Fréttablaðið - 17.08.2017, Síða 8
Bókin er eins og
handrita- og bréfa-
safn, þannig að fólk getur
lesið um borgina
eins og um
eiginlega
heimild sé að
ræða.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
atvinnuleikhópa
Umsóknarfrestur til 2. október
Styrkir til
Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi
atvinnuleikhópa á árinu 2018. Veittir eru styrkir til einstakra
verkefna eða starfssamninga til tveggja ára.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 2. október 2017.
Umsóknum skal skilað rafrænt á www.rannis.is.
Einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn.
Athugið að umsókn um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa
getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef
umsækjandi merkir við þar til gerðan reit í umsóknarformi.
Samkvæmt leiklistarlögum nr. 138/1998 skilar leiklistarráð
tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um
úthlutun fjár til stuðnings atvinnuleikhópum.
Nánari upplýsingar:
atvinnuleikhopar@rannis.is, www.rannis.is
Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík.
Tengiliður: Ragnhildur Zoëga,
sími: 515 5838.
Umhverfismál Skipulagsstofnun
skoðar nú hvort fleiri hótel á
verndarsvæði Mývatns þurfi að fara
í umhverfismat. Fosshótel Mývatn
starfar nú á grundvelli bráðabirgða-
leyfis heilbrigðisnefndar Norður-
landssvæðis eystra, sem gildir til
15. september en langtímaleyfi
til hótelsins var afturkallað í kjöl-
far niðurstöðu úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála. Vegna
úrskurðarins þarf Skipulagsstofnun
að taka nýja ákvörðun um hvort
hótelið þurfi að fara í umhverfismat.
Þeirrar ákvörðunar er að vænta eftir
um það bil mánuð, að sögn Ásdísar
Hlakkar Theodórsdóttur forstjóra
Skipulagsstofnunar.
Þá er í athugun hjá stofnuninni
hvort önnur hótel á verndarsvæð-
inu skuli einnig fara í umhverfismat
en stofnunin aflar nú upplýsinga hjá
öðrum hótelum á svæðinu, eink-
um um fráveitumál.
„Það var ekki gert á sínum tíma,
sem helgast líka af því að löggjöfin
hefur breyst frá því þau voru byggð,“
segir Ásdís og bætir við: „En hins
vegar höfum við fengið fyrirspurnir
vegna annarra hótela á verndar-
svæðinu og við erum að afla upp-
lýsinga um hvort það krefjist ein-
hverrar skoðunar.“
„Við höfum gert fjölda athuga-
semda við fjölgun gistirýma á þessu
svæði enda er þetta galin þróun,“
segir Guðmundur Ingi Guðbrands-
son, formaður Landverndar, og
bætir við „þetta gerist ekki af sjálfu
sér, heldur með vilja sveitarstjórnar
og Umhverfisstofnunar og enginn
virðist ætla að grípa hér í taumana.“
Þótt Fosshótel Mývatn hafi aðeins
verið opið í sex vikur er saga verk-
efnisins orðin nokkuð löng. Fram-
kvæmdir við byggingu þess hófust
vorið 2016 en voru stöðvaðar að
kröfu Umhverfisstofnunar í októ-
ber sama ár þar sem leyfis stofn-
Kannað hvort fleiri hótel við
Mývatn fari í umhverfismat
Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðun-
ar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. Fleiri hótel á svæðinu gætu
einnig þurft umhverfismat. Landvernd hefur ítrekað gert athugasemdir við fjölgun gistirýma á svæðinu.
Fosshótel Mývatn starfar á grundvelli bráðabirgðaleyfis sem rennur út 1. september. Mynd/Hilda kristjánsdóttir
Þótt hótelið hafi aðeins verið opið í sex vikur er saga þess orðin nokkuð löng:
27. maí 2016: Fram-
kvæmdir við byggingu
hótels hefjast án leyfis
Umhverfisstofnunar.
4. október 2016: Skútu-
staðahreppur stöðvar
framkvæmdir að beiðni
Umhverfisstofnunar.
2. nóvember 2016:
Ákvörðun Skipulags-
stofnunar um að ekki
þurfi umhverfismat.
5. nóvember 2016: Leyfi
Umhverfisstofnunar fyrir
framkvæmdum og starf-
semi.
11. nóvember 2016:
Framkvæmdir hefjast á
nýjan leik.
1. júlí 2017: Hótelið
opnað.
6. júlí 2017: Ákvörðun
skipulagsstofnunar tekin
úr gildi.
18. júlí 2017: Langtíma-
starfsleyfi fellt niður og
bráðabrigðastarfsleyfi
veitt til 15. september.
Við höfum fengið
fyrirspurnir vegna
annarra hótela á verndar-
svæðinu og við erum að afla
upplýsinga um hvort það
krefjist einhverrar
skoðunar.
Ásdís Hlökk
Theodórsdóttir,
forstjóri Skipu-
lagsstofnunar.
unarinnar hafði ekki verið aflað og
Skipulagsstofnun hafði ekki tekið
ákvörðun um hvort framkvæmdin
þyrfti umhverfismat. Ákvörðun
Skipulagsstofnunar lá fyrir mánuði
síðar og Umhverfisstofnun veitti
leyfi fyrir framkvæmdinni í kjöl-
farið og framkvæmdir fóru aftur á
fullt skrið. Hótelið var svo opnað
1. júlí síðastliðinn. Sex dögum eftir
opnunina kvað Úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála upp
úrskurð sem ógilti ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar og stofnunin þarf því
að taka nýja ákvörðun um hvort
hótelið þurfi í umhverfismat.
Aðspurður segir Davíð Torfi Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Íslandshót-
ela, ansi skrítið að reka hótel undir
þessum kringumstæðum. „Við
fengum upphaflega langtímaleyfi
frá heilbrigðisnefndinni sem gilti
til 2022 en það var afturkallað þegar
úrskurðurinn kom núna í sumar og
nú erum við bara á þessu bráða-
birgðaleyfi á meðan við bíðum eftir
ákvörðun Skipulagsstofnunar.“ adal-
heidur@frettabladid.is
efNAhAGsmál Verðbólguálag hefur
hækkað skarpt það sem af er ágúst-
mánuði en gengi krónunnar hefur
veikst um fjögur prósent frá mán-
aðamótum. Þannig er verðbólgu-
álag til fjögurra ára nú 2,4 prósent
en var aðeins um tvö prósent fyrir
nokkrum dögum, að því er fram
kemur í nýju skuldabréfayfirliti
Capacent.
Sérfræðingar Capacent segja að
ekki þurfi fimm háskólagráður í
hagfræði til þess að sjá að verðbólg-
an muni fara vaxandi á næstu mán-
uðum ef gengi krónunnar styrkist
ekki aftur. Bent er á að kaupmenn
séu margir hverjir að huga að inn-
kaupum fyrir haustið en gengi krón-
unnar sé nú um þremur prósentum
veikara en það var að meðaltali á
fyrstu þremur mánuðum ársins
þegar kaupmenn voru að kaupa inn
fyrir sumarið.
Þumalputtareglan sé sú að tveir
þriðju gengisveikingar krónunnar
komi fram í verðlagi á næstu tólf
mánuðum. Samkvæmt því ætti
verðbólgan að verða um þrjú til
fjögur prósent næsta sumar. – kij
Verðbólguálag
hækkar skarpt
krónan hefur veikst um 4% í ágúst.
2,4%
er verðbólguálag til fjögurra
ára nú.
meNNiNG Einar Baldvin Árnason
teiknimyndagerðarmaður vinnur
nú að útgáfu skáldsögunnar The
Crawling King í samstarfi við Star-
burns Industries, framleiðendur
geysivinsælu teiknimyndaþáttanna
Rick and Morty.
Útgefendur safna nú fé til að fjár-
magna prentun The Crawling King
á Kickstarter en bókin er öll hand-
skrifuð og handteiknuð. Þegar
Fréttablaðið fór í prentun í gær hafði
tæp milljón króna safnast.
Að sögn Einars Baldvins er hug-
myndin að baki bókinni sú að hver
einasta síða líkist með því fornleifum
frá borginni sjálfri.
„Ég var búinn að vera að hugsa
lauslega um að gera teiknimynda-
seríu þar sem hver þáttur væri ein
hryllingssaga, ótengdar sögur en með
svipaða stemningu,“ segir Einar Bald-
vin. Hann hafði á þeim tíma verið
nýbúinn að gera teiknimyndina The
Pride of Strathmoor og sýnt þeim hjá
Starburns Industries myndina. Það
hafi vakið áhuga á frekara samstarfi.
„Við fórum síðan að spjalla um
hvernig væri hægt að tengja sögurnar
saman. Þetta voru sjónvarpsþátta-
handrit á þessu stigi, þrjár sögur
sem gerðust allar í nútímanum eða
að minnsta kosti í einhvers konar
óræðri nútíð. Ég fékk þá hugmynd
að endurskrifa þær þannig að þær
gerðust allar á sama stað, í gjöreyði-
lagðri miðaldaborg og þær myndu
fjalla um það sem gerðist fyrir og eftir
eyðilegginguna og þar af leiðandi
fullkomlega tengdar hver annarri.“
Á sama tíma var Starburns Indust-
ries að setja saman bókaútgáfudeild
innan fyrirtækisins og þótti full-
komið að breyta hugmyndinni í bók.
„Bókin er eins og handrita- og bréfa-
safn, þannig að fólk getur lesið um
borgina eins og um eiginlega heimild
sé að ræða,“
Einar Baldvin segir þó að í ljósi
þess að bókin sé handskrifuð standi
ekki til að þýða hana á íslensku, en
hún verður gefin út á ensku. „Það
er eiginlega ómögulegt, að minnsta
kosti án þess að missa vitið algjör-
lega.“ thorgnyr@frettabladid.is
Teiknimyndagerðarmaður gefur út bók
með framleiðendum Rick and Morty
Opna úr bókinni, the Crawling king. Mynd/Einar Baldvin
1 7 . á G ú s t 2 0 1 7 f i m m t U D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð
1
7
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
7
F
-A
6
9
4
1
D
7
F
-A
5
5
8
1
D
7
F
-A
4
1
C
1
D
7
F
-A
2
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
8
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K