Víkurfréttir - 02.03.2006, Blaðsíða 19
nýjustu fréttir
ALLR DRGA AVF.IS
Anna María kvaddi í gær
Körfuknattleikskonan
Anna María Sveins-
dóttir lék sinn síðasta
ieik í gær með Keflavík á móti
Breiðablik.
Anna meiddist íyrr á tímabilinu
og ákvað í framhaldi af því að
leggja skóna endanlega á hill-
una. Anna María er leikjahæsti
leikmaður i kvennaflokki frá
upphafi og hefur allan sinn feril
leikið fyrir Keflavík. Nánar um
kveðjuleik Önnu Maríu á vf.is.
VF-sporl
OÍOJ
Ibikarleik Keflavíkur og
Grindavíkur í körfubolta
á dögunum var danshópur
frá Reykjanesbæ með sýningu í
hálfleik. Hópurinn, sem saman
stendur af stelpum á aldrinum
17-20 ára, æfði saman fim-
leika í mörg ár í Keflavík en
stelpurnar hafa nú látið af fim-
leikaiðkun og tekið alfarið upp
dansinn.
Mældist danssýningin vel fyrir
í Laugardalshöll en hópurinn
hefur m.a. áhuga á því að sýna
dans við hin ýmsu tækifæri,
t.d. á árshátíðum eða í öðrum
veislum og samkomum. Þá
stefnir hópurinn að því að taka
þátt í Gymnaestrada næsta
sumar sem er alþjóðleg fim-
leikasýning og fer fram á fjög-
urra ára fresti. Gymnaestrada
sýningin fer fram sumarið 2007
í Austurríki en danshópurinn
tók þátt í Gymnaestrada á Portú-
gal sumarið 2003. Þeir sem hafa
hug á því að fá stelpurnar til að
skemmta fyrir sig í veislum og
öðru geta haft samband í síma
690 6137, fris Ósk eða 866 9162,
Ásdís.
íþróttahúsið Nfarðvík
Sunnudaginn 5. mars
kl. 19:15
PSlFil - Fffflaír
Laugardaginn 4. mars kl. 17 verður
stofnfundur Ungmarks styrktar-,
og minningarsjóðs
knattspyrnuþjálfarans Míle haldinn í
íþróttamiðstöð Njarðvíkur.
lceland Express
»deildin
íþróttahúsið við Sunnubraut
Fimmtudaginn 2. mars. 2006
kl. 19.15
Keflavík - Fjölnir
m
Aíésptýði
VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
Keflvíkingar skoða
Dana
Kefla-
víkur mun
á næstunni
fá danskan
ieikmann að
nafni Peter
M a t z e n
t i 1 s í n á
reynslu, en sá er varnar-
maður að upplagi. Matzen
er afar fjölhæfur, en hann er
29 ára og hefur leikið með
ýmsum liðum í heimalandi
sínu, síðast Vejle. Keflvík-
ingar hyggjast reyna að ná
samningum við bandaríska
bakvörðinn Geoff Miles sem
var á mála hjá Haukum í 1.
deildinni á síðasta sumri.
Miles var til reynslu hjá
Keflavík fyrir skemmstu en
er nú í heimalandi sínu.
Keflavík sigraði KA
KEFLAVÍK sigraði KA 4 -
2 í deildarbikarnum í knatt-
spyrnu síðustu helgi. Davíð
Hallgrímsson gerði 2 rnörk
í leiknum og þá skoruðu
þeir Magnús Þorsteinsson
og Baldur Sigurðsson sitt
hvort markið. Þá sigraði
Grindavík Viking Ól. 3 - 0 í
sömu keppni. Mörkin gerðu
Björn Vilhjálmsson, Eyþór
Einarsson og Alexander
Þórarinsson.
Bronsarar í Keflavík
ELÍAS Ómarsson og Gylfi
Ólafsson eru framtíðarknatt-
spyrnukappar en þeir æfa
fótbolta með 5. flokki í Kefla-
vík. Á æfingu fyrr í febrú-
armánuði náði Elías þeim
árangri að „bronsa“ 1670
sinnum og vildi Gylfi reyna
að bæta met Elíasar en hann
varð að láta sér lynda að
bronsa „aðeins” 1401 sinni.
Flott hjá strákunum.
Jón Oddur
með fimm verðlaun
SUNDMAÐURINN Jón
Oddur Sigurðsson frá Njarð-
vík gerði góða hluti með
liði háskólans Stony Brook
í Bandaríkjunum á East
American meistaramótinu
sem haldið var á dögunum.
Stony Brook lenti í þriðja
sæti mótsins, en Jón Öddur
hlaut 5 verðlaun á mótinu.
Hann sigraði í lOOm bringu-
sundi, fékk silfur í 200m
boð-fjórsundi og brons í
200m bringusundi, 400m
boð-fjórsundi og 200m boð-
skriðsundi.
Aðalstjórn Keflavíkur
endurkjörin
Aðalfundur Keflavíkur,
íþrótta- og ungmenna-
félags, var haldinn á
mánudagskvöld og var stjórnin
endurkjörin, en hana skipa
Einar Haraldsson, formaður,
Kári Gunnlaugsson, Þórður
Magni Kjartansson, Sigur-
vin Guðfinnsson og Birgir
Ingibergsson. Varamenn eru
Sveinn Ádolfsson, Bjarney S.
Snævarsdóttir og Guðjón Ax-
elsson. Stjórnin skiptir svo
með sér verkum á fyrsta stjórn-
arfundi sem verður í dag.
Kristín H. Kristjánsdóttir,
fyrrum formaður unglingaráðs
körfuknattleiksdeildar, hlaut
Starfsbikar félagsins og þá
sæmdi Sæmundur Runólfsson,
framkvæmdastjóri UMFl,
Jónas Þorsteinsson og Bjarneyju
S. Snævarsdóttur starfsmerki
UMFÍ.
Bronsmerki fyrir 5 ára stjórn-
arsetu:
Einar Skaftason, körfuknattleiks-
deild.
Gunnar Jóhannsson, körfuknatt-
leiksdeild.
Hermann Helgason, körfuknatt-
leiksdeild.
Níels Hermannsson, sunddeild.
Árni Leifsson, skotdeild.
Geir Gunnarsson, skotdeild.
Silfurmerki fyrir 10 ára stjórn-
arsetu:
Árni Pálsson, skotdeild.
Sesselja Birgisdóttir, badminton-
deild.
Sigurvin Guðfinnsson, aðal-
stjórn.
Þórður Magni Kjartansson, að-
alstjórn.
ÍÞRÓTTASIÐUR VfKURFRÉTTA ERU í BOÐ! LANÐSBANKANS
Oíc
O.K
Bandaríski leikmaðurinn
Tamara Stocks er geng-
inn í raðir Grindavikur-
kvenna þar sem henni er ætlað
að fylla skarð Jericu Watson
sem yfirgaf liðið eftir bikar-
Ieik IS og Grindavíkur fyrir
skemmstu. Tamara er um 190
sm að hæð og mun skila stöðu
kraftframherja og eða mið-
herja í Grindavíkurliðinu.
Stocks lék síðast á Spáni en
hefur nú samið við Grindavík
og líst Unndóri Sigurðssyni,
þjálfara Grindavíkurkvenna,
vel á nýja leikmanninn. „Hún
gegn KR í næstu viku en hún á
örugglega eftir að reynast okkur
vel, bæði í vörn og sókn,” sagði
Unndór.