Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2006, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 24.08.2006, Qupperneq 22
Mannlíf: Jóga og Fit-pilates Jóganámskeiðin byrja 4. sept. n.k. Nýtt! Fit-pilates byrjar 12. sept. n.k. Kennarar í vetur: Eygló Alexandersdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Nánari upplýsingar og innritun hjá Eygló í síma 864 1124. Ath. Ljósanótt. Laugardaginn 2. sept. opinn jógatími kl. 9. Kl. 10-12 opið hús og kynning á jóga og Fit-pilates. Eygló Alexandersdóttir, jógakennari, Iðavöilum 9, 864 1124. Fimleikadeild Keflavíkur Sími á innritunartíma 421 3044. Stjórnin Innritun í dag kl. 17:00 - Eldri iðkendur Nýir iðkendur Krakkahópar Strákahópar 20:00 í K-húsinu. a 20 ára afmælisfagn- aður Glaumbergs Til stendur að fagna þeim tímamótum að á þessu ári eru liðin 20 ár frá því að veitinga- og skemmti- staðurinn Glaumberg opnaði að Vesturbraut 17 í Keflavík. Glaumberg opnaði 14. mars 1986 og var einn aðal veitinga- og skemmtistaðurinn á Suður- nesjum á þessum tíma. Glaum- berg var rekið af sömu eig- endum í rúm fimm ár og á þeim tíma komu fram í húsinu fjöl- margar hljómsveitir og skemmti- kraftar og m.a. voru settar upp tvær stórsýningar. Sú fyrri hét „Tekið á loft“ þar sem fram komu helstu skemmtikraftar frá Suðurnesjum og seinni sýn- ingin var til minningar um Vil- hjálm Vilhjálmsson en þar söng m.a. Ellý Vilhjálms og Björgvin Halldórsson. Á þriðja þúsund gestir sóttu hvora sýningu. Undirritaður, ásamt Val Ár- manni Gunnarssyni hefur tekið saman lista yflr alla starfs- menn sem unnu í Glaumbergi á þessum tíma og er fjöldi þeirra um 110 manns. Til að fagna þessum tímamótum og að gamlir samstarfsmenn og makar hittist þá ætlum við að mæla okkur mót í Stapanum laugardaginn 30. september kl. 18.00. Þar verður boðið upp á fordrykk og kvöldverð og er miðaverð kr. 3.000 pr. mann. Seinna um kvöldið munum við fá í heimsókn nokkra af þeim söngvurum og hljómsveitum sem skemmtu í Glaumbergi. Síðan verður dansleikur fram á rauða nótt, þar sem hljóm- sveitin Sambandið/Saga Klass leikur fyrir dansi. Þeir sem hyggjast koma eru vin- samlega beðnir um að tilkynna þátttöku á eftirfarandi netföng: ragnar.petursson@reykjanes- baer.is eða valarm@its.is sem fyrst, eða í síðasta lagi fyrir 8. september. Með Glaumbergskveðju, Ragnar Orn Pétursson Fjölbrautaskóli Suðurnesja Virðing, samvinna, árangur Áfangar í boði í Öldungadeild og meistaraskóla, haustönn 2006 - ný önn, ný tækifæri kl. 18:00-20:00 Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur STÆ 193 - stærðfræði ENS 102 - enska DAN 102 - danska ISL 102 - íslenska STÆ 202 - stærðfræði ENS 202-enska MHL 103 - myndvinnsla ÍSL 202 - íslenska STÆ 363 - stærðfræði ENS 303 - enska SAG 423 - galdrasaga (SL 212 - íslenska STÆ 413 - tölfræði ENS 503 - enska UPP 103- uppeldisfræði ÍSL 403 - íslenska MTB 103* MSV 102 / MÞF 101* SPÆ 103 - spænska kl. 20:00-22:00 Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur SPÆ 303 - spænska UTN 103 - uppl. - tölvur DAN 202 - danska ÞÝS 103 - þýska SÁL 103 - sálfræði SAG 103 - saga FÉL 203 - félagsfræði NÁT 103 - líffræði NÆR 103 - næringarfræði BÓK 103 - bókfærsa NÁT 123 - eðlis- og efnafr. TEH 103/GRT 102-203 MGV 102 /MVB 101* ‘Meistaraskóli - faggreinar húsasmíða Innritun í Öldungadeild og meistaraskóla verður í anddyri skólans dagana 24. og 25. ágúst kl. 16-19, og verður þá hægt að ræða við námsráðgjafa og fulltrúa nemenda úr öldungaráði. Nú er einnig mögulegt að innrita sig með tölvupósti en þá fylla nemendur út innritunareyðublað öldungadeildar og senda það á elsak@fss.is og verður umsóknin tekin gild um leið og greiðsla berst á reikning skólans nr. 1109-26-6612 kt. 661176 0169. Á heimasíðu skólans www.fss.is er hægt að skoða áfangalýsingar og ná í umsóknareyðublað. Innritunargjald í Öldungadeild er 15 þúsund fyrir eitt fag og 21 þúsund fyrir tvö fög og fleiri. Umsækjendur fá endurgreitt aðeins ef áfangi fellur niður. Sunnudaginn 27. ágúst kl. 18:00 verður fundur á sal skólans þar sem tilkynnt verður hvaða áfangar verða kenndir en það fer eftir aðsókn, því er um að gera að skrá sig tímanlega. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 28. ágúst. VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 22 IVÍKURFRÉTTIR : 33.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.