Fréttablaðið - 17.08.2017, Page 18
í huga að mörg Kauphallarfélög,
til dæmis Hagar, N1, Skeljungur,
þjónusta ferðamenn með einum
eða öðrum hætti.
Þórir segir samkeppnina mikla á
markaðinum. „Fyrirtæki eru alltaf
að stækka og það er orðið algengara
að erlend fyrirtæki komi hingað
til lands. Ferðaþjónusta er landa-
mæralaus viðskipti og það er ekkert
náttúrulögmál að ferðamenn velji
Ísland fram yfir aðra áfangastaði,“
segir hann. Sameinað félag sé betur
í stakk búið til þess að takast á við
harðnandi alþjóðlega samkeppni
og markaðssetja Ísland á erlendum
mörkuðum.
Björgólfur Jóhannsson, for-
stjóri Icelandair Group, segir að
í ljósi mikillar samkeppni sé afar
mikilvægt að rekstrareiningar
séu hagkvæmar og að ferðaþjón-
ustufyrirtæki leiti allra leiða til að
straumlínulaga rekstur sinn. Grein-
endur hafa tekið undir þetta og lagt
áherslu á mikilvægi þess að fyrir-
tækin búi til stærri og hagkvæmari
rekstrareiningar til þess að bæta
megi arðsemi íslenskrar ferðaþjón-
ustu.
Þórir segir ferðaþjónustufyrir-
tæki hér á landi fremur lítil. Það
vanti stærri fyrirtæki sem hafi hag
af því að laða ferðamenn til lands-
ins. Líklegt sé að önnur fyrirtæki á
markaðinum horfi á næstu árum í
meira mæli til sameiningar.
kristinningi@frettabladid.is
Byggingafélag Gylfa og Gunnars
(BYGG) hagnaðist um 1.028 millj-
ónir króna í fyrra samkvæmt árs-
reikningi félagsins. Hagnaðurinn
jókst um 255 milljónir króna eða
33 prósent á milli ára. Sé litið til síð-
ustu fjögurra ára hefur hagnaðurinn
næstum nífaldast.
Rekstrartekjur félagsins jukust
um 35 prósent á milli ára og námu
10,7 milljörðum króna í fyrra. Á móti
námu rekstrargjöld 8,8 milljörðum
og jukust um 2,8 milljarða á milli ára.
Eignir BYGG námu 14,4 millj-
örðum króna í lok síðasta árs. Þar
af voru fasteignir félagsins metnar
á tæpa 4,8 milljarða króna í bókum
þess en virði þeirra var fært niður
um 132 milljónir á milli ára. Eigið
fé BYGG nam 3,0 milljörðum króna
í lok síðasta árs og var eiginfjárhlut-
fallið því 16,7 prósent borið saman
við 13,6 prósent í lok árs 2015. Þeir
Gunnar Þorláksson og Gylfi Ómar
Héðinsson eiga hvor um sig helm-
ingshlut í félaginu.
Meðalfjöldi starfsmanna BYGG
var 195 í fyrra en stöðugildi í lok árs
voru 200. Alls námu laun og launa-
tengd gjöld 1,9 milljörðum króna
í fyrra og hækkuðu þau um 360
milljónir á milli ára. Fram kemur í
ársreikningnum að laun forstjóra
og helstu stjórnenda félagsins hafi
samtals numið 186,9 milljónum
króna í fyrra. – kij
Gylfi og Gunnar högnuðust um milljarð
Byggingafélag Gylfa og Gunnars
hefur reist mörg hundruð íbúðir í
Lundi í Kópavogi. FréttaBLaðið/GVa
Til stendur að skrá sameinað félag
Iceland Travel og Gray Line á hluta-
bréfamarkað á næstu árum, að sögn
Þóris Garðarssonar, eins eigenda
Gray Line. Hann segir jákvætt ef
Íslendingar og hérlendir fagfjár-
festar fá tækifæri til þess að fjárfesta
í ferðaþjónustufyrirtæki. Dreifðara
eignarhald í ferðaþjónustu sé til
bóta.
Tilkynnt var um sameiningu
félaganna tveggja í síðustu viku.
Iceland Travel er ferðaskrifstofa
í eigu Icelandair Group, en starf-
semi hins félagsins, Allrahanda GL,
sem er leyfishafi Gray Line World-
wide á Íslandi, felst einkum í skipu-
lögðum dagsferðum og afþreyingu
fyrir ferðamenn. Viðskiptin eru háð
ýmsum fyrirvörum, svo sem sam-
þykki Samkeppniseftirlitsins og
niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.
Samanlögð velta félaganna
tveggja var um fimmtán milljarðar
króna í fyrra og er búist við að hún
verði um átján milljarðar í ár. Þórir
segir félagið þurfa að ná um tuttugu
milljarða veltu til þess að eiga erindi
á hlutabréfamarkað. „Markmiðið
er að félagið fari á markað fyrir lok
árs 2021,“ segir hann í samtali við
blaðið.
Lítið hefur verið um nýskrán-
ingar á aðalmarkað Kauphallar
Íslands undanfarin tvö ár. Í fyrra
var einungis eitt nýtt félag skráð,
Skeljungur, og árið 2015 voru þrjú
félög skráð, en það voru fasteigna-
félögin Reitir og Eik og fjarskipta-
félagið Síminn. Útlit er fyrir að eitt
félag komi inn á hlutabréfamarkað-
inn í ár, leigufélagið Heimavellir, en
skráning félagsins er fyrirhuguð á
síðasta fjórðungi ársins. Þá er stefnt
að skráningu Almenna leigufélags-
ins innan fáeinna ára.
Páll Harðarson, forstjóri Kaup-
hallarinnar, sagði í samtali við
Viðskiptablaðið fyrr í sumar að
auk Heimavalla væru þrjú félög að
skoða skráningu á markað.
Aðeins eitt ferðaþjónustufyrir-
tæki, Icelandair Group, er skráð
í Kauphöllina en þó ber að hafa
Iceland Travel stefnir á
markað á næstu árum
Fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn leita nú leiða til að sameinast og hagræða
til þess að mæta sterkari krónu og aukinni samkeppni. FréttaBLaðið/Pjetur
Stefnt er að því að skrá
sameinað félag Iceland
Travel og Gray Line á
hlutabréfamarkað á
næstu árum. Lítið hefur
verið um nýskráningar
á markaðinn undan-
farin ár. Aðeins eitt félag,
Skeljungur, var skráð í
Kauphöllina í fyrra og
einungis ein skráning er
fyrirhuguð á þessu ári.
Ferðaþjónusta er
landamæralaus
viðskipti og það er ekkert
náttúrulögmál að ferðamenn
velji Ísland fram yfir aðra
áfangastaði.
Þórir Garðarsson,
einn eigenda Gray
Line á Íslandi
18
milljarðar er velta sameinaðs
félags Iceland Travel og Gray
Line.
gæði – þekking – þjónusta
Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
HAKKAVÉLAR
Mikið úrval af hakkavélum
sem henta stórum
og smáum fyrirtækjum
BIÐRAÐAKERFI - FÆRIBÖND - DEIG- & RASPVÉL - BRÝNI
MÁLMLEITARTÆKI - ÁLEGGSHNÍFAR - FLUGNABANAR
HAMBORGARAVÉLAR - KJÖTSAGIR - ROÐFLETTIVÉLAR
FÁÐU TILBOÐ
Full búð af
nýjum vörum!
Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34
Síðan 1918
ára
Starfsmanna-
og munaskápar
www.rymi.is
markaðurInn
1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R18 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð
1
7
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
7
F
-7
5
3
4
1
D
7
F
-7
3
F
8
1
D
7
F
-7
2
B
C
1
D
7
F
-7
1
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K