Víkurfréttir - 12.10.2006, Page 24
Óvenju mikið líf hlaupið í Gunnuhver
Miklar breytingar hafa orðið
á hverasvæði á Reykjanesi
síðustu mánuði. Líklega
eru það framkvæmdir við Reykjanes-
virkjun sem valda því. Gufuvirkni
í Gunnuhver er til að mynda meiri
en verið hefur í um fjóra áratugi.
Hverinn er meðal vinsælustu ferða-
mannastaða á Reykjanesi. Ríkisút-
varpið greinir frá þcssu.
Jarðfræðingar íslenskra orkurann-
sókna tóku fyrst eftir þessum breyt-
ingum í júní í sumar og hafa fylgst
með hvernum síðan. í mati á umhverf-
isáhrifum jarðhitanýtingar á Reykja-
nesi sem gerð var fyrir Hitaveitu Suð-
urnesja sumarið 2002 segir að fram-
kvæmdin á svæðinu hafi ekki sjáanleg
áhrif á Gunnuhver en að óljóst sé
hvort dæling jarðhita úr jörðu breyti
virkni hveranna. 1 sömu skýrslu segir
að á bilinu 120-140.000 ferðamenn
komi á Reykjanes árlega og að mikil-
vægustu staðirnir á svæðinu séu Vala-
hnúkar, Valbjargagjá og Gunnuhver.
REYKJANESBÆR
Fræðslusvið
Tjarnargötu 12 • Póstfang 230 • S:421 6700 • Fax: 421 4667 • rcykjanesbaer@reykjanesbacr.is
LAUS STÖRF HJÁ REYKJANESBÆ
Heiðarsel og Frístundaskólinn
Leikskólinn Heiðarsel óskar að ráða leikskólakennara
eða leiðbeinanda sem fyrst í 100% starf.
Frístundaskóli Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða starfsmenn í 50% stöður
eftir hádegi.
Leitað er eftir áhugasömum starfsmönnum, sem eru reiðubúnir að takast
á við skemmtilegt og krefjandi starf. Reykjanesbær býður starfsfólki sínu
upp á öryggi, gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda.
Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Sigurðardóttir leikskólastjóri Heiðarsels,
í síma 421 1554 og Helga Jóhanna Oddsdóttir starfsþróunarstjóri
Reykjanesbæjar í sima 421 6700.
Umsóknir berist starfsmannaþjónustu Reykjanesþæjar, Tjarnargötu 12,
230 Reykjanesbæ eða á rafrænu formi á heimasiðu Reykjanesbæjar fyrir
26. október nk., merktar viðkomandi starfi.
Starfsþróunarstjóri.
••• reykjanesbaer.is
Laugardagskaffl
Munið laugardagskaffi Samfylkingarinnar á hverjum laugardegi
ívetur á Víkinni, Hafnargötu 80, kl. 10:30 - 12:00.
Kaffi og meðlæti í boði ásamt spjaili um landsins gagn og nauðsynjar.
Allir velkomnir.
Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ
Samfylkingin
□
Aðgengi að bæjarfuiltrúum:
Framsókn eykur að-
gengið að kjörnum
bæjarfulltrúa
Framsóknarflokkurinn
í Reykjanesbæ hefur
brugðið á það ráð að
bjóða upp á viðtalstíma með
Eysteini Jónssyni, bæjarfull-
trúa Framsóknarflokksins
fyrir A-listann. Viðtalstím-
arnir eru alla fimmtudaga frá
10-12 í félagsheimili Framsókn-
arflokksins að Hafnargötu 62 í
Reykjanesbæ.
„Við teljum að það sé nauðsyn-
legt að gefa fólki tækifæri til að
koma sínum hugðarefnum að
þeim sem eru kjörnir fulltrúar
þeirra,” sagði Eysteinn Jónsson.
Fyrstu viðtölin eru á morgun en
hægt er að panta viðtalstíma á
heimasíðu Framsóknarflokksins
í Reykjaensbæ, www.xbreykja-
nesbaer.is. Fyrir þá sem ekki
hafa aðgang að tölvu er hægt að
hringja í Eystein í síma 864 0807
og panta tíma.
Fjölnota íþróttahús
boðið út í Grindavík
Bæjarráð Grindavíkur
hefur samþykkt að
fela bæjarverkfræð-
ingi Grindavíkur að bjóða út
fjölnota íþróttahús sem er að
stærð um 50 x 70 metrar og
staðsett verði austan stúku-
byggingar.
Boðið verður út möguleiki á
dúk húsi og úr varanlegra efni.
Gert verði ráð fyrir salernisað-
stöðu við húsið og húsið verði
upphitað.
Fyrir liggur stuðningsyfirlýsing
stjórnar knattspyrnudeildar
UMFG vegna slíks húss austan
við stúkubyggingu,segir í fund-
argerð bæjarráðs Grindavíkur.
'
1820 íbúðir
í byggingu
Fréttir herma að farið sé að hægjast um á byggingamarkaði
en ekki aldeilis í Reykjanesbæ, eins og þetta skilti ber með
sér. Hér er þó ekki allt sem sýnist því einhver hefur tekið
sig til og bætt tölunni einum fyrir framan töluna 820. Annað
hvort upp á grínið eða til að gefa til kynna að hátt í eitt þúsund
íbúðir eru nú mannlausar á Keflavíkurflugvelli eftir að herinn
fór. Fullyrt hefur verið að þær íbúðir fari ekki á almennan
markað.
Vörugeymsla til sölu
Til sölu er vörugeymsla að
Fitjabraut 6b, Reykjanesbæ.
Um er að ræða braggalagað
stálgrindahús byggt 1941, stærð 330m2.
Stærð lóðar er 5.558m2.
Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar í síma 894 0103.
VÍKURFRÉTTIR Á NETÍNU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
M | VÍKURFRÉTTIR ^ 41. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR