Víkurfréttir - 02.03.2006, Blaðsíða 14
POST ^ KASSINN
Eysteinn Jónsson skrifar:
80% íbúa óánægðir
með sölu fasteigna
Aðsent efni: postur@vfis
vefsíðu Framsóknar-
flokksins í Reykjanesbæ
( www.xbreykjanesbaer.
is ) birtist
frétt um all-
viða mikla
skoð ana-
könnun sem
flokkurinn lét
gera fyrir sig
á dögunum.
Meðal spurn-
inga sem íbúar Reykjanesbæjar
voru spurðir að, var hvort þeim
væri það ljóst að Reykjanesbær
væri búinn að selja allar helstu
eignir sveitarfélagsins eins og
grunnskóla, íþróttahús og leik-
skóla. Jafnframt voru íbúarnir
spurðir hvort þeir væru sáttir
við þessa ráðstöfun eigna sveitar-
félagsins. Niðurstöðurnar voru
mjög skýrar og afgerandi 78%
svarenda voru ósáttir við þessar
aðgerðir.
Niðurstöðurnar koma mér ekki
á óvart og hef ég skrifað margar
greinar hér í Víkurfréttum og
víðar um hve vafasöm þessi ráð-
stöfun á eignum sveitarfélagsins
er. Það sem er kannski enn verra
við þessa ráðstöfun er að sölu-
andvirðinu var ekki ráðstafað
nema að litlu leyti til að greiða
niður skuldir Reykjanesbæjar.
Þá er það í raun ógnvænleg stað-
reynd að Reykjanesbær mun
greiða um 560 milljónir í leigu á
ári. Sé þetta sett í samhengi við
tekjur sveitarfélagsins kemur í
ljós að við erum að greiða um
13 % af heildartekjum sveitarfé-
lagsins í leigu á fasteignum sem
jafnvel hýsa starfsemi sem er lög-
bundin samkvæmt lögum.
Engin eign myndast á 30
árum !
Flestir þessarra leigusamninga
eru til 30 ára og er hvergi kveðið
á um það að eignarréttur á hinu
leigða flytjist yfir til leigutaka
að þeim tíma loknum þrátt
fyrir að við munum verða búin
að greiða tugi milljarða í leigu-
greiðslur á þessum tíma. Ekki
er einu sinni kveðið á um kaup-
rétt á vildarkjörum að leigutíma
loknum. Ég er sammála meiri-
hluta viðmælenda í skoðana-
könnun Framsóknarflokksins.
Ég er reyndar mjög ósáttur við
þessa ráðstöfun á fasteignum
sveitarfélagsins.
í hverju felst lausnin ?
I raun er einungis um eitt að
ræða fyrir okkur í sveitarfélag-
inu. Við verðum að draga úr
greiðslubyrði skulda og skuld-
bindinga til að eiga meira
fjármagn til að setja í rekstur
málaflokka sem skipta íbúa
Reykjanesbæjar máli. Hér er ég
að hugsa um málefni eins og
gjaldfrjálsan leikskóla, meira
fé til grunnskólanna, að öllum
börnum verði gefin kostur á þátt-
töku í íþróttum og tómstundum
án tillits til efnhags, bættan hag
aldraðra o.s.frv. A-listinn mun
leggja þunga áherslu á þessi mál-
efni og mun leita allra leiða til
að lækka greiðslubyrði sveitar-
félagsins og hefur sú vinna nú
þegar hafist á vegum A-listans.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Fram-
sóknarfélaganna
Atvinna
Staða bóhavarðar í 40% stöðu hjá Bókasafni
Gritidavíkur, er lausfrá og með 1. maí n.k.
Menntunar og hœfnishröfur:
Slúdentspróf eða sambcerileg mennlun, góð íslenskukunnátta auk
þess að tala og lesa annað tungumál, sjálfstœð vinnubrög, almenn
tölvukunnátta og samskiplahæfni.
Umsóknarfrestur er til 20. mars 2006.
Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður,
Margrét R. Císladóttir í sími 420 1108.
Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofu og bókasafni.
Forstöðumaður
Árni Sigfússon skrifar:
Ég er áfram reiðubúinn að starfa
fyrir ykkur sem bæjarstjóri
Listi sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ var
ákveðinn s.l. þriðjudagskvöld. Ég hef sam-
þykkt að leiða áfram listann næsta kjör-
tímabil og hef til liðs við mig
öfluga sveit Reyknesinga.
Það hefur verið mjög ánægjulegt
að finna þann meðbyr sem við
í bæjarstjórnarmeirihlutanum
höfum hlotið hjá bæjarbúum
gagnvart vinnu okkar á þessu
kjörtímabili. Það er mjög ánægju-
legt að finna að þessi vinna
okkar er að skila fyrr árangri en ég þorði að vona.
Þessi vinna væri ekki að bera slíkan árangur ef ég
hefði ekki með mér sterka liðssveit sem býr yfir
áhuga, þekkingu og krafti. Allir bæjarfulltrúarnir
í D-listanum eru reiðbúnir að starfa áfram með
mér að uppbyggingu Reykjanesbæjar. Þá er ekki
síður mikilvægt að hafa gott samstarfsfólk hjá
Reykjanesbæ í störfum fyrir íbúana. Hvar sem líta
má starfar hæft og jákvætt fólk hjá Reykjanesbæ.
Það hefur tekið virkan þátt í uppbyggingunni og
lagt á sig ómælda vinnu til að gera hana farsæla.
Ég veit að þau starfa öll með mér af heilindum.
Til liðs við okkur núverandi bæjarfulltrúa kemur
síðan öflug sveit, eins og sjá má á frambjóðenda-
listanum. Bakgrunnur þeirra er ólíkur og eflaust
telja margir að sum nöfnin ættu fremur heima á
öðrum pólitískum listum ef litið væri til ættar- og
fjölskyldutengsla. Einnig koma til liðs við okkur
einstaklingar sem hingað til hafa ekki merkt sig á
pólitískum lista áður. En allur þessi hópur hefur
ákveðið að fylkja sér um þá stefnu sem við höfum
sýnt í framkvæmd á síðustu fjórum árum. Það er
aðalatriðið. Við ætlum öll að vinna áfram af alefli
í þágu íbúanna.
Við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ höfum lagt
áherslu á að auka aðstöðu íbúanna til að koma
með ábendingar og hafa áhrif. Ég hef ekki enn
gert talningu á þeim mikla fjölda sem nýtt hefur
sér viðtalstíma bæjarstjóra til að ræða hugmyndir
og ábendingar eða fá leiðréttingu mála sinna. En
örugglega telur sá fjöldi á annað þúsund. Ibúa-
fundir með bæjarstjóra hafa verið festir í sessi í
maímánuði ár hvert og hafa verið vel sóttir. Ibúa-
þing var haldið í fyrra og skapar enn eitt tækifærið
til að koma ábendingum íbúanna á framfæri.
Auk þess gefur það bæjarstjórn tækifæri til að
veita upplýsingar um framvindu verkefna. Þannig
munum við áfram vinna fyrir og eftir þessar kosn-
ingar. Við bjóðum ykkur að taka virkan þátt í und-
irbúningi stefnumótunar fyrir næstu Qögur árin,
líkt og við gerðum síðast.
Enginn er fullkominn í ákvarðanatöku og því
mikilvægt að vera alltaf tilbúinn til að hlusta og
breyta ef skynsemin bendir á að svo þurfi að gera.
Besta aðhaldið að okkur hafið þið sjálf verið, íbú-
arnir. Það er ekki af tilviljun sem við njótum auk-
innar virðingar á landsvettvangi fyrir verk okkar
í íþróttamálum, félagsþjónustu, menntamálum,
menningarmálum og síðast en ekki síst fjölskyldu-
málum. Við höfum hlustað á allar hugmyndir.
Við höfum greint þær, valið úr og framkvæmt
þær með sterkum bakstuðningi ykkar og skilað
árangri.
Ég er því reiðubúinn að starfa áfram sem bæjar-
stjóri í slíku samfélagi og ég treysti á stuðning
þinn í kosningunum þann 27. maí n.k.
Árni Sigfússon
Kveðja til Hansínu ömmu
Mín ástkæra amma
hugann minn fyllir
af spakyrðum mörgum
úr sveitinni gömlu.
Þú eljuna notar sem vopn og þinn drifkraft
frá því ljósið bar þig fyrst augum.
Þú notar það óspart að hlæja og gantast
og róar mig með þínum spaugum.
Ósjaldan hef ég til þín leitað
þegar spurningar vakna um lífið.
Þú hefur mér enn ekki neitað
um visku þína, ást og sýnir.
Mjólk, kex og ófáir söngvar
eru minningar úr þínu húsi.
Þær gleðja mig mikið og ró mér veita
þegar sorgin virðist á mig leita.
Amma þú gangandi orðabók ert
og öll mín vandamál leystir.
Gull og gimsteina í hjarta berð
og alltaf þú upp þig reisir.
Ég dáist af mikla kraftinum þínum
og í senn hversu ljúf þú ert.
Viskubrunnur þinn blandast mínum
og sést í honum hver ég er.
Með hverjum deginum seturðu mark á okkur öll
án þín værum við aðeins mold.
I huganum klífum við saman hin hæstu fjöll
þar til úti er ísafold.
Höf: Björg Ásta Þórðardóttir
Megi góður Guð taka þig í faðm sinn elsku amma.
Guðný Petrína, Björg Ásta, Þor-
björn Þór og Árdís Inga.
VÍKURFRÉTTIR Á NETIMU • www.vf.is • IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
14 I ViKURFRÉTTIR ' 9.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR