Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2006, Page 33

Víkurfréttir - 09.03.2006, Page 33
POST t= KASSINN Aðsent efni: postur@vfis Ragnar Örn Pétursson skrifar: Pólskir starfsmenn í boði Flugleiða Ql Stefnumótun: Vel heppnað Ibúaþing í Grindavík Icelandair hefur í hyggju að ráða starfsmenn frá Póllandi í hlaðdeild félags- ins á Keflavík- urflugvelli í sumar. Þetta kemur fram í viðtali við forstjóra fé- lagsins Jón Karl Ólafsson í fréttabréfi FÍA, félags íslenskra atvinnu- flugmanna. Jón Karl segir að ástæða þess að félagið grípi til þessara aðgerða sé sú að erfiðlega hefur gengið að manna umræddar stöður síðastliðin ár með þeim afleið- ingum að brottförum hefur jafn- vel seinkað vegna manneklu. Og áfram heldur forstjórinn, „væntingar fólks um kaup og kjör hér á landi er með öðrum hætti en áður. íslendingar fást síður til að taka að sér ákveðin störf eins og þekkist t.d. í sjáv- arútvegi. Við verðum að mæta þessum breytingum með ein- hverjum hætti og tryggja það að flugið sé á tíma”. Þarna hittir forstjórinn naglann á höfuðið, eitthvað þarf að gera. En ekki datt forstjóranum það í hug að kanna af hverju svona erfiðlega gengur að fá fólk til vinnu. Er það ekki vegna þess að launin eru svo lág? Fyrir nokkrum árum var biðröð fólks að sækja um störf t.d. í hlaðdeildinni og komust færri að en vildu. Þá var atvinnu- leysi nokkuð mikið hér á þessu svæði og var það aðalástæðan en ekki að fólk flykktist þangað upp eftir vegna þess að launin væru svo góð. Láglaunastefna félagsins í hlaðdeild og hreinsun hefur ekkert breyst hvort sem um mikið eða lítið atvinnuleysi er að ræða. En forstjórinn segist þurfa að mæta þessum breytingum með einhverjum hætti. Hér er hug- mynd handa honum. Hækkaðu launin og þá ertu orðinn sam- keppnisfær við atvinnumarkað- inn á svæðinu. Byrjendalaunin í hlaðdeildinni eru aðeins 20-30 þúsund krónum hærri en atvinnuleysisbætur og það eiga starfsmenn í hlaðdeild og hreinsun ekki að sætta sig við. Það getur verið að Pólverjarnir geri það enda skilst mér að nú þegar sé búið að ráða um 50 þeirra til vinnu í sumar og er þegar verið að útbúa fyrir þá húsnæði, hver greiðir kostnað- inn við það? í viðtalinu er Jón Karl spurður um viðbrögð frá verkalýðsforyst- unni á Suðurnesjum við þessu og segist hann engin viðbrögð hafa fengið. Hann leggur áherslu á að ekki sé verið að taka neitt frá föstum starfsmönnum. Það vekur athygli ef ekkert hefur heyrst frá Verkalýðs-og sjómannafélagi Keflavíkur því oft þarf nú minna til en svo að eitthvað heyrist í Kristjáni Gunn- arssyni formanni félagsins. Það er ljóst að þessi ákvörðun flug- félagsins að flytja inn erlent vinnuafl til sumarstarfa mun rýra möguleika t.d. framhald- skólanema á aukavinnu með námi. Þá er lag núna fyrir VSFK að aðstoða forstjórann við að mæta þessum breytingum.t.d. með launahækkunum sem vænt- anlega þýða fleiri umsóknir um sumarstörf frá íbúum Suður- nesja. Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja Milli 60 og 70 manns mættu í Grunnskóla Grindavíkur s.l. laug- ardag og tóku þátt í vel heppn- uðu íbúaþingi, hinu fyrsta sinnar tegundar í Grindavík. Á dagskrá voru fimm mála- flokkar, þar sem flutt voru fram- söguerindi. Ólafur Ö. Ólafsson bæjarstjóri fjallaði um fjármál og rekstur bæjarins, Pétur Guð- mundsson og Pálmi Ingólfsson fjölluðu um íþrótta og æsku- lýðsmál, Sigurður Ágústsson og Pétur Bragason fjölluðu um skipulags og byggingarmál, Nökkvi Már Jónsson fjallaði um öldrunar og hjúkrunarmál og Guðmundur Pálsson fjallaði um skólamál. Að loknum léttum hádegisverði var skipt í stofur þar sem hver málaflokkur fyrir sig var til um- fjöllunar í umræðuhópum. Fjöl- margar tillögur og hugmyndir komu fram og munu þær verða lagðar fyrir bæjarstjórn til frek- ari umfjöllunar. Þetta fyrsta íbúaþing Grinda- víkur tókst í alla staði mjög vel og er það von bæjaryfirvalda að íbúar Grindavíkur hafi kynnt sér málefni líðandi stundar og sett mark sitt á framtíðarstefnu bæjarins. REKSTRARSTJÓRI & RAFVIRKI ÓSKAST Johan Rönning hf. óskar eftir að ráða í tvö störf rafvirkja og rekstrarstjóra fyrir væntanlega verslun sína í Keflavík. Umsóknir berist Johan Rönning hf. Sundaborg 15,104 Reykjavík fyrir 15.mars merkt „Starfsumsókn Suöurnes" eða í netpósti á: ronning@ronning.is Johar Rönning hf. er leiðandi þjónustufyrirtæki á sviði rafbúnaðar og rekur jafnframt heimilistækjaverslun. Félagið rekur starfsstöðvar iReykjavík, Akureyri og Fjarðabyggð. Fyrirtækið er framsækið og í örum vexti. Johan Rönning hf. erþekktursem góðurog eftirsóttur vinnustaður. Rekstrarstjóri: • sölu- og rekstrarstjórn • stjórn og umsjón með uppbyggingu starfsstöðvar • sala og þjónusta við viðskiptavini á sviði rafiðnar og heimilistækja • tilboðsgerð Hæfniskröfur: • reynsla af stjórnunar- og sölustörfum • þjónustulund • markaðshugsun • frumkvæði • samskiptahæfni • reynsla af störfum í rafiðnaði æskileg Rafvirki: • sala og þjónusta við viðskiptavini á sviði rafiðnar og heimilistækja • tilboðsgerð og tækniráðgjöf Hæfniskröfur: • reynsla af sölustörfum • þjónustulund • markaðshugsun • frumkvæði • samskiptahæfni /M* johan •/m7 RONNING Sundaborg 15 • Reykjavík • Sími 5 200 800 • Óseyri 2 • Akureyri • Sími 4 600 800 • Nesbraut 9 • Reyðarfjörður • Sími 470 2020 STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSiNGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 9. MARS 2006 33

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.