Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.08.2017, Qupperneq 18
í huga að mörg Kauphallarfélög, til dæmis Hagar, N1, Skeljungur, þjónusta ferðamenn með einum eða öðrum hætti. Þórir segir samkeppnina mikla á markaðinum. „Fyrirtæki eru alltaf að stækka og það er orðið algengara að erlend fyrirtæki komi hingað til lands. Ferðaþjónusta er landa- mæralaus viðskipti og það er ekkert náttúrulögmál að ferðamenn velji Ísland fram yfir aðra áfangastaði,“ segir hann. Sameinað félag sé betur í stakk búið til þess að takast á við harðnandi alþjóðlega samkeppni og markaðssetja Ísland á erlendum mörkuðum. Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Icelandair Group, segir að í ljósi mikillar samkeppni sé afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að ferðaþjón- ustufyrirtæki leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Grein- endur hafa tekið undir þetta og lagt áherslu á mikilvægi þess að fyrir- tækin búi til stærri og hagkvæmari rekstrareiningar til þess að bæta megi arðsemi íslenskrar ferðaþjón- ustu. Þórir segir ferðaþjónustufyrir- tæki hér á landi fremur lítil. Það vanti stærri fyrirtæki sem hafi hag af því að laða ferðamenn til lands- ins. Líklegt sé að önnur fyrirtæki á markaðinum horfi á næstu árum í meira mæli til sameiningar. kristinningi@frettabladid.is Byggingafélag Gylfa og Gunnars (BYGG) hagnaðist um 1.028 millj- ónir króna í fyrra samkvæmt árs- reikningi félagsins. Hagnaðurinn jókst um 255 milljónir króna eða 33 prósent á milli ára. Sé litið til síð- ustu fjögurra ára hefur hagnaðurinn næstum nífaldast. Rekstrartekjur félagsins jukust um 35 prósent á milli ára og námu 10,7 milljörðum króna í fyrra. Á móti námu rekstrargjöld 8,8 milljörðum og jukust um 2,8 milljarða á milli ára. Eignir BYGG námu 14,4 millj- örðum króna í lok síðasta árs. Þar af voru fasteignir félagsins metnar á tæpa 4,8 milljarða króna í bókum þess en virði þeirra var fært niður um 132 milljónir á milli ára. Eigið fé BYGG nam 3,0 milljörðum króna í lok síðasta árs og var eiginfjárhlut- fallið því 16,7 prósent borið saman við 13,6 prósent í lok árs 2015. Þeir Gunnar Þorláksson og Gylfi Ómar Héðinsson eiga hvor um sig helm- ingshlut í félaginu. Meðalfjöldi starfsmanna BYGG var 195 í fyrra en stöðugildi í lok árs voru 200. Alls námu laun og launa- tengd gjöld 1,9 milljörðum króna í fyrra og hækkuðu þau um 360 milljónir á milli ára. Fram kemur í ársreikningnum að laun forstjóra og helstu stjórnenda félagsins hafi samtals numið 186,9 milljónum króna í fyrra. – kij Gylfi og Gunnar högnuðust um milljarð Byggingafélag Gylfa og Gunnars hefur reist mörg hundruð íbúðir í Lundi í Kópavogi. FréttaBLaðið/GVa Til stendur að skrá sameinað félag Iceland Travel og Gray Line á hluta- bréfamarkað á næstu árum, að sögn Þóris Garðarssonar, eins eigenda Gray Line. Hann segir jákvætt ef Íslendingar og hérlendir fagfjár- festar fá tækifæri til þess að fjárfesta í ferðaþjónustufyrirtæki. Dreifðara eignarhald í ferðaþjónustu sé til bóta. Tilkynnt var um sameiningu félaganna tveggja í síðustu viku. Iceland Travel er ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group, en starf- semi hins félagsins, Allrahanda GL, sem er leyfishafi Gray Line World- wide á Íslandi, felst einkum í skipu- lögðum dagsferðum og afþreyingu fyrir ferðamenn. Viðskiptin eru háð ýmsum fyrirvörum, svo sem sam- þykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Samanlögð velta félaganna tveggja var um fimmtán milljarðar króna í fyrra og er búist við að hún verði um átján milljarðar í ár. Þórir segir félagið þurfa að ná um tuttugu milljarða veltu til þess að eiga erindi á hlutabréfamarkað. „Markmiðið er að félagið fari á markað fyrir lok árs 2021,“ segir hann í samtali við blaðið. Lítið hefur verið um nýskrán- ingar á aðalmarkað Kauphallar Íslands undanfarin tvö ár. Í fyrra var einungis eitt nýtt félag skráð, Skeljungur, og árið 2015 voru þrjú félög skráð, en það voru fasteigna- félögin Reitir og Eik og fjarskipta- félagið Síminn. Útlit er fyrir að eitt félag komi inn á hlutabréfamarkað- inn í ár, leigufélagið Heimavellir, en skráning félagsins er fyrirhuguð á síðasta fjórðungi ársins. Þá er stefnt að skráningu Almenna leigufélags- ins innan fáeinna ára. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið fyrr í sumar að auk Heimavalla væru þrjú félög að skoða skráningu á markað. Aðeins eitt ferðaþjónustufyrir- tæki, Icelandair Group, er skráð í Kauphöllina en þó ber að hafa Iceland Travel stefnir á markað á næstu árum Fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn leita nú leiða til að sameinast og hagræða til þess að mæta sterkari krónu og aukinni samkeppni. FréttaBLaðið/Pjetur Stefnt er að því að skrá sameinað félag Iceland Travel og Gray Line á hlutabréfamarkað á næstu árum. Lítið hefur verið um nýskráningar á markaðinn undan- farin ár. Aðeins eitt félag, Skeljungur, var skráð í Kauphöllina í fyrra og einungis ein skráning er fyrirhuguð á þessu ári. Ferðaþjónusta er landamæralaus viðskipti og það er ekkert náttúrulögmál að ferðamenn velji Ísland fram yfir aðra áfangastaði. Þórir Garðarsson, einn eigenda Gray Line á Íslandi 18 milljarðar er velta sameinaðs félags Iceland Travel og Gray Line. gæði – þekking – þjónusta Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is HAKKAVÉLAR Mikið úrval af hakkavélum sem henta stórum og smáum fyrirtækjum BIÐRAÐAKERFI - FÆRIBÖND - DEIG- & RASPVÉL - BRÝNI MÁLMLEITARTÆKI - ÁLEGGSHNÍFAR - FLUGNABANAR HAMBORGARAVÉLAR - KJÖTSAGIR - ROÐFLETTIVÉLAR FÁÐU TILBOÐ Full búð af nýjum vörum! Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34 Síðan 1918 ára Starfsmanna- og munaskápar www.rymi.is markaðurInn 1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R18 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 F -7 5 3 4 1 D 7 F -7 3 F 8 1 D 7 F -7 2 B C 1 D 7 F -7 1 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.