Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2006, Page 20

Víkurfréttir - 09.03.2006, Page 20
Sólveig Lilja Guðmundsdóttir sigraði í Fegurðarsamkeppni Suð- urnesja órið 1996 og fylgdi því eftir með því að vera kjörin feg- ursta stúlka landsins ó Broadway. Sólveig segir að reynslan hafi verið öll hin ónægjulegasta. Hvernig kom til að þii ákvaðst aðfara íþessa keppni? Systir min haffii farið í keppnina nokkrum árum áður og vann þar titilinn ljósmyndafyrirsæta ársins, svo ég vissi hvað þetta snerist um þannig að ég ákvað bara að skella mér í þetta án þess að hugsa mikið út í það. Þegar Berta systir mín tók þátt var ég of ung til að fá að fara á keppnina, en ég og vinkona mín lágum á glugganum og fylgd- umst með. Kom það þér á óvart þegar þú sigraðir? Svona bæði og. Ég fór auðvitað í keppnina til að reyna að ná langt og vonaðist til að komast í Fegurðarsamkeppni íslands. Var ekki mikil vinna að baki keppninnar? Maður má ekki taka þessu of alvarlega en frekar einbeita sér að því að hafa gaman af, þannig nær maður betri árangri. Ég segi það ekki að það var svolítil vinna að velja kjóla og fleira, en mér tókst að fmna þennan milli- veg og mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Ég mun aldrei sjá eftir að taka þátt í keppninni. Hvernig var svo framlialdið hjá þér eftir Ungfrú ísland? Ég fór í Ungfrú Alheim og Ung- frú Evrópu árið 1997 og það var frábær lífsreynsla. Ég fór til Al- baníu til að keppa í Ungfrú Evr- ópu og það var svolítið öðruvísi. Ég var í herbergi með spænskri stelpu sem talaði ekki neina ensku þannig að við gátum ekki talast við nema með táknmáli. Svo fór ég til Miami í keppnina um Ungfrú Alheim sem Don- ald Trump átti og það var rosa- lega flott keppni og rosalega gaman. Við fengum að spjalla við Trump og hann var hress og mikill sjarmör, en ég hefði viljað bjóða honurn upp á klipp- ingu ef ég hefði mátt það. Hvernig varþessi upplifun? Þetta var frábært. Eftir keppn- irnar opnuðust ýmsar dyr fyrir mér og ég fékk að vinna svolítið að fyrirsætustörfum sem var mjög gaman. Hvað ertu að gera þessa dag- ana? Ég er nýflutt út til Danmerkur með manninum mínum og þremur börnum okkar. Þar erurn við að gera upp hús rétt fyrir utan Kaupmannahöfn og erum að fara að gifta okkur í sumar. Ég er ekki alveg viss um hvað ég fer að gera í fram- haldinu, en er að velta því fyrir mér að fara í viðskiptafræði í háskóla, en svo er ég með próf í snyrtifræði sem ég gæti unnið við. Það kernur því bara í ljós hvað ég geri. Hvað finnst þér um fegurðar- samkeppnir? Mér finnst að ef stelpum fmnst þær hafa eitthvað fram að færa sé það bara frábært að fara í svona keppnir. Mér finnst ekk- ert að þessurn keppnum, það eru miklu verri hlutir í gangi sem mætti finna að. Það er draumur margra stúlkna að vera drottning einn dag og það er bara gaman að þessu. Ætlum oð hafa gaman í StQpQ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var kjörin Fegurðardrottning Suður- nesja órið 2003 og skömmu síðar varð hún Ungfrú ísland. Ragn- hildur starfar nú hjó RÚV við Kastljósið og ó laugardagskvöld verður hún kynnir með samkeppnisaðila sínum, Sveppa í Strók- unum. Hvernig líst þér á að fara að kynna með Sveppa? Það er æðislegt að vera í kringum hann, við unnum saman í Farne og Kalla á þakinu og hann er ótrúlega fyndinn en það skemmtilega við þetta er að honum finnst ég vera pínu- lítið fyndin. Við höfurn rætt það áður að gera eitthvað saman og nú er komið að því. Verða þetta ekki eintóm ftfla- lœti efSveppi verðurað kynna? Við munum láta keppnina ganga hratt og vel fyrir sig og okkar hlutverk verður fyrst og fremst að kynna keppnina. Sveppi á ör- ugglega ekki erfitt með að troða inn nokkrum bröndurum svo er aldrei að vita nema mér takist að brydda upp á einum góðum. Það er lykilatriði að við höfum gaman af því sem við erum að gera og þá held ég að salurinn eigi eftir að skemmta sér vel“, sagði Ragnhildur. FEGURÐARSAWIKEPPNI SUÐURNESJA 2006 • BLAÐAUKI VÍKURFRÉTTA UM FEGURÐARSAMKEPPNINA í 20 ÁR

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.