Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2006, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 24.08.2006, Blaðsíða 6
Tvöföldun Reykjanesbrautar: Nýr fram- kvæmda- stjóri Fríhafn- arinnar ehf. Hlynur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf. og tekur við starfinu 1. september næstkomandi. Hann lauk meistaraprófi í rekstrar- verkfræði frá Háskólanum í Álaborg á árinu 2002 og hefur verið innkaupastjóri Fríhafnarinnar frá 2003. Hlynur hefur jafnframt starfað sem afleysingakenn- ari i stjórnun og rekstri fyrirtækja við Meistaraskól- ann í Reykjavík. Hann er kvæntur Helgu Volu Gunn- arsdóttur félagsfræðingi og eiga þau þrjú börn. Sturla Eðvarðsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar undanfarin fjögur ár, hefur ráðið sig til starfa sem framkvæmda- stjóri Samkaupa. Honum eru þökkuð vel unnin störf með óskum um gott gengi á nýjum vettvangi. Fögnum Ljósanótt 30% afsláttur af öllum vörum frá 31. ágúst - 2. se Sjónmælingar - Tímapantanir 421 3 Optical Studio KEFLAVÍK I SÍMI 421 3811 STEFNA Á AD UÚKA FRAM- KVÆMDUM Á UNDAN ÁÆTLUN Seinni áfangi við tvöföldun Reykjanes- brautar gengur vel og bendir allt til þess að framkvæmdum muni ljúka mun fyrr heldur en áætluð verklok segja til um. Þetta segir Ólafur Þór Kjartans- son, framkvæmdastjóri Jarðvéla ehf, sem er verktaki framkvæmdanna, ásamt Eykt. Hjá Jarðvélum eru menn ekki alls óvanir þegar Reykjanesbrautin er annars vegar, því fyrirtækið sá einnig um tvöföldun hennar í fyrri áfanga, ásamt Háfelli og Eykt. Að sögn Ólafs Þórs mega vegfarendur búast við að sjá meiri kraft í framkvæmdunum þegar nær dregur næsta vori en þá er ráð- gert að setja aukin tækjakost í verkið þegar losnar um hann úr öðrum verkefnum sem klárast og segir Ólafur að stærsti hluti tækja- kosts og mannafla fyrirtækisins verði þá kominn á Suðurnesin. Ólafur segir verkið á áætlun og að menn hafi fullan hug á að ljúka framkvæmdunum við tvöfölduna mun fyrr en áætluð verklok gera ráð fyrir, sem er 1. júní 2008. Ólafur vildi ekki gefa upp neinar tímasetningar þar að lútandi en gat þess að ljúki framkvæmd- unum innan ákveðins tímaramma, fái verk- takinn auka þóknun eða flýtifé og að því væri stefnt. Tvöföldunin í seinni áfanga nær yfir tæplega 13 km langan vegarkafla frá Strandarheiði að Njarðvík. Samhliða tvöfölduninni er gert ráð fyrir átta brúm á þessum kafla. VÍKURFRÉTTIR I 34. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á IMETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.