir foreldra og 2 fyrir starfsfólk,” sagði Gylfi Jón í samtali við Víkurfréttir. „Við höfum samband við for- eldra um leið og börnin komast á leikskólaaldur og reynum að halda námskeið jafnóðum fyrir nýja starfsmenn,” sagði Gylfi. Fyrirmynd annarra „Ég veit ekki til þess að það sem við erum að gera, það er að kenna fagfólki og foreldrum sömu uppeldisaðferðirnar með markvissum hætti og samræma þannig viðbrögð fullorðinna við barninu, hafi verið gert áður nokkurs staðar í heiminum. Önnur sveitarfélög fylgjast því eðlilega vel með því sem við erum að gera,” sagði Gylfi Jón. „Garðabær og Grundarfjörður ætla t.d. að byggja á reynslu okkar hjá Reykjanesbæ og sam- ræma uppeldisaðferðir í bæjar- félaginu með því að bjóða upp á SOS námskeiðin með svipuðum hætti og við höfúm gert.” Forvarnargildi SOS nám- skeiðanna 1 dag er kennsla námskeiðsins SOS - hjálp fyrir foreldra, hluti af forvarnar - og fjölskyldu- stefnu Reykjanesbæjar og nýtist Garði og Sandgerði með svip- uðum hætti. Sveitarfélögin eru að spara sér fé á sama tíma og þau auka hamingju íbúanna að mati Gylfa Jóns. „Ég nefni sem dæmi að sé komið í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér svo alvarlega hegð- unarörðugleika að það þurfi að sækja sérdeild fyrir börn með al- varlega hegðunarörðugleika til að greiða allan útlagðan kostnað Reykjanesbæjar af verkefninu þau þrjú ár,” sagði Gylfi Jón. Á hverju byggir SOS hug- myndafræðin? „SOS er, eins og allir þekkja, alþjóðlegt neyðarkall og nám- skeiðið sjálft er svar við kall- inu, það er hjálp fyrir foreldra,” sagði Gylfi Jón. Á námskeiðinu er kennd uppeldistækni sem byggir á lögmálum atferlis, en einnig á viðbótum úr ýmsum áttum svo sem virkri hlustun og hvernig eigi að gefa börnum góð fyrirmæli. SOS námskeiðið veitir einföld og skýr svör við því hvernig hægt er að taka á óþekkt og óhlýðni barna og hvernig er hægt að efla góða hegðun barnsins. Settar eru fram þrjár reglur og fjögur mis- tök sem mikilvægt er að forðast. Reglurnar eru: - Verðlaunaðu fyrir æskilega hegð- un og gerðu það fljótt og vel - Forðastu að verðlauna fyrir óæskilega hegðun - Refsaðu fýrir óæskilega hegðun en beittu einungis mildum refs- ingum. Mistökin felast í að: - gleyma því að umbuna fyrir æski- lega hegðun, - refsa óvart fyrir æskilega hegðun, - verðlauna fyrir óæskilega hegðun - refsa ekki fyrir óæskilega hegðun. Virkar uppeldistæknin á SOS námskeiðunum? „Rannsókn sem við erum að gera á hegðun 2 ára barna bendir til þess að hegðun hafi almennt stórbatnað hjá börnum þeirra foreldra sem sótt hafa SOS námskeiðið. SOS uppeldis- tæknin er í almennri notkun á leikskólum á svæðinu og margir foreldrar hafa lýst yfir ánægju sinni með þann árangur sem þau hafa náð,” sagði Gylfi Jón. „Minna er vitað um stöðuna hjá grunnskólunum, en stefnt er að því að taka púlsinn á þeim með haustinu. Margir þeirra sem sótt hafa námskeiðið segjast nýta þekkingu sín af námskeiðinu til að bæta samband sitt við mak- ann og vinnufélaga, það sé að gefa góða raun þó vissulega sé tekið öðruvísi á málum þegar um samskipti fullorðinna er að ræða en grundvallarhugmyndin sé sú sama.” Framsýnir pólitíkusar „Verkefni af þessu tagi eru ein- ungis framkvæmanlegt hjá sveitarfélagi sem hefur heild- ræna stefnu og metnað til góðra verka í uppeldismálum. Það er stundum talað illa um póli- tíkusa, en ég ætla að leyfa mér að segja að forsenda þess að SOS verkefnið hafi náð að dafna sé hinn pólitíski velvilji og fram- sýni sem fram hefur komið hjá öllum þeim stjórnmálamönnum sem við hjá Fræðsluskrifstof- unni höfum þurft að leita til í fjármögnun verkefnisins,” sagði Gylfi Jón. Ekki spretthlaup heldur langhlaup „SOS verkefnið er ekki sprett- hlaup heldur langhlaup. Það þarf að fylgja því vel eftir til að ná hámarksárangri. Ég tel því mikilvægt að halda áfram að bjóða upp á námskeiðið með svipuðum hætti og verið hefur, og að aðfluttir og nýtt starfsfólk sitji SOS námskeiðin og upp- riíjunarkvöld verði haldin fyrir starfsmenn og foreldra sem þegar hafa setið námskeiðið,” sagði Gylfi Jón. „Á næstu miss- erum þarf því að bjóða upp á upprifun í leik-, grunn- og frí- stundaskólum og mikilvægt er að að skrifa meira um SOS námskeiðin og gera upplýsingar um það og ýmislegt því tengt aðgengilegra, t.d. á heimasíðu Reykjanesbæjar.” „Við hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar berum líka ábyrgð vegna Jress að við erum að vinna frumkvöðlastarf sem önnur sveitarfélög líta til. Okkar útfærsla á verkefninu getur, ef rétt er á haldið, stuðlað að bættu mannlífi og aukinni hamingju barna og fjölskyldna þeirra um leið og það sparar sveitar- félögum sem það notar umtals- verðar fjárhæðir. Ég lít svo á að þess vegna beri okkur siðferði- leg skylda til að gera verkefninu ítarleg fræðileg skil, samtímis því sem við höldum ótrauð áfram að „SOS-a” og viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum þegar náð,” sagði Gylfi Jón að lokum. jbo@vf.is Námskeið fyrír aðstandendur geðfatlaðra og áhugafólk um geðheilbrígðismál Námskeið um málefni geðfatlaðra ætlað aðstandendum og áhugafólki um geðheilbrigðismál veróur haldið 17. og 18. mars 2006 í safnaðarheimilinu Kirkjulundi, Kirkjuvegi í Reykjanesbæ. Dagskráin byijar kl. 18.00 föstudaginn 17. mars og ertil 22:00. Seinni daginn, 18. mars, hefst dagskrá kl. 9:00 og lýkur kl. 16:00. Námskeióið er hluti af stuðningi Rauða kross íslands við geðfatlaða en frá árinu 2000 hefur stuðningur við þennan hóp verið eitt af áhersluverkefnum félagsins. Þetta er í áttunda sinn sem námskeið af þessari stærðargráðu er í boði á Landsbyggóinni og hefur þátttaka alLs staðar verið mjög góð. Væntingar eru um aó þannig verði það einnig að þessu sinni. Að loknu námskeióinu er ætlunin að mynda sjálfshjáLparhópa/ stuðnings- hópa aðstandenda, sem geta hist nokkuð regLulega og haft Leióbeiningu og bakhjarLa um tiLhögun sLíkra funda. Þátttaka á námskeiðið er ókeypis svo og matur og kaffi báða dagana. Njörður HeLgason, svæðisfulltrúi Rauða kross íslands á SuðurLandi og Suðurnesjum tekur við skráningu og veitir nánari upplýsingar í síma 482 2106/864 6752, skráning ertiL 14. mars nk. ™ Netfangið er njordur@redcross.is Raufti kross íslands STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 2. MARS 20061 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.