Víkurfréttir - 20.07.2006, Síða 10
Sólveig Sigfúsdóttir er farin í fríið langa:
'""‘VeigaiVar^s^^ciðu^igMjj^raiia^^^^r^morn^œ^l
ingar í
ráa«*p
rjómatertu.
f \ M| ” Wr' j ^ f
"B' v m x ca " . '' T iM \ 3. ítp '5, ! ■
Æi, ekki vera ineð þetta vesen“, sagði hin eldhressa
Sólveig Sigfúsdóttir þegar blaðamaður var
mættur til að hitta hana í vinnunni í einn
morguninn í Lyf og heilsu. Sem margir bæjarbúar
kalla reyndar bara „Apótekið" með stóru A-i. Enda
hefur lyfjaverslun verið rekin í þessu húsi við Tjarnar-
götuna lengur en fólk á besta aldri man, lengst af undir
merkjum Apóteks Keflavíkur.
44 ára starferli í Apótekinu lokið
Sólveig hefur svo að segja verið hluti af
sögu Apóteksins, búin að eyða megninu
af starfsævinni þar innan veggja, fyrir
utan þrjú ár sem hún vann í fiskvinnslu
í Heimi forðum daga. Árin í Apótekinu
fylla hins vegar fjóra áratugi og fjögur
ár betur.
En nú fær Apótekið ekki lengur að njóta
starfskrafta Veigu, því hún er að láta af
störfum, orðin 67 ára. Það var létt and-
rúmsloftið á kaffistofunni í Lyf og heilsu
á miðvikudaginn þegar Veiga og sam-
starfsfólk hennar fagnaði þessum tíma-
mótum með kaffi og rjómatertu. Ekki
laust við að smá tregi lægi í loftinu líka,
enda mikil eftirsjá í samstarfsfélaga eins
og Veigu.
Notalegt að finna
traust fólks
Að sögn Veigu hafa brottfluttir bæjar-
búar, sem komið hafa heim eftir margra
ára fjarveru, oft orðið nokkuð hvumsa
þegar þeir hafa séð hana innan við búð-
arborðið í Apótekinu. Veiga segir að sér
fínnist það alltaf jafn skondið þegar fólk
spyr með undrunarsvip: „Hva, er þú
hérna ennþá?“
Hlutirnir í Apótekinu hafa mikið breyst
á þeim árum sem Veiga hefur verið inn-
anbúðar.
Vöruúrvalið
hefur aukist
gríð ar lega
í lyfjabúð-
u n u m o g
salan snýst
ekki lengur
eingöngu um
magnýl, joð,
bóm u 11 og
annað í þeim
dúr,
„Umhverfið
er allt miklu
opnara og
þjónustustan
hefur aukist
mikið. Við t.d.
mælum blóð-
þrýsting ef við-
skiptavinurinn
óskar. Kúnninn treystir okkur oft fyrir
viðkvæmum málum og þagnarskyldan
gagnvart honum er alltaf í heiðri höfð.
Mér hefur alltaf fundist það notalegt að
finna traust fólks og að geta aðstoðað
það“, segir Veiga.
Merkimiðar á safni
Margir muna eftir virðulegu brúnu við-
arinnréttingunni í Apóteki Keflavíkur.
Hún er nú varðveitt á Lyfjafræðisafninu
og fyrir nokkrum árum síðan fór Veiga
ásamt Dísu, samstarfskonu sinni, að
skoða hana.
„Það var gaman að sjá innréttinguna
aftur en á henni voru ennþá merkimiðar
sem ég hafði skrifað fyrir löngu síðan.
Það var dálítið skrýtin tilfinning að
þekkja skriftina sína á safni“, segir Veiga
og hlær.
„Einhvern veginn hefur það verið þannig
að ég hef á hverjum tíma verið elsti starfs-
maðurinn í hópnum. Mér hefur alltaf
fundist það ákveðin forréttindi að fá að
starfa með mér yngra fólki. Mér hefur
alltaf fundist gaman í vinnunni og ef það
hefur einhvern tímann verið leiðinlegt,
þá er ég fyrir löngu búinn að gleyma
því“, bætir hún við.
Hlakkar til áranna framundan
Veiga var að fara í sumarfrí um helgina
en fjölskyldan býr svo vel að eiga sinn
sælureit í sumarbústað á Snæfellsnesinu.
En hvernig finnst henni að vera að fara
í fríið langa?
„Ég kvíði því ekki,. Ég er við hestaheilsu,
á yndislegan mann, börn og barnabörn
og vanhagar því ekki um neitt. Nú hefst
nýr og skemmtilegur kafli í lífinu og ég
hlakka til áranna framundan,'1 sagði
Veiga að lokum.
Texti og myndir:
Ellert Grétarsson
VÍKURFRÉTTiR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJU-STU FRÉTTIR DAGLEGA!
10 | VÍKURFRÉTTIR I 29. TÖLUBLAÐ ; 27. ÁRGANGUR