Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2006, Page 18

Víkurfréttir - 09.03.2006, Page 18
Kolbiiuiiu ©uíiimQrsd&ffrírrí ini . miii«iiiliiiiiii>^——wr - nw—imJmm Su&urnesiQlt^M 1 > ":W c>- 1 Arið 1986 var fyrsta árið sem formleg Fegurðarsamkeppni Suðurnesja var haldin og hrósaði Kolbrún Gunnarsdóttir þar sigri. Hún var hlutskörpust í hópi sjö stúlkna og fór í kjölfarið í Ungfrú Is- land og síðar Ungfrú Skandinavía. Kol- brún býr nú í Mosfellsbæ ásamt eigin- manni sínum Björgvini Filippussyni og þremur börnum þeirra. Þessi fyrsta fegurðardrottning Suðurnesja sér ekki eftir neinu og á ekkert nema hlýjar minningar frá þessum tíma. Hvernig atvikaðist það að þti ákvaðst að taka þátt í Fegurðarsamkeppni Suð- urnesja? Ágústa kom einfaldlega að máli við mig og ég ákvað að slá til. Ég var orðin 22 ára á þeim tíma og fannst ég vera tilbúin til að taka þátt í svona keppni. Það er enn mín skoðun að stelpur eigi helst ekki að fara í svona keppni fyrr en um og eftir tvítugt því þá eru þær búnar að taka út ákveðinn þroska. Kom sigurinn þér á óvart? Nei, í rauninni ekki. Ég leit á það þannig að ég hefði jafnan möguleika og allar hinar. Var mikið annríki i kringum keppnina? Já, en það var voðalega gaman. Við upplifðum okkur að vissu leyti eins og prinsessur. Við vorum í snyrtingu, hár- greiðslu, líkamsrækt og ljósum þannig að það var bara gaman og frábær upplifun fyrir stelpur að fara í svona keppni. Er erfitt að horfa til baka og sjá tískuna sem var þarna tgangi? Nei, það er alltaf jafn gaman að skoða gömlu blaðaúrklippurnar og horfa á keppnina á myndbandi og ég skelli alltaf FEGURÐARSAMKEPPNI SUÐURNESJA 2006 • BLAÐAUKI VlKURFRÉTTA UM FEGURÐARSAMKEPPNINA I 20 ÁR jafnmikið uppúr í hvert skipti. Voruð þið margar í keppninni? Við vorum sennilega ekki nema sex eða sjö þannig að þetta var lítill en góður hópur. Var kvöldið eftirminnilegt? Já, ég man þetta ennþá eins og það hafi gerst í gær. Annað væri skrítið og ég mun lifa á þessu alla tíð. Hvað tók við eftir sigurinn í Fegurðar- samkeppni Suðumesjaí Ég og Hlín fórum í Ungfrú ísland þar sem ég vann titilinn Ljósmyndafyrirsæta ársins og var þess vegna boðið að taka þátt í Ungfrú Skandinavía í Helsinki. Það var líka æðisleg lífsreynsla þar sem við ferðuðumst út um allt Finnland og skemmtum okkur mjög vel. Þú hefur ekki snúið þér að fyrirsœtu- störfum í kjölfarið? Nei, þetta var orðið gott eftir keppnirnar, en er ekki líka best að hætta á toppnum? Ég var að vinna hjá Arnarflugi á þessum tíma og hélt því áfram. Svo leið tíminn og ég vann í fataverslun og apóteki og sneri mér svo loks að námi. Ég kláraði stúdent árið 1993 og er að klára Kennara- háskólann í vor auk þess sem ég er þegar byrjuð að kenna. Hvernig myndirþú lýsa reynslu þinni af fegurðarsamkeppnumi Þessi reynsla var ekkert nema jákvæð. Ég myndi hikJaust styðja dóttur mína ef hún færi út í fegurðarsamkeppni, því þetta er ekkert til að skammast sín yfir. Það er svo margt sem stúlkur fá að reyna í svona sem þeim býðst ekki öðruvísi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.