Fréttablaðið - 17.08.2017, Síða 2
Veður
Norðlæg átt, 8-15 í dag, en 10-18
suðaustanlands seinnipartinn.
Þungbúið og væta á köflum norðan
og austan til, en bjart að mestu
sunnan- og vestanlands. sjá síðu 44
Gráir fyrir járnum í Hafnarfirði
umhverfismál Meira en 20 bændur
sem bjóða upp á bændagistingu eru
að skoða, í samstarfi við Hey Icel
and, sem áður hét Ferðaþjónusta
bænda, hvort þeir geti boðið gestum
upp á hleðslu fyrir rafbíla.
Uppbygging innviða er sögð for
senda fyrir því að rafbílum fjölgi
verulega á landinu. Bílaleigur fluttu
á síðasta ári inn um 45 prósent
allra bíla. Þeir forsvarsmenn bíla
leiga sem Fréttablaðið hefur rætt
við segja að langt sé í land með að
bílaleigur geti keypt rafbíla í stórum
stíl. Steingrímur Birgisson, forstjóri
Bílaleigu Akureyrar/Hölds vakti
athygli á því í gær að engin hleðslu
stöð væri við Keflavíkurflugvöll og
að það þyrftu að vera slíkar stöðvar
um allt land.
„Við erum enn þá í þessari grunn
vinnu en markmið okkar er skýrt.
Við viljum taka þátt í því að þétta
netið í kringum landið og veita við
skiptavinum okkar, hvort sem það
eru Íslendingar eða útlendingar,
þá þjónustu að geta boðið upp á
að hlaða bílinn sinn,“ segir Berg
lind Viktorsdóttir, hjá Hey Iceland.
Umhverfismál hafi alltaf skipt Hey
Iceland máli og því sé þátttaka í
uppbyggingu hleðslustöðva eðli
legt skref.
„Við vitum að þetta er langhlaup
en á innanlandsmarkaði gerast
hlutirnir mjög hratt og það er mjög
sjálfsagt að taka þátt í að styrkja inn
viðina um landið,“ bætir Berglind
við. Hún býst við að fyrst í stað verði
eftirspurnin eftir þessari þjónustu
meiri á meðal innlendra ferða
manna heldur en erlendra.
„Við erum að taka skrefin smám
saman og gerum okkur grein fyrir
því að innanlandsmarkaðurinn sé
kannski nærtækari að svo stöddu,“
segir Berglind. Að sama skapi sé þá
verið að búa til reynslu fyrir seinni
tíma.
Berglind segir að þeir ríflega tutt
ugu bændur sem hafi lýst sig reiðu
búna til að taka þátt í verkefni af
þessu tagi séu dreifðir um allt land.
„Þegar við sendum fyrsta póstinn
á okkar félagsmenn þá fengum við
jákvæð viðbrögð og það er greini
legt að það eru aðilar sem eru búnir
að vera að hugsa um þetta,“ segir
hún. „En við erum í þessum undir
búningsfasa og viljum vinna grunn
vinnuna vel. Við viljum koma því á
framfæri að þetta verður ekki í boði
allstaðar þó að það verði kannski í
framtíðinni,“ segir hún.
Auk þess að vera í samstarfi við
viðkomandi bændur er undirbún
ingurinn að verkefninu unninn í
samstarfi við Orkusetrið og Bænda
samtökin.
jonhakon@frettabladid.is
Tugir bænda vilja fá
rafbíla í bæjarhlaðið
Yfir tuttugu ferðaþjónustubændur skoða uppbyggingu hleðslustöðva fyrir raf-
bíla. Verkefni á undirbúningsstigi unnið í samstarfi við Orkusetrið og Bænda-
samtökin. Búast við meiri eftirspurn meðal innlendra ferðamanna en erlendra.
Nauðsynlegt er að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Fréttablaðið/Pjetur
Við viljum taka þátt
í því að þétta netið í
kringum landið og veita
viðskiptavinum okkar, hvort
sem það eru Íslendingar eða
útlendingar, þá þjónustu að
geta boðið upp á
að hlaða
bílinn sinn.
Berglind Viktors-
dóttir hjá Hey
Iceland
MALLORCA
21. ágúst í 10 nætur
Bókaðu sól á
Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í
gistingu.Stökktu
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
ÁÐUR KR.
79.900
NÚ KR.
39.950FL
UG
SÆ
TI
á flugsæti
m/gistingu
FY
RI
R2 1
Frá kr.
69.995
Aðrir
gistivalkostir
í boði
stjórnsýsla Ríkiskaup reyna nú að
selja á uppboði gamlan skrifstofu
húsbúnað sem út af stóð þegar emb
ætti sýslumannsins í Kópavogi flutti
sig af Dalvegi upp í Hlíðarsmára.
Um er að ræða tugi skrifborða,
skápa og stóla sem ekki var hægt
að nýta eða hentuðu ekki hinu nýja
húsnæði. Samkvæmt auglýsing
unni sem birtist á uppboðsvefnum
Bílauppboð.is í gær er búnaðurinn
um 18 ára gamall. Sumt kann að
vera orðið slitið en tekið er fram að
ástand sé ekki með öllu þekkt. Öll
þessi skrifborð, skápar og stólar
þurfa að seljast í heilu lagi og sækja
sem fyrst að uppboðinu loknu
vegna framkvæmda. Samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins mun
Útlendingastofnun væntanlega
flytja í húsnæðið.
Er þetta því kjörið tækifæri fyrir
þá sem eru að stofna nýtt fyrirtæki
og vilja sækja sér innanstokksmuni
– skápa, skrifborð og stóla sem
margur viðskiptavinur sýslumanns
ins í Kópavogi hefur í gegnum tíð
ina vafalaust virt fyrir sér í bið eftir
afgreiðslu. – smj
Mublur sýslumannsins
í Kópavogi á uppboð
Útlendingastofnun flytur í húsnæðið
á Dalveginum í Kópavogi.
heilbrigðismál Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geð
hjálpar, segir nauðsynlegt að bæta
skráningu sjálfsvíga á sjúkrastofn
unum ríkisins. Í fréttum Stöðvar 2
í gær sagðist hún hafa beðið í tvö
ár eftir niðurstöðum rannsóknar á
máli manns sem svipti sig lífi stuttu
eftir að hann yfirgaf bráðamót
tökuna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landlækni þyrfti að leggjast í tölu
verða vinnu til þess að finna tölur
yfir fjölda þeirra sem framið hafa
sjálfsvíg inni á stofnunum ríkisins.
Ungur maður svipti sig lífi á geð
deild Landspítalans í síðustu viku.
Anna segist vilja að rótargreining
verði gerð á máli mannsins, þar
sem undirliggjandi orsakir atvika
eru greind. – ss
Mikilvægt að
bæta skráningu
sjálfsvíga
Sérsveit lögreglu var send ásamt lögreglu og slökkviliði að skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu í Hafnarfirði í gær. Leigjandi í húsinu hafði hótað
að vinna fólki mein með skotvopni. Var maðurinn handtekinn og fannst “eitt og annað” við húsleit hjá honum, að því er RÚV greindi frá. Hann
hafði hringt í neyðarlínuna til að fá aðstoð við vatnsleka og sagst ætla að grípa til skotvopns, bærist aðstoðin ekki. MyND/FjarðarFréttir
1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 f i m m t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
7
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
7
F
-6
B
5
4
1
D
7
F
-6
A
1
8
1
D
7
F
-6
8
D
C
1
D
7
F
-6
7
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K