Fréttablaðið - 17.08.2017, Side 24

Fréttablaðið - 17.08.2017, Side 24
Engin breyting mun verða á lífskjörum þeirra sem minna mega sín fyrr en stjórnvöld temja sér hugafarsbreytingu og raunsæi. Litlu sem engu skipta póli­ tískar skoðanir þar sem of margir telja að aðhald og sparnaður skuli liggja annars staðar en í eigin gælu­ verkefnum og hugsjónum. Þúsundir hafa vart til hnífs og skeiðar eða geta búið við eðlilegar og mannsæmandi heimilisaðstæður og allt of margir eiga nánast hvergi samastað eða væntingar um betra líf vegna mis­ skiptingar. Samfélagið lætur stjórnast af að byggja flísalagðar hallir og annað skrum og lætur sig engu varða sam­ félagslega ábyrgð. Milljörðum er mokað í sérhagsmunapot og gælu­ verkefni á sama tíma og heilbrigðis­ kerfið er í molum og öldruðum og fleirum er stíað í sundur vegna fjár­ skorts og húsnæðisvandræða. Nýgerður stjórnarsáttmáli var orðaður undir þeim formerkjum að hjálpa þeim efnaminni að eignast eða leigja íbúðir á viðráðanlegu verði, sem er gamalkunnugt stef og hjákátlegt. Á sama tíma á að fara í stærstu framkvæmd Íslandssögunn­ ar og ráðast í byggingu á nýju þjóðar­ sjúkrahúsi sem er þensluhvetjandi og illa skipulagt. Stjórnvöld eru með innantóm lof­ orð um að á næstu árum muni rísa ódýrari og minni íbúðir fyrir þá efna­ minni án þess að mikið sé viðhaft til breytingar. Margt bendir til að verð á litlum íbúðum muni hækka enn frekar vegna mikillar eftir spurnar, þenslu og hversu neyðin er mikil, ekki er óvarlegt að ætla að 30 til 50 fermetra stúdíóíbúðir muni kosta yfir 35 milljónir. Meðan fasteigna­ verð ræðst af eftirspurn munu bygg­ ingarverktakar eðlilega ekki afsala sér þeim ábata, þó svo að búið sé að gefa væntingar um ódýrt húsnæði fyrir þá sem hafa minna milli hand­ anna. Engu mun skipta þó svo að slegið hafi verið af ýmsum kröfum gagnvart byggingarreglugerðum til sparnaðar, markaðsvirðið mun verða ofan á. Síðustu 38 ár er búið að vera viðvarandi ójafnvægi á bygginga­ markaðinum þar sem skuldir og fasteignaverð sveiflast upp og niður með tilheyrandi gjaldþrotum og eignaupptöku. Engan veginn getur talist eðlilegt að það sé nánast eins og rússnesk rúlletta fyrir þá efna­ minni að kaupa sér húsnæði. Skuld­ ugur almenningur var settur á guð og gaddinn til að bankar ásamt lána­ og vogunarsjóðum gætu hámarkað arðsemi sína í boði stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa að fara að átta sig á að þeim ber að vera ábyrg og skapa stöðugleika ásamt vitrænu vaxta­ og viðskiptaumhverfi. Uppsafnaður vandi þeirra sem vantar húsnæði á viðráðanlegu verði verður ekki leystur öðruvísi en ríki, borg og sveitarfélög komi að með festu og skilmerkilegum hætti ásamt lífeyrissjóðum og verkalýðs­ félögum. Það þarf að beita sértækum og beittum aðgerðum til að uppræta húsnæðisvanda, núverandi ástand mun aðeins ýta enn frekar undir öryrkjavæðingu og upplausn ásamt því að verða samfélaginu sífellt dýrara. Eðlilegast er að leita út fyrir land­ steinana og fá byggingarverktaka og annað vinnuafl vegna þenslu til að reisa einföld og ódýr hús með veru­ legum kvöðum, t.d. tekjutengt sem félagslegt húsnæði og ekki fram­ seljanlegt, til að fyrirbyggja brask. Það hlýtur að vera komið nóg af innantómu hjali og úrræðaleysi. Ef það er hægt að byggja húsnæði á landsbyggðinni með allt að helmingi minni kostnaði en á höfuðborgar­ svæðinu, þá ætti að vera hægt að gera enn betur með framangreind­ um hætti. Einnig þarf að stöðva 15 til 20 milljóna lóða­ og arkitekta­ kostnað. Það er neyðarástand hjá þúsundum manna og kominn tími til að láta verkin tala með mark­ vissum hætti. Stjórnvöld rangtúlka skuldir heimilanna sem eru síst minni núna væri horft framhjá fasteignaverði sem hefur skrúfast upp ótæpilega. Þúsundir eiga lítið sem ekkert í hús­ næði sínu, ekki síst þeir sem hafa keypt á uppsprengdu verði í örvænt­ ingu sinni og fjármagnað jafnvel útborgun með óhagstæðum lánum. Verulegar líkur eru á að margir gangi aftur í gegnum sömu holskefluna (2007) og missi húsnæðið þegar fer að hrikta í vegna óstöðugs gjald­ miðils og aðrar efnahagsþrengingar steðja að. Landsbanki Íslands er búinn að vera í fararbroddi sem eitt stærsta ræningjabæli landsins í boði stjórn­ valda, tugþúsundir heimila hafa fengið að gjalda með eignaupptöku og öðrum hörmungum og væntan­ lega verður engin breyting þar á. Engu virðist skipta þótt bankinn sé orðinn ríkisbanki. Í flestum sið­ menntuðum ríkjum leggja banka­ stofnanir sig fram um að vinna með viðskiptavinum sínum þegar erfið­ leikar steðja að en því er þveröfugt farið í íslenskri bankasýslu. Ótíndir þjófar og önnur hryðjuverkaógn mun steðja að landsmönnum meðan óhindruð sjálftaka úr sameiginlegum fjárhirslum ríkissjóðs og ríkisbanka fær að viðgangast í boði veruleika­ firrtra stjórnvalda. Stjórnmálaflokkum má helst líkja við glæpaklíkur og mafíur sem svífast einskis til að hygla sér og sínum á kostnað skattborgara. Alltof margir gera sér ekki grein fyrir hversu landið var djúpt sokkið í skuldafen þar sem óraunhæf uppbygging fékk og fær að viðgangast af óábyrgum stjórn­ völdum og er síðan kölluð góðæri. Meðan stjórnvöld ríghalda í hand­ ónýta mynt munu þúsundir eiga eftir að missa heimili sín og lífshamingju vegna óstöðugrar krónu ásamt því að margir fara óvarlega. Þúsundir milljarða hafa verið afskrifaðar og ekki sjálfgefið að svo verði aftur, ferðamaðurinn mun tæplega láta ræna sig um aldur og ævi til að rétta af ríkissjóð. Stjórn­ völd ættu að íhuga að verði haldið áfram á sömu braut verða bankarnir lítils virði og lítið þangað að sækja til að borga ríkishalla og rányrkju. Eigi að afstýra stórfelldum landflótta er helsta von Íslendinga að landsmenn vakni og fari að axla ábyrgð. Stjórnvöld verða að fara að gera sér grein fyrir hvaða glæp þau eru að fremja gagnvart þúsundum fjöl­ skyldna sem eru í upplausn og allar vonir brostnar, til að hægt sé að skapa sér og sínum heimili. Allt of mörgum eru fyrirmunað að sjá mis­ skiptingu og eigin græðgi, stjórn­ málamenn eru þar í fararbroddi enda hugsjónir litlar nema þá helst þegar endurnýja skal umboð til að viðhalda nýjum kosningaloforðum. Stjórnsýsla fari að axla ábyrgð og sýna siðferði Samfélagið lætur stjórnast af að byggja flísalagðar hallir og annað skrum og lætur sig engu varða samfélags- lega ábyrgð. Milljörðum er mokað í sérhagsmunapot og gæluverkefni á sama tíma og heilbrigðiskerfið er í molum og öldruðum og fleirum er stíað í sundur vegna fjár- skorts og húsnæðisvandræða. Vilhelm Jónsson Þegar menn ganga erinda fyrir þá sem gerst hafa sekir um hræðilegustu glæpi gagnvart varnarlausum, er þeim ekki endi­ lega annt um brotamanninn. Og það er ekki endilega víst að þeim sem greiða götu brotamannsins sé illa við fórnarlömb hans. Fleira kemur til. Góður kunningi minn úr grunn­ skóla átti talsvert safn af vínylplöt­ um. Föður hans, sem lagði stund á viðskipti og var athafnamaður með góð sambönd, fannst koma til álita að sonurinn seldi aðgengi að safninu og yrði sér úti um aur. Það varð til þess að kunningi minn byrjaði að halda skipulagða skrá um plötusafn­ ið. Föður hans gekk gott eitt til og það sama má segja um kunningjann, hann er góður maður og hefur látið gott af sér leiða. Umrætt utanum­ hald kunningja míns varð til þess að aðgengi okkar hinna að plötusafninu varð betra og ýtti undir áhuga á að skoða málið nánar, og gott ef hann seldi ekki eina og eina vínylplötu til vel valinna og færði til bókar sam­ kvæmt skránni góðu. Umrætt rifjaðist upp fyrir greinar­ höfundi þegar það bar til tíðinda fyrir skemmstu að dæmdur maður fékk uppreist æru. Margir vel mæltir og ráðsettir aðilar greiddu götuna varðandi fyrrgreint málefni, og gengu helst til vasklega fram að mati margra, sé tekið mið af umfangi og eðli brotanna, en það kann að vera á misskilningi byggt. Og ekki má gera lítið úr því að eiga afturkvæmt í þjóð­ félagið að lokinni afplánun refsingar. Nokkur leynd hvílir yfir umræddu ferli enn sem komið er, sem er vissu­ lega bagalegt. Greinarhöfundur telur víst að gamli kunninginn eigi ekkert sameiginlegt með þeim er í hlut átti, nema hvatann til að halda skrá um tiltekin atriði og auðvelda aðgengi sitt og yfirsýn yfir efnið. Sumt er bersýnilega óþarft að halda skrá um. Í sumum tilfellum blasir við að hvatar skipulagðrar starf­ semi og sölumennsku búa að baki skráningu upplýsinga og skugga­ hliðar sölumennskunnar geta tekið á sig óhugnanlegar myndir. Plató sagði að gjaldið sem góðir menn greiða fyrir skeytingarleysi sitt sé að vera stjórnað af vondum mönnum, og það má til sanns vegar færa. Sam­ einumst til góðra verka og tökum höndum saman um að hafna spill­ ingu í okkar þjóðfélagi. Hlúa þarf að þeim sem um sárt eiga að binda og víst er að margur þarf að bæta ráð sitt. Um uppreist æru Gunnar Árnason starfar við arkitektúr Töluverð umræða hefur nú í sumar orðið á vettvangi fjölmiðla um fyrirhugaða fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur og er áhugi fólks á verkefninu eðlilegur í ljósi stærðar framkvæmdarinnar og þess hve miklu máli hún skiptir fyrir íslenskt samfélag. Sitt sýnist hverjum og hefur umræðan mestan part verið mál­ efnaleg og uppbyggileg. Nokkrir hafa þó stungið niður penna til að mótmæla þessari fyrirhuguðu fram­ kvæmd út frá meintum forsendum, fyrirframgefnum skoðunum eða niðurstöðu. Slíkt gefur tilefni til að draga fram nokkur lykilatriði varðandi fluglestina fyrir þá sem hafa áhuga á málefnalegri umræðu um verkefnið: 1. Fluglestin er hrein einkafram­ kvæmd og er ekki kostuð eða styrkt af hinu opinbera. Ekki hefur verið óskað eftir ríkisábyrgðum til verk­ efnisins, öfugt við t.a.m. Vaðla­ heiðargöng. 2. Fluglestinni má ekki rugla saman við Borgarlínu, sem er opin­ ber framkvæmd á vegum sveitar­ félaga á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er hins vegar að þessi tvö samgöngukerfi hafi góða tengi­ punkta og styðji þannig hvort við annað. 3. Gert er ráð fyrir að 70­80% tekna fluglestarinnar komi frá erlendum ferðamönnum á leið milli flugvallarins og höfuðborgar­ svæðisins og að fjármögnun verk­ efnisins endurspegli þetta, þ.e. verkefnið verði að langmestu leyti fjármagnað erlendis. Fjármagn til verkefnisins verður því hrein við­ bót við þær opinberu framkvæmdir í samgöngumálum sem fyrirhug­ aðar eru næsta áratuginn og skerða ekki opinber framlög til þess mála­ flokks. 4. Samfélagslegur ábati af flug­ lestinni var árið 2014, út frá þáver­ andi forsendum um fjölda ferða­ manna, áætlaður 40­60 milljarðar króna. Lestin myndi draga veru­ lega úr kolefnislosun í samgöngum miðað við núverandi stöðu þeirra og minnka umferðarálag á Reykja­ nesbraut og höfuðborgarsvæðinu á leiðinni Hafnarfjörður – miðborg. 5. Miðaverð tekur mið af því sem þekkist í sambærilegum verkefnum í nágrannalöndum okkar s.s. í Ósló (Flytoget), Stokkhólmi (Arlanda Express) og London (Heathrow Express og Gatwick Express) og verður u.þ.b. tvöfalt á við far með rútu. Ferðatíminn mun verða innan við 20 mínútur. 6. Áætlanir þróunarfélagsins um fjölgun ferðamanna eru varfærnar. Við gerum ráð fyrir að verulega dragi úr fjölgun þeirra strax á næsta ári og að langtímavöxtur verði sambærilegur við það sem spáð er almennt í aljóðlegu farþegaflugi. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að fluglestin verði með um 30% mark­ aðshlutdeild meðal flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli. 7. Sá samningur sem Fluglestin – þróunarfélag hefur gert við þau sveitarfélög sem í hlut eiga fjallar um samstarf í skipulagsmálum. Þegar hafa Reykjavíkurborg, Garða­ bær, Sveitafélagið Vogar, Reykja­ nesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær samþykkt slíkan samning og bíður hann nú afgreiðslu í Kópavogi og Hafnar­ firði. Mikil samstaða hefur verið innan þeirra sveitarstjórna sem þegar hafa afgreitt samninginn um afgreiðslu hans, enda bera sveitar­ félögin ekki kostnað af þeirri þró­ unar­, rannsóknar­ og skipulags­ vinnu sem framundan er, heldur þróunarfélagið. Sveitarfélögin bera ekki áhættu eða kostnað af verk­ efninu, hvorki undirbúningi þess, framkvæmd né rekstri. 8. Framganga verkefnisins mun hins vegar ráðast af tiltrú fjárfesta á því, fyrst og fremst alþjóðlegra. Í þeim efnum má m.a. vísa til við­ tals Viðskiptablaðsins frá í fyrra við Cristian Popa, aðstoðarbankastjóra Evrópska fjárfestingarbankans en þar segir: „Ég held að hraðlest sé lykilatriði með hliðsjón af umfangi ferðaþjónustunnar á Íslandi … Hann bætir við að hann telji að hagkerfið geti ráðið mun betur við vöxtinn í ferðaþjónustunni þegar hraðlestin er komin í gagnið.“ Ég vona að ofangreindar upp­ lýsingar séu til þess fallnar að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta stóra verkefni sem eðlilegt er að sé umdeilt. Slíkt þekkja menn frá því Hvalfjarðargöngin voru gerð og væri sumum þeirra sem stungið hafa niður penna um fluglestina hollt að spegla sig og viðhorf sín í orðum þeirra sem á sínum tíma voru sem mest á móti göngunum. Um fluglest Runólfur Ágústsson framkvæmda- stjóri Fluglestar- innar – þróunar- félags Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagst gegn áformum um laxeldi í Viðfirði og Hellis­ firði, vilja varðveita friðsæld þeirra og náttúrlegt yfirbragð. Því ber að fagna. En af hverju má fórna þeim gæðum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði þar sem friðsæld og náttúrfegurð er ekki síðri – og ein­ mitt þar sem fólkið býr og nýtur innilega alla daga? Í Noregi hafa allar nýfjárfestingar í laxeldi með opnum sjókvíum verið bannaðar. Sú tækni er nú talin úrelt vegna hrikalegrar reynslu fyrir líf­ ríkið. Þess vegna sækja norsku eldisrisarnir til Íslands þar sem þeim hefur verið talin trú um að flest sé leyfilegt, eftirlitið viðráðan­ legt og fá sjóinn auk þess ókeypis til afnota, en þurfa að borga offjár fyrir í Noregi. Svo krefjast nokkrir sveitarstjórnarmenn á íslenskum eldissvæðum af ráðherrum, að eldis risarnir megi fara sínu fram hér á landi. Ekki á Austfjörðum, þar sem efasemdir vakna eins og birtist í fyrirvara bæjarstjórnar Fjarða­ byggðar. En betur má ef duga skal. Flestir sjá að opið sjókvíaeldi með innfluttum stofnum er tímaskekkja. Nú er öllu nýju eldi víðast hvar stefnt í lokaðar kvíar eða uppi á landi. Ef áform norsku eldisrisanna um 190 þúsund tonna eldi í opnum sjókvíum ná fram að ganga, þá yrði Ísland að athlægi um víða veröld í umhverfismálum. Náttúruauðlindir íslenskra fjarða og villtir laxastofnar eru einstök gæði sem eldið skaðar og verða hvorki endurheimt né metin til fjár. Norðmenn og fleiri þjóðir súpa seyðið af þeirri reynslu og grípa nú til örþrifaráða. Laxeldi á Íslandi er líka samfelld hrakfalla­ saga. Fiskur sleppur úr kvíum, líka þessum sem eldismenn segja nýjar og fullkomnar, lúsin og sjúkdómar herja, hitastig og sjólag í sveiflum. Hverjir bera ábyrgð á tjóninu þegar spilaborgir laxeldis falla? Fólkið í sveitarfélögunum á eldissvæðum? Ekki norsku eldisrisarnir. Þeim er ekki gert að bera neina ábyrgð á því. En heimta gróðann á meðan varir. Dýr ábyrgð Gunnlaugur Stefánsson Heydölum 1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R24 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 F -B 0 7 4 1 D 7 F -A F 3 8 1 D 7 F -A D F C 1 D 7 F -A C C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.