Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2006, Side 2

Víkurfréttir - 24.08.2006, Side 2
Alþingiskosningar: ^smntM mMVtw Netkosn- ing hafín á Ljósalaginu Ljósanæturlögin 2006 eru nú aðgengileg til hlustunar á vef Ljósanætur, www.ljosanott. is. Netkosning er einnig hafin og stendur hún yfir til 25. ágúst. Auk þess að hlusta og kjósa er hægt að lesa nánar um flytjendur og höfunda og hvað þeir hafa að segja um lögin Diskur með lögunum tíu sem valin voru til úrslita er væntanlegur í dreifingu á næstu dögum. Það er Geim- steinn sem annast fram- leiðslu hans. mmmm SOLARHRINCSVAKT 8982222 □4104000 Landsbankinn MUNDI Kallastþettaaðhvalir séu„uppstökkir“...? Q BÖÐVAR ÆTLAR EKKI í FRAMBOÐ Böðvar Jónsson, for- maður bæjarráðs Reykjanesbæjar, ætlar ekki að gefa kost á sér á framboðslista Sjáif- stæðisflokksins fyrir Al- þingskosningarnar næsta vor. Böðvar hefur að und- anförnu verið orðaður við hugsanlegt framboð en tekur af öll tvímæli með orðsendingu sem hann sendi frá sér í byrjun vikunnar. Böðvar segir ástæðurnar vera nokkrar en þyngst vegi þó þau verkefni og störf á vett- vangi sveitarstjórnarmála sem hann hefur í Reykjanesbæ. Þeim störfum telji hann sig ekki geta sinnt af sömu alúð ef hann tæki sæti á Alþingi. „Ég er afar þakklátur fyrir þá hvatningu og stuðningsyfirlýsingar sem ég hef fengið frá flestum ykkar og met þær mikils. Við skulum vinna saman að góðum fram- gangi Sjálfstæðisflokksins í næstu kosn- ingum. Niðurstaða okkar í Suðurkjördæmi síðasta vor geíúr góða von um framhaldið. Ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri baráttu þrátt fyrir að vera ekki í framboðs- hópnum." segir Böðvar í orðsendingunni sem hann sendi flokkssystkinum sínum á mánudaginn. Hrefna í loftköstum! Að sjá stökkvandi hrefnur er nokkuð óvenjulegt en þær hafa tekið nokkrar stökksýningar fyrir yfir sig hrifna ferðamenn á Moby Dick. Ljósmynd: Trods Jacobsen 95 - og fleiri ferðamenn íferðir með Moby Dick Að sögn Helgu Ingimundardóttur, rekstraraðila bátsins, eykst ásókn ferðamanna í hvalaskoðunarferðir með ári hverju. Og það spillir ekki fyrir að hvalir sjást nærfellt í hverri einustu ferð, sem hlýtur jú að tcljast gott til af- spurnar fyrir sívaxandi ferðaþjónustu- grein. „Það er alveg með ólíkindum hvað hvalirnir halda sig alltaf nánast á sarna blettinum þarna í Garðsjó. Það er nánast hægt að ganga að því vísu að þeir séu á sínum stað, enda hefur sést til þeirra í nánast hverri ein- ustu ferð í allt sumar. I aðeins þremur eða fjórum tilvikum sást illa til þeirra hvala sem voru, segir Helga Ingimundardóttir. Þær hvalategundir sem mest hafa sést í sumar eru hrefna og hníðingur, sem er al- gengasta höfrungategundin hér við land. Einnig er hnúfubakur nokkuð algengur, að sögn Helgu. „Það sem kemur okkur á óvart núna er að við höfum verið að sjá stökkvandi hrefnur, sem er mjög óvenjulegt. Það er algengara að sjá hnúfubakinn stökkva og við höfum séð hann taka góðar syrpur,“ segir Helga. Rekstur Moby Dick hefur notið góðs af veru bandaríska hersins hér á landi því hvalaskoð- unarferðir hafa verið afar vinsælar á meðal Varnarliðsmanna. Helga segir að þrátt fyrir rnikla fækkun þeirra haft reksturinn verið svipaður á milli ára. Skýringuna megi leita í fjölgun ferðamanna á svæðinu, sem eru mjög jákvæðar fréttir. „Við búum líka svo vel geta boðið áhuga- verðan pakka sem samanstendur af hvala- skoðunarferð og ferð í Bláa lónið en þær ferðir hafa verið mjög vinsælar í sumar. Þrátt fyrir að herinn sé að fara er framtíðin björt og sóknarfærin mörg. í því sambandi bind ég miklar vonir við orkuverið á Reykja- nesi og Víkingaheiminn“, sagði Helga Ingi- mundardóttir. Hvalaskoðunarbáturinn Moby Dick hefur haft heimahöfn í Keflavík síðan 1994 og reksturinn gengið vel. Islendingur vinsæll áningarstaður Heimsóknir að víkinga- skipinu fslendingi sem stendur í túnfæti Stekkjarkots, hefur farið fram úr öllum væntingum í sumar. Að meðaltali hafa komið níu- tíu til eitt hundrað manns á dag í sumar, eru það gestir sem koina einungis á milli kl: 13:00 til 17:00, þegar starfs- nienn eru til að taka á móti ferðamönnum á staðnum. Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri fslendings, segir að ef reiknað er með lágmarks að- sókn er víst að yftr átta þúsund manns hafi heimsótt Islend- ing/Stekkjarkot undanfarna þrjá mánuði á milli kl. 13:00 og 17:00. Af þessu má ætla að töluvert yfir tíu þúsund rnanns hafi komið til að sjá og skoða Islend- ing/Stekkjarkot frá vordögum. Komið hefur í ljós að þetta er rnjög vinsæll áningarstaður fyrir ferðamanninn til að stansa á og taka myndir áður en haldið er í flug. Einnig er mikið um að fólk sem er á leið til landsins kemur við á þessum stað. Staðan er þannig í dag að það er stans- laus straumur ferðamanna við Islending/Stekkjarkot. 2 I VfKURFRÉTTIR I 34.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VlKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.