Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2006, Side 37

Víkurfréttir - 09.03.2006, Side 37
Fisfélagið Sléttan 10 ára Fisfélagið Sléttan fagn- aði 10 ára afmæli sínu um síðustu helgi en fé- lagið hefur aðsetur á Njarð- víkurheiði millum Bláa Lóns- ins og Stapafells. Frábært veður var fyrir fisflug og mættu m.a. meðlimir úr Fisfé- lagi Reykjavíkur í afmælið og gaf að líta fjöldann allan af myndarlegum loftförum. Fisvélar eru eins til tveggja manna loftför sem geta farið upp í 12 - 14 þúsund feta hæð en eru yfirleitt notaðar í lágflug þar sem flugmennirnir njóta útsýnisins. „Þetta eru svona góðviðrisloftför,” sagði Jóhann Gestur Jóhannsson, formaður Fisfélagsins Sléttunnar, í sam- tali við Víkurfréttir. „Við í félag- inu höfum ræktað upp landið hér í kringum okkur síðustu 10 ár til þess að koma í veg fyrir uppblástur en hér voru rofin börð sem stoppað var í með grjóti og ræktuð upp,” sagði Jóhann en Landgræðslan hefur stutt dyggilega við bakið á Sléttunni í uppgræðsluum- svifum félagsins. Verslunin Bling Bling í Reykjanesbœ opnaði í glœsilegu nýju hústiœði að Hafnargötu 26 síðasta föstudag. í opnutiarhófinu sýndu listakonurnar og mœðgurnar Ingveldur Bjarnadóttir ogíris Þrastardóttir verk sín. Bílaleiga kynnir SENDIBÍL í FULLRI STÆRÐ TIL LEIGU HÖFUM ALLAR STÆRÐIR AF BÍLUM Lítil ábending vegna leitar að E/S Goðafossi Eftir að hafa hlustað á við- töl við þá menn sem komið hafa að leit að E/S Goðafossi mundi ég eftir því að í Morg- unblaðinu fann ég einu sinni staðarákvörðun upp gefna sem tengdist slysstaðnum. Ekki man ég nú hvaða ár þetta birtist í blaðinu en tel þó öruggt að það hafi verið á árunum 1950 - 1960. Þegar ég fann þetta flaug mér að koma staðarákvörðuninni í blöð í Keflavík þótt ekki yrði af því. Einnig man ég eftir stuttri grein í blaðinu, þar sem skýrt var frá amerískum manni sem missti eiginkonu sína í slysinu en hann hugðist reyna að hafa upp á foringja kafbátsins sem skaut Goðafoss niður. Ef menn vilja skoða þetta nánar geta þeir nú farið inn á netið hjá Morgunblaðinu frá 1950 - 60. Skúli Magnússon Sjúkraflutningamaður Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir sjúkraflutningamanni til starfa við bakvaktir í Grindavík. Menntunar- og hæfniskröfur: • Framhaldsnám-ðOeiningar. • Meirapróf. Upplýsingar um starfið veitir Gunnar M. Baldursson umsjónarmaður í síma 897-9583. Umsóknir skulu sendar á skrifstofu stofnunarinnar að Mánagötu 9,230 Reykjanesbæ. Laun eru samkvæmt samkomulagi ríkisins og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Einnig er hægt að sækja um starfið á heimasíðu stofnunarinnar www.hss.is eða með tölvupósti til Hlyns Jóhannssonar starfsmannastjóra, hlynurj@hss.is. Ixl HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Umsóknarfrestur er til 25.mars 2006 SKÓLAVEGI 6 • 230 REYKJANESBÆ • WWW.HSS.IS • HSS@HSS.IS STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR . FIMMTUDAGURINN 9. MARS 2006

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.