Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2006, Síða 25

Víkurfréttir - 24.08.2006, Síða 25
nýjustu fréttir alla daga avf.is 'rLAVÍK figl MAGNAÐURIVIÝVETNINGUR Mý vetn ing ur inn Baldur Sigurðsson af- greiddi topplið FH sl. sunnudag þegar Keflvíkingar höfðu 2-1 sigur í viðureign liðanna. Baldur gerði bæði mörk Keflavíkur í leiknum og sigurmarkið á lokamínútu leiksins og ætlaði allt um koll að keyra í fagnaðarlátunum. Framundan eru tveir erfiðir leikir hjá Keflvíkingum, fyrst í kvöld er útileikur gegn Skaga- mönnum í Landsbankadeild- inni kl. 18:00 og á sunnudag mætast Keflavík og Víkingur í undanúrslitum VISA bikar- keppninnar á Laugardalsvelli. „Það verður mikil barátta í kvöld og má jafnvel búast við meiri baráttu en þegar liðin mættust síðast á Skaganum," sagði Baldur en þegar liðin mættust í VISA bikarnum á Skipaskaga dró sá leikur nokkurn dilk á eftir sér þar sem leikmenn úr báðum liðum voru úrskurðaðir í bann. „Ef ég fæ eitt gult spjald í viðbót þýðir það tveggja leikja bann því ég er nú þegar með tvö gul spjöld. Við hugsum samt lítið um það sem hefur gerst heldur spilum bara okkar leik,“ sagði Baldur en leikmannahópur Keflavíkur er fremur lítill og má ekki við miklum skakkaföllum. „Við spilum mikið á sömum mönn- unum en það verður bara að taka einn leik í einu. Mér finnst raunhæfara að stefna að því að verða Bikarmeistarar heldur en íslandsmeistarar en það er allt hægt í þessu og vonandi missa FH-ingar bara flugið í deildinni eftir ósigurinn gegn okkur,“ sagði Baldur en hann segir að sigurmarkið gegn FH á sunnu- dag sé eitt sætasta markið sem hann hefur gert. „Markið var kannski ekki það glæsilegasta en það var í mikilvægari kant- inum,“ sagði Baldur sem verður í eldlínunni í kvöld með Keflvík- ingum á Akranesi. Irmritun verðurt K-husinu mánudaginn 28. ágúst frá 17:00 - 21:00. m m ^ IMimmmæakélIn Körfuboltaskóli verður i Heiðarskóla fyrir alta í minnibolta laugardaginn 26. ágúst. ■í*wp ájggfiSyfeþ, Dagskránni ásamt stundatöflum verður dreift ískólana. Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur Ósigur gegn botnliðinu Grindvíkingar eru komnir á hættusvæði í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir 2-1 ósigurgegnÍBV íVestmanna- eyjum síðasta sunnudag. Ey- steinn Hauksson gerði mark Grindvíkinga sem hafa nú 17 stig í 7. sæti deildarinnar. Grindvíkingar taka á móti Víkingum á Grindavíkurvelli í kvöld og hefst Ieikurinn kl. 18:00. Guðmundur Andri Bjarna- son, leikmaður Grindavíkur, segir að drápseðlið vanti í liðið og það sé hlutur sem verði að laga núna á lokasprett- inum. „Við þekkjum þetta alveg," svaraði Guðmundur aðspurður um stöðu liðsins í deildinni. „Leikurinn gegn Víking í kvöld er einn mikil- vægasti leikurinn okkar í sumar og við verðum að ná sigri og koma okkur í þolan- lega stöðu í deildinni," sagði Guðmundur sem sagði að alla baráttu og allan vilja hefði vantað í Grindavíkurliðið í Vestmannaeyjum. „Við erum með lið sem á heima í þess- ari deild og við verðum að klára okkar leiki betur. Það verða allir okkar menn klárir í slaginn í kvöld,“ sagði Guð- mundur að lokum. www. vf. is/ithrottir jbo@vf.is ÍÞRÓTTASÍÐUR VlKURFRÉTTA ERU í BOÐ! LANDSBANKANS Sandgerðingar berjast um 3. sæti eynismenn taka á móti Selfyssingum í 2. deild karla í knattspyrnu karla i lcvöld. Leikurinn hefst kl. 18:30 á Sandgerðisvelli en liðin tvö berjast hart um sæti í 1. deild að ári og þurfa bæði nauð- synlega á sigri að halda. Reynismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig en Selfyss- ingar eru í 4. sæti með 26 stig þegar níu stig eru eftir í pottinum. „Við leggjum vitaskuld upp með sigur í leiknum og þetta verður mikil barátta,“ sagði varnarmaðurinn Hjörtur Fjeldsted í sam- tali við Víkurfréttir. Liðin skildu jöfn, 0-0, á Selfossi fyrr í sumar þar sem þremur leik- mönnum var vísað af leikvelli í baráttuslag. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið og Selfyssingar eru fastir fyrir. Við þurfum að spila okkar bolta og vera með einbeitninguna í lag. Við erum með betra fótboltalið en þeir og það er mikill hugur í mönnum til þess að komast í 1. deildina," sagði Hjörtur en þrjú lið úr 2. deild komast í 1. deild að ári. „Okkur var spáð 8. sæti í deildinni en við höfum blásið þeirri spá á brott,“ sagði Hjörtur að lokum. Njarðvík og Fjarðarbyggð hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild og því verður spennandi að sjá hvaða lið nær síðasta sætinu. Fyrirtækið Sjávarmál í Sandgerði býður öllum frítt á leik Reynis og Selfyssinga í dag svo Suðurnesjamenn ættu að Qölmenna á völlinn. Á laugardag mæta Njarðvíkingar svo Sindra á Sindravelli kl. 14:00. M![<»j:ia;«iii:iii3;{nifcwi>m« 25

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.