Víkurfréttir - 24.08.2006, Síða 20
Knattspyrnudeild UMFN
auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka
Þjálfaramenntun og reynsla er æskileg
Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar UMFN
auglýsir eftir þjálfurum fyrir 3.til 7.flokk pilta.
Knattspyrnudeild UMFN er með metnaðarfullt starf
þar sem fagmennska og forvarnir eru höfð að
leiðarljósi. Boðið er uppá góða æfingaaðstöðu
og gott vinnuumhverfi.
Áhugasamir eru beðnir að senda inn umsóknir fyrir
31.ágúst á netfang deildarinnar njardvikfc@umfn.is.
Upplýsingar veitir Leifur Gunnlaugsson
framkvæmdastjóri deildarinnar í síma 862 6905.
VEFGALLERY
lil.LKRT GRÉTARSSON
www. eldho rn. is/elg
a
Aðsent:
mWm
Þjálfaramál íVogum ogfleira:
Enginn vest hvað átt hefur
fýrr en misst hefur
Itölublaði Víkurfrétta þann
10. ágúst síðastliðinn birt-
ist góð grein, eftir Lúðvík
Bárðarson f.v. formann UMFÞ
í Vogum, um okkar frábæra
sundþjálfara Maríu Jónu og
um mál sem henni tengjast.
Að mörgu leiti tökum við undir
það sem þar kemur fram, við
eigum tvær dætur sem báðar
hafa æft sund hjá Maríu Jónu,
sú eldri æfði í eitt og hálft ár en
sú yngri hefur æft í fimm ár og
er enn að. Við urðum strax vör
við það, að María jóna var að
gera góða hluti, og árangurinn
lét ekki á sér standa eins tókuni
við eftir samheldninni sem
virtist ríkja innan sunddeildar-
innar og voru foreldrar mjög
Tjarnargötu 12* Póstfang 230 • S: 42 X 6700 • Fax:421 4667 • reykjanesbaer@reykjancsbaer.is
LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJANESBÆ
Reykjanesbær auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:
Starfsmaður í mötuneyti kennara og fleiri verkefni í Njarðvíkurskóla, 70% staða.
Þroskaþjálfi og stuðningur í Akurskóla, 100% og 75% stöður. Ef ekki fæst þroskaþjálfi til starfa verða
ráðnir starfsmenn í stuðning.
Starfsfólk skóla í grunnskólum á vegum Frístundaskóla, 50% stöður.
Sérkennari (mið- og unglingastig) í Holtaskóla, 100% staða.
Leikskólakennarar og leiðbeinendur. í boði eru bæði hluta- og heilsdagsstöður í leikskólum
Reykjanesbæjar.
Starfsmaður við íþróttamiðstöðina í Njarðvík, um 50% staða við baðvörslu kvenna ofl. verkefni.
Fáist ekki leik- eða grunnskólakennarar til starfa í leik- og grunnskólum verða ráðnir leiðbeinendur.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru skv. kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 7. september nk. og skulu umsóknir sendar starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar,
Tjarnargötu 12, merktar viðkomandi starfi. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Nánari upplýsingar má nálgast á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is og hjá forstöðumönnum viðkomandi
stofnana.
Starfsþróunarstjóri.
virkir frá byrjun. Árangurinn
sem hún hefur náð með þessa
krakka er frábær, og ekki hefur
fallið skuggi á okkar samstarf
eða kynni sem við höfum átt,
síðustu árin. Því kom það okkur
mjög á óvart, þegar við fréttum
það að hún hyggðist hætta
þjálfun og leiðinlegt hvernig það
allt saman þróaðist. En svo virð-
ist sem að einhver ágreiningur
hafi orðið um hennar störf, og
að ákveðnir aðilar hafi viljað
hana út úr þessu starfi. Það sem
við sem foreldrar erum helst
að gagnrýna, er það hvernig
var staðið að þessum málurn
öllum saman. Að okkar mati
stóð (og stendur) okkar sund-
deild í flokki með 10-15 bestu
sunddeilda á landinu á þessum
tíma og það er okkur óskiljan-
legt að þegar sem best gengur,
skuli öfund og miður leiðinleg
atburðarrás fara af stað,(þeir
taka það til sín sem eiga það.)
Þá má ekki heldur gleyma því
að María Jóna reif upp allt upp-
byggingarstarf í Þrótti og sinnti
á stundum mun meiru en flestir
hefðu látið bjóða sér. Við viljum
einnig minnast á frábært for-
eldrastarf sem með elju og
dugnaði, hefur haldið vel utan
um öli mál, þ.m.t. fjáröflun og
öllu sem því tengist með von
um að það haldi áfram með
nýjum þjálfara.Að lokum viljum
við bjóða nýjan þjálfara velkom-
inn til starfa, til þess að taka
við því góða búi sem eru þessir
frábæru krakkar sem hafa náð
svona langt. Elsku Mæja okkar
takk fyrir frábært starf og góð
kynni, og vegni þér sem best
í framtíðinni. Kærar þakkir
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur.
Virðingarfyllst,
Kári Asgrímsson og Helga Rut
Guðnadóttir, Vogum.
VIKURFRETTIR i 33.TOLUBLAÐ I 27. ARGANGUR
VÍKURFRETTiR Á NETÍNU
vww.vf.is • LESTU NVJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!