Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 4
Geirmundur Kristinsson, sparisjóösstjóri, færði nokknum félögum i Sandgeröisbæ peningagjafir. Björgvunarsveitin Sigurvon, Fræðasetrið og íþróttafélagið Reynir fengu hvert kr. 250.000 til styrktar þeirra starfsemi. SpKef gefur góðar gjafir við opnun Sandgerðisútibús Sparisjóðurinn í Keflavík tók við afgreiðslu Landsbankans í Sandgerði á mánudags- morgun og er nú ineð afgreiðslur í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Opnunartími afgreiðslunnar hefur verið Iengdur og er nú frá kl. 9:15 - 16:00. Afgreiðsla Sparisjóðsins í Garði var einnig opnuð á nýjum stað og með nýjum opnunartíma. Hún er nú á Heiðartúni 2 og opið erfrá 9:15-16:00. Hrafnhildur Sigurðardóttir, þjónustustjóri í Sand- gerði, tók vel á móti fyrsta viðskiptavininum sem reyndist vera Jónatan Jóhann Stefánsson og fékk hann af því tilefni innstæðu á bankareikning og veski að gjöf. Einnig færði Geirmundur Kristins- son, sparisjóðsstjóri, nokkrum félögum í Sand- gerðisbæ peningagjafir. Björgvunarsveitin Sigur- von, Fræðasetrið og íþróttafélagið Reynir fengu hvert kr. 250.000 til styrktar þeirra starfsemi. Geirmundur sagðist við opnunina vonast til þess að yfirtakan myndi takast vel og að viðskiptavinir yrðu fyrir sem minnstum óþægindum. Einhverjir tæknilegir örðugleikar hafi komið upp um helgina en þau vandamál væru leyst núna. Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband við Sparisjóðinn og fara yfir sín mál. Starfsfólk Sparisjóðsins verður boðið og búið að greiða úr öllum málum sem upp kunni að koma. Mistök voru gerð í úthlutun símanúmera en númer afgreiðslunnar í Sandgerði verður 423- 8190 og fax-númer 423-8199. Samfylkingin Samfylkingarfólk athugið! Félagsfundur í Samfylkingunni í Reykjanesbæ verður haldinn sunnudaginn 12. mars kl. 15:00 á Glóðinni við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Dagskrá 1. Tillaga uppstiilingarnefndar um skipan framboðslista A-Iistans í bæjarstjórnarkosningunum 27. maí 2006. 2. Önnur mál Stjórnin Hrafnhildur SÍalJfð'aMlðttTrrbiónustusti'oriili möti fyrsta viðskiptagjnmum sem revndistl Stefánsson og fékk hanmaf þvi tilefniinnfÍ og veski að gjöf. \ itmnkareikning Breyting a eignarhaldi á afgreiðslu Lands- bankans í Sandgerði Landsbankinn og Spari- sjóðurinn í Keflavík undirrituðu í síðasta mánuði samkomulag um að Sparisjóðurinn tæki við rekstri afgreiðslu Lands- bankans í Sandgerði. Spari- sjóðurinn tók formlega við öllum eignum og skulduin bankaafgreiðslunnar sunnu- daginn 5. mars sl. Um leið tók Sparisjóðurinn við samn- ingi við íslandspóst hf. um póstafgreiðslu. I ljós hefur komið að nokkrir hnökrar urðu við flutning viðskiptareikninga frá Lands- bankanum til Sparisjóðsins. „Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem við- skiptavinir hafa orðið fyrir," segir Friðgeir M. Baldursson, útibússtjóri Landsbankans í Keflavík. „Ástæðurnar voru fyrst og fremst tæknilegar. Til þess að hægt væri að flytja viðskiptareikninga á milli fjármálafyrirtækjanna fór fram víðtæk tölvukeyrsla í Reiknistofu bankanna. Slíkar keyrslur hafa undantekninga- lítið verið unnar án vankanta og komu þessi vandkvæði því verulega á óvart, en hluti debetkorta varð óvirkur tíma- bundið við keyrslu kortanna,“ segir Friðgeir. Friðgeir bendir á að sameigin- leg yfirlýsing Landsbankans og Sparisjóðsins hafi verið send staðarblöðum og öðrum fjölmiðlum um eignarhalds- breytinguna á afgreiðslunni í Sandgerði. „Það varð að sam- komulagi milli kaupanda og seljanda að Sparisjóðurinn sendi viðskiptavinum nánari upplýsingar um framkvæmd- ina og það bréf hafa við- skiptavinir fengið,“ útskýrir Friðgeir. „Við vildum hins vegar einnig fá tækifæri til að ávarpa viðskiptavini okkar í Sandgerði og sendum því bréf í vikunni til að þakka fyrir ánægjuleg viðskipti á liðnum árum. Nú hafa viðskiptin gengið í gegn og við þökkum viðskiptavinum okkar í Sand- gerði ánægjuleg viðkynni og óskum þeim farsældar í fram- tíðinni.“ Landsbankinn hafði starfrækt bankaafgreiðslu í Sandgerði frá því í janúar 1964 eða rúm- lega 42 ár. I upphafi var af- greiðslan starfrækt sem hluti af útibúinu í Grindavík en síðar sem sjálfstæð eining. Landsbankinn mun sem fyrr veita öfluga alhliða fjár- málaþjónustu frá útibúi sínu í Reykjanesbæ. Friðgeir M. Baldursson, útibússtjóri, hvetur viðskiptavini að hafa samband við útibúið í síma 410-4142 ef einhverjar spurn- ingar vakna varðandi sölu á afgreiðslu bankans í Sand- gerði. Þjónustuver Landsbankans veitir einnig upplýsingar í síma 410-4000 alla virka daga milli kl. 8:00 og 21:00 og á laugardögum frá kl. 11:00- 16:00. VfKURFRÉTTÍR ! 10. TÖLUBLAÐ ! 27.ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.