Fréttablaðið - 17.08.2017, Page 4

Fréttablaðið - 17.08.2017, Page 4
✿ Haldlagt magn kókaíns á Íslandi 20 15 10 5 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 12.840 gr. 6.468 gr. 7.720 gr. 5.391 gr. 5.684 gr. 3.888 gr. 5.273 gr. 2.535 gr. 1.736 gr. 9.738 gr. 8.025 gr.* 20.703 gr.** *Tölur fyrir árið 2016 eru bráðabirgðatölur. **Fyrstu sjö mánuðir ársins 2017 skv. uppl. frá lögreglunni á Suður- nesjum. Uppl. um fyrri ár úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. lögreglumál Tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli hefur lagt hald á næstum jafnmikið magn af kókaíni á fyrstu sjö mánuðum ársins og lög- regla og tollgæsla lögðu hald á árin fjögur þar á undan til samans. Ljóst er að eftirspurnin er mikil þar sem smyglarar hafa verið stöðvaðir með hátt í 21 kíló af kókaíni við komuna til landsins á árinu. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum en algengt er að grammið sé selt á allt að 18 þúsund krónur. Lögregla segir árið í ár hafa verið einsleitt þar sem kókaín sé nánast það eina sem reynt er að smygla og meira sé af því í umferð en oft áður. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á dögunum að á fyrstu sjö mánuðum ársins hefði tollgæslan lagt hald á alls 20,7 kíló af kókaíni af mismunandi styrkleika og formi. Efnin hafa öll fundist við tollleit á erlendum einstaklingum, ýmist í farangri eða innvortis. Til samanburðar þá lagði lögregla og tollgæsla hald á rúm átta kíló af kókaíni allt árið í fyrra, 9,7 kíló árið 2015 og 1,7 kíló árið 2014. Óhætt er því að tala um verulega sprengingu í þessum efnum það sem af er ári enda stefnir í algjört metár. Ekki hefur verið lagt hald á viðlíka magn af kókaíni og í ár á einu ári í fjórtán ár, miðað við afbrotatölfræði Ríkis- lögreglustjóra sem Fréttablaðið skoðaði aftur til ársins 2003. Ef miðað er við algengt söluverð á grammi af kókaíni í dag, sem er á bilinu 16 til 18 þúsund krónur, mætti áætla að götuvirði efnanna sem haldlögð hafa verið það sem af er ári sé á bilinu 330 til 372 milljónir króna. „Þetta er mun meira af kókaíni en áður og hefur verið einsleitt og sér- stakt ár að því leyti. Þetta er nánast bara kókaín,“ segir Jóhannes Jens- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að hver og einn verði að draga sínar ályktanir af því hvort verið sé að framleiða hin efnin í meiri mæli hér eða þau fari eftir öðrum leiðum, en ekkert haldbært liggi fyrir í því. Grímur Grímsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, segir að þar á bæ hafi menn tekið eftir þessari ugg- vænlegu þróun. „Já, ég get staðfest að í okkar störf- um verðum við vör við að það er meira af kókaíni í umferð en áður.“ Kókaín hefur það orð á sér að vera ákveðið lúxusfíkniefni sökum þess hversu dýrt það er og mætti því segja það ákveðinn góðærismæli- kvarða. „Það er þannig að árið 2007, þegar vel gekk hjá okkur efnahags- lega, urðum við vör við aukningu í notkun kókaíns,“ segir Grímur. Tölurnar virðast staðfesta þessa þróun þó sveiflur hafi verið í hald- lögðu magni milli ára. Lagt var hald á töluvert magn ár hvert frá 2006- 2008 eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Heldur dró síðan úr magni kókaíns árin eftir það en augljósa uppsveiflu má síðan greina frá árinu 2015. mikael@frettabladid.is Kókaínflóð á fíkniefnamarkaði til marks um góðæri á Íslandi Haldlagt magn kókaíns það sem af er ári er á við magn síðustu fjögurra ára til samans. Lögreglan segir meira af kókaíni í umferð en oft áður. Efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu hefur áhrif. Tæplega 21 kíló af kókaíni hefur verið tekið á Keflavíkurflugvelli í ár. Á götunni kostar slíkt magn allt að 370 milljónum króna. 20,7 kg Kókaín sem haldlagt hefur verið, bara í Leifsstöð, það sem af er ári. 14. - 19. ÁGÚST FJALLAHJÓLA VIKA! AFSLÁTTUR AF MONGOOSE T YAX, METEORE, SW ITCHBACK, ARGUS FATBIKE, GIRO F JALLAHJÓLAHJÁLM UM OG FJALLAHJÓ LASKÓM ÚTSÖLUVIKUR Í ÁGÚST!WWW.GÁP.IS FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 30% Stjórnmál   Halldór Halldórs- son, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér í leiðtogakjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti Halldór í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Sagði Halldór að hann hafi komist að þessari niðurstöðu fyrir tíu dögum, eftir að hafa endurmetið aðstæður sínar. Fyrir viku sagði Halldór í samtali við Frétta- blaðið að hann hygðist sækj- ast áfram eftir oddvitasætinu, en tók fram að vika væri þó langur tími í pólitík. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá eru nokkrir orðaðir við oddvitasætið, þar á meðal tveir aðstoðarmenn ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þau Svanhildur Hólm Vals- dóttir og Borgar Þór Einarsson. „Maður veit ekkert hvort þetta er samkvæmisleikur eða hvort það er eitthvað á bak við þetta,“ segir Halldór í samtali við Fréttablaðið. „Það er alltaf þörf á einhverri endurnýjun. Hvað varðar leiðtogana og oddvitann þá gera Sjálfstæðismenn miklar kröfur. Stundum hef ég á tilfinningunni að þeir séu að bíða eftir því að Davíð Oddsson komi aftur með 60% fylgi. Það var árið 1991 og síðan þá eru margir oddvitar búnir að vera.“ Skiptar skoðanir eru meðal Sjálf- stæðismanna um ágæti boðaðs leið- togakjörs í október. Þykir mörgum tillagan ekki vera lýðræðisleg. „Ég held að það sé best að gera þetta eftir áramót. Mér hefur aldrei hugn- ast það að fámennur hópi stilli upp í sæti. Ég tel að sem flestir eigi að koma að þessu“. – khn Halldór gefur ekki kost á sér í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. lögreglumál Rannsókn héraðs- saksóknara á meintum innherja- svikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssak- sóknara. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan síðasta mánuð beinist rannsókn héraðssaksóknara að umfangsmiklum viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group sem gerð voru í aðdraganda þess að félagið sendi frá sér afkomutilkynn- ingar til Kauphallarinnar. Er hópur manna grunaður um að hafa nýtt sér í nokkur skipti inn- herjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Yfirmað- urinn var sendur í leyfi frá störfum þegar málið komst upp í lok maí síðastliðins. Mennirnir gerðu svonefnda fram- virka samninga við innlendar fjár- málastofnanir, þar á meðal Lands- bankann, en ljóst þykir að þær hafi tapað háum fjárhæðum á samning- unum. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna vegna málsins, en fjármunirnir eru ætlaður hagnað- ur mannanna af viðskiptunum. – kij Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Yfirmaðurinn var sendur í leyfi frá störfum. FRéttablaðið/anton bRink Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna vegna málsins. Peningarnir eru ætlaður hagnaður mann- anna. 1 7 . á g ú S t 2 0 1 7 F I m m t u D A g u r4 F r é t t I r ∙ F r é t t A B l A ð I ð 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 F -7 F 1 4 1 D 7 F -7 D D 8 1 D 7 F -7 C 9 C 1 D 7 F -7 B 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.