Fréttablaðið - 17.08.2017, Qupperneq 56
körfubolti „Ég er hvorki tilbúinn
til að hætta að dæma né þjálfa
þannig að þetta er frekar erfið
staða,“ segir Jón Guðmundsson
körfuboltadómari, sem einnig er
yngriflokkaþjálfari hjá Keflavík.
Eftir að hafa þjálfað í 33 ár og
dæmt í 15 er komið að því að hann
verður að velja á milli. Körfuknatt-
leikssamband Íslands, KKÍ, hefur
gefið það út að dómarar megi ekki
lengur þjálfa samhliða dómgæsl-
unni.
Ekki setja dómara í erfiða stöðu
„Þessi ákvörðun er almenns eðlis
og snýr að því að dómarar séu ekki
settir í þá stöðu að þurfa að dæma
leiki með félaga sínum sem þeir
hafa dæmt hjá, stundum kvöldið
áður eða seinna auk þess sem slíkt
kann að þykja ósanngjarnt gagnvart
þriðja aðila,“ segir meðal annars í
yfirlýsingu KKÍ um málið.
Þar segir einnig að þessi regla hafi
verið við lýði undanfarin ár en und-
anþágur hafi verið veittar. Nú hafi
aftur á móti verið ákveðið að fylgja
reglunni eftir til hins ítrasta.
„Í samtölum við fulltrúa FIBA kom
skýrt fram að önnur sjónarmið, hver
sem þau kunni að vera, vegi ekki
þyngra en þau að allur vafi um hlut-
leysi eða vanhæfi geti aldrei verið
vefengd,“ segir líka í yfirlýsingu KKÍ.
Er í algjörri óvissu
Jón getur legið undir feldi í um
hálfan mánuð áður en hann tekur
ákvörðun um hvað hann ætlar sér
að gera næsta vetur; dæma eða
þjálfa.
„Það er ekkert leyndarmál að mér
þykir það vera fúlt að þessi staða sé
komin upp. Ég fer fram og til baka
með ákvörðunina og núna er ég í
algjörri óvissu. Þetta hefur gengið
upp hjá mér í öll þessi ár því Keflvík-
ingar hafa verið mjög sveigjanlegir
þegar kemur að dómgæslunni hjá
mér,“ segir Jón en það hefur augljós-
lega verið mikið að gera hjá honum á
síðustu árum með öll þessi verkefni.
„Ég er ekki í þessu til þess að
verða ríkur. Það er alveg klárt. Mér
finnst ógeðslega gaman að dæma og
þess vegna er ég ekki tilbúinn til að
hætta. Maður fær ekki bara drull á
vellinum. Maður fær alveg hrós líka
þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Jón
og hlær dátt.
Á öllum þessum árum segist Jón
aldrei hafa lent í nokkrum vand-
ræðum vegna þess að hann sinnir
báðum störfum. Það hafi gengið vel
að aðgreina hlutverkin gagnvart
öðrum.
„Ég hef dæmt hjá mönnum sem
hafa síðan dæmt hjá mér. Ég er
þjálfari þegar svo ber undir og hef
fengið tæknivillur og verið kastað út
úr húsi, sællar minningar. Ég fæ enga
sérmeðferð frekar en aðrir fá sér-
meðferð hjá mér,“ segir Jón en hann
hefur líka skilning á afstöðu KKÍ.
„KKÍ telur að þetta sé allra meina
bót og ég ætla ekkert að segja að
þetta sé eitthvað rangt hjá þeim. Það
er bara fúlt að vera í þessari stöðu. Að
þurfa að velja. Ég verð að virða það
sem þeir ákveða og ég geri það.“
Ákvörðunin stendur
Keflvíkingar hafa reynt að fá þessu
breytt en Hannes S. Jónsson, for-
maður KKÍ, segir að það muni engu
breyta. Ákvörðunin standi.
„Hún stendur og mun standa. Við
erum ekki að fara að breyta henni.
Við skiljum vel að það séu skiptar
skoðanir á málinu. Það má ræða
það málefnalega. Sú umræða á að
fara fram á réttum stöðum en ekki á
samfélagsmiðlum,“ segir Hannes
Sigurbjörn Jónsson.
henry@frettabladid.is
Mér þykir fúlt að þessi
staða sé komin upp
Ný regla KKÍ um að dómarar megi ekki þjálfa kemur sérstaklega illa við einn
reyndasta dómara landsins, Jón Guðmundsson, sem hefur þjálfað í áratugi. KKÍ
mun ekki endurskoða þessa ákvörðun sína og Jón veit ekki hvað hann mun gera.
Jón Guðmundsson að dæma leik. fréttablaðið/anton
Ég er ekki í þessu til
þess að verða ríkur.
Það er alveg klárt.
Jón Guðmundsson
Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni
...ómissandi í eldhúsið!
Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma
• Klippir plastfilmur og ál
• 35% sparnaður
• Ódýrari áfyllingar
• Má setja í uppþvottavél
Engar flæk
jur
Ekkert vese
n
www.danco.is
Heildsöludreifing
Pakkaðu nestinu inn með Vefjumeistaranum
1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 f i M M t u D A g u r36 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
1
7
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
7
F
-B
5
6
4
1
D
7
F
-B
4
2
8
1
D
7
F
-B
2
E
C
1
D
7
F
-B
1
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K