Fréttablaðið - 17.08.2017, Side 36
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
„Ég var gífurlega
ánægð þegar
hönnuðurinn
Togga byrjaði að
búa til höfuð-
bönd sem eru
einstaklega
falleg, hand-
hnýtt með
perlum. Ég á
nokkur svoleiðis
og finnst þau öll
æðisleg,“ segir
Rebekka Sif.
FRÉTTABlAðIð/
lAUFEy ElÍAS-
dÓTTIR
Stórir eyrnalokkar og töff höfuðbönd eru nauðsynleg á sviði. Eyrnalokkana fær Rebekka víða en höfuðböndin helst hjá Toggu. FRÉTTABlAðIð/lAUFEy ElÍASdÓTTIR
Hvernig föt kaupir þú oftast?
Ég kaupi mest kjóla og fleiri
kjóla! Ég á við kjólavandamál að
stríða, er mjög hrifin af litríkum
kjólum, helst bleikum eða með
einhverju flottu munstri.
Hvar kaupir þú föt?
Ég er mjög hrifin af Urban Out-
fitters, H&M klikkar auðvitað
ekki, en svo finnst mér gaman að
ramba inn í alls konar búðir og
finna mér flík sem talar til mín.
Finnst þér gaman að klæða þig
upp á/vera í skemmtilegum fötum?
Mér finnst rosalega notalegt að
gera mig til fyrir tónleika eða gigg
þar sem ég nota þann tíma til að
róa mig niður og undirbúa mig.
Það er reyndar ekkert sérstaklega
róandi að róta í skápnum í leit að
rétta kjólnum eða fínum kimonó
sem hefur horfið inn í fatahafið. Ég
þarf virkilega á svona fatastöng að
halda, en því miður er ekkert pláss
fyrir svoleiðis í litlu stúdíóíbúð-
inni minni.
Hver er uppáhaldsflíkin þín?
Uppáhaldsflíkin mín síðasta
árið hefur verið bleiki bomberja-
kkinn minn sem ég keypti í H&M
í Róm síðasta sumar. Hann er svo
þægilegur og ég get nánast notað
hann allt árið þar sem hann er
frekar þykkur. Ég er líka orðin
gjörsamlega háð kimonóum en
þeir fara við allt! Gera öll dress
skemmtilegri.
Ertu veik fyrir aukahlutum?
Ég er veik fyrir höfuðböndum
og stórum áberandi eyrnalokkum.
Þetta eru svo flottir fylgihlutir til
að hafa á sviði. Það er hins vegar
erfiðara að finna flott höfuðbönd,
en ég var gífurlega ánægð þegar
hönnuðurinn Togga byrjaði að
búa til höfuðbönd sem eru ein-
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is
Fjölskylda mín
hefur gert grín
að því í gegnum árin
þegar það kviknaði óvart
í fatahrúgunni minni inni
í herbergi.
Rebekka Sif Stefánsdóttir
staklega falleg, handhnýtt með
perlum. Ég á nokkur svoleiðis og
finnst þau öll æðisleg.
Hvað kaupirðu þótt þú eigir nóg
af því?
Bleika og rauða varaliti. Ég
sannfæri mig alltaf um að ég eigi
ekki alveg nákvæmlega „þennan“
bleika eða rauða lit.
Einhver skemmtileg saga sem
tengist fatakaupum?
Fjölskylda mín hefur gert grín
að því í gegnum árin þegar það
kviknaði óvart í fatahrúgunni
minni inni í herbergi. Ég var örugg-
lega 13 eða 14 ára og algjör leti-
haugur þegar kom að því að ganga
frá fötunum mínum. Fjölskyldan
hélt því fram að ég hefði gert þetta
viljandi til að fá ný föt, en auðvitað
var þetta slys vegna ónýts lampa
sem lá á gólfinu við fatahrúguna.
Sem betur fer uppgötvaðist þetta
fljótt og allt fór vel, en ég varð samt
að henda þó nokkrum flíkum.
Hvað er á döfinni hjá þér núna?
Ég er að gefa út mína fyrstu
plötu í næstu viku! Hún heitir
Wondering og inniheldur ellefu
frumsamin lög. Ég verð með
útgáfutónleika á Rosenberg í kvöld
kl. 21.30 og er búin að vera á fullu
að undirbúa þá. Svo er ég á leið til
Gautaborgar í söngkennaranám í
haust. Þannig að það er alveg nóg
að gera!
Það er hægt að fylgjast með
Rebekku Sif á www.facebook.com/
rebekkasifmusic og www.rebekka-
sif.com.
Hágæða amerísk heilsurúm
sem auðvelt er að elska
Sofðu rótt í alla nótt
2 KyNNINGARBlAð FÓlK 1 7 . ÁG Ú S T 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
1
7
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
7
F
-C
E
1
4
1
D
7
F
-C
C
D
8
1
D
7
F
-C
B
9
C
1
D
7
F
-C
A
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K