Fréttablaðið - 17.08.2017, Page 38

Fréttablaðið - 17.08.2017, Page 38
Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er uppáhaldsleik- maður Andra Rúnars og að sjálfsögðu á hann treyjuna hans. Þegar ég er ekki á fótboltavellinum spila ég helst körfubolta og golf auk þess sem ég safn NBA-treyjum. Starri Freyr Jónsson starri@365.is „Safnið er bara rétt að byrja og vonandi verður það orðið almennilegt eftir nokkur ár,“ segir markaskorarinn Andri Rúnar Bjarnason um NBA-treyjusafnið sitt. MYNDIR/LAUFEY ELÍASDÓTTIR Bolvíski knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur slegið í gegn í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar. Andri Rúnar er markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk þegar þessi orð eru rituð og lið hans, nýliðar Grindavíkur, er í fjórða sæti deildarinnar en liðinu var spáð falli í vor í spá forráðamanna félaganna. Andri Rúnar segist eingöngu hafa klæðst hettupeysum og íþróttafötum þegar hann var yngri en þroskast úr því með tímanum. „Svo hefur kærastan mín rosalega mikinn áhuga á tísku þannig að hún er aðeins búin að smita frá sér. Ég er þannig séð ekki með neinn ákveðinn stíl, það fer allt eftir því hvernig ég vakna á morgnana. Það getur verið frá skyrtu og gallabux- um yfir í hettupeysu og derhúfu.“ Utan fótboltans er Andri Rúnar tæknimaður hjá fjarskiptafyrir- tækinu Hringdu og hefur gaman af öllum íþróttum. „Þegar ég er ekki á fótboltavellinum spila ég helst körfubolta og golf auk þess sem ég safna NBA-treyjum. Ég hef einnig mikinn áhuga á kvikmyndum.“ Seinni umferð Pepsi-deildar hófst fyrir stuttu síðan og vonast Andri Rúnar eftir góðu gengi sinna manna. „Við höfum ekki byrjað seinni umferðina nógu vel. Við sýndum þó hvað við getum gert í fyrri umferðinni svo ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta haldið áfram að safna stigum.“ Hvernig fylgist þú með tískunni? Ég er ekkert rosalega virkur en ég fylgist aðeins með í gegnum Instagram. Svo skoðar maður hvað fræga fólkið er að gera. Sólon Örn, vinnufélagi minn, er alltaf að sýna mér töff hluti í vinnunni. Það er þægilegt að vera með persónulegan tískuráðgjafa á hliðarlínunni. Áttu þér uppáhaldsverslanir? Foot Locker og H Verslun á Íslandi. Ég er mikill Nike-maður. Áttu uppáhaldsflík? Nike Flyk- nit Airmax Oreo, Nike Mercurial Superfly og Kobe 6 skórnir mínir eru allir í uppáhaldi. Hvers vegna byrjaðir þú að safna NBA-treyjum? Ég fylgist mikið með NBA-deildinni og ákvað að byrja að kaupa mér treyjur þegar ég byrjaði að sækja NBA-leiki. Safnið er bara rétt Kærastan hefur áhrif á fatastílinn Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta safn- ar NBA-treyjum. Hann segist ekki hafa neinn fatastíl held- ur klæða sig eftir því hvernig hann vaknar á morgnana. að byrja og vonandi verður það orðið almennilegt eftir nokkur ár. Golden State Warriors er uppá- haldsliðið mitt og leikmaður þess, Stephen Curry, er uppáhalds- leikmaðurinn minn. Fjórar af treyjunum eru hér í bænum en afgangurinn heima í Bolungarvík. Bestu og verstu fatakaupin? Ég á nokkur jakkaföt og slatta af skyrtum sem ég verð að setja sem mín bestu fatakaup. Ég er búinn að kaupa ansi margar skrautlegar golfflíkur í gegnum tíðina sem ég set í þau verstu. Notar þú fylgihluti? Ég er mjög oft með derhúfu og geng stundum með úr. Hvað er fram undan hjá þér í lífinu, utan fótboltans? Ég er voða lítið að hugsa um framhaldið. Ætli næsta mál á dagskrá sé ekki bara að ná forgjöfinni niður fyrir 10. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kr. 9.900.- Str. S-XXL Litir: dökkblátt og svart Verðhrun á útsöluvörum aðeins 5 verð: 1000 - 5000.- Flottur jakki Fa rv i.i s // 0 81 7 KRINGLUNNI | 588 2300 SKYRTA 5.995 Tveir litir Ertu söngfugl? Nýstofnaður kvennakór auglýsir eftir áhugasömum kórkonum. Fyrsta verkefni kórsins er þátttaka í árlegum jólatónleikum, til styrktar Landspítala Háskólasjúkrahúsi, sem fyrihugaðir eru í byrjun desember. Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík, þar sem kórinn kemur fram ásamt einvala liði einsöngvara og hljómsveit. Til að byrja með er um tímabundið verkefni að ræða en með möguleika á áframhaldandi starfi. Æfingar verða í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöldum undir stjórn Lilju Eggertsdóttur og gert er ráð fyrir að æfingar taki u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Raddprufur verða miðvikudaginn 30. ágúst. Áhugasamar hafi samband í gegnum netfangið: korconcordia@gmail.com korconcordia 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . ÁG ú S T 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 F -C 9 2 4 1 D 7 F -C 7 E 8 1 D 7 F -C 6 A C 1 D 7 F -C 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.