Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2017, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 17.08.2017, Qupperneq 68
Í ræðu, sem Harald Krüger, stjórnarformaður BMW Group, hélt í síðustu viku við upphaf ráðstefnu innan­ríkisráðuneytis Þýskalands sem bar yfirskriftina Nation­ al Diesel Forum, kom m.a. fram að fyrirtækið ætlaði sér að vera áfram í fremstu röð þýskra bílaframleið­ enda við þróun bíla sem nota raf­ magn sem orkugjafa. Hann sagði einnig að BMW myndi halda áfram þróun dísilvéla sem uppfylla muni alla ströngustu mengunarstaðla heims, þar á meðal Euro 6. Bestu dísilvélarnar mjög umhverfismildar „Okkur er fullkomlega ljóst að sjálf­ bærni er jafn mikilvæg bílasam­ göngum framtíðarinnar og aksturs­ ánægjan sem fylgir því að aka BMW. Á því sviði stendur BMW í fremstu röð. Við vorum fyrsti bílafram­ leiðandinn í Þýskalandi sem ein­ setti sér að þróa til fulls rafmagns­ tæknina sem orkugjafa í bílum og höfum sett á markað fleiri slíka bíla en nokkur annar þróaður bílafram­ leiðandi í heiminum. Hins vegar er rafmagnið alls ekki eina græna lausnin. Fullkomnari og háþróaðri dísilvélar munu einnig gegna mikil­ vægu hlutverki í þróun sjálfbærra bílasamgangna. Þegar litið er til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum verður jafnframt að horfa til þess hvaða árangur hefur náðst í þróun dísil­ véla. Þegar horft er til ýmissa efna sem bílvélar losa og eru skaðleg umhverfinu kemur í ljós að bestu dísilvélarnar losa alveg jafn lítið eða jafnvel minna af skaðlegum efnum en nýju bensínvélarnar. Þetta á sér­ staklega við um smáagnir, kolvetni og kolsýring. Þessi efni eru nú orðin svo lítil í útblæstri dísilvéla að þær hafa ekki lengur neikvæð áhrif á loftgæði. Af þessum ástæðum leggur BMW ríka áherslu á hreinskiptna og opna umræðu sem grundvallist á staðreyndum og vísindalegum rannsóknum áður en teknar verði afdrifaríkar ákvarðanir.“ Ekkert svindl Benti Krüger á að dísilvélar BMW Group losuðu nú þegar að meðaltali um 40% minna NOx en dísilvélar annarra bílaframleiðenda í Þýska­ landi. Það staðfesti Umhverfis­ stofnun Þýskalands, Germany Fede­ ral Environment Agency, í apríl sl. og uppfylli dísilvélar BMW Group nú þegar bæði staðla Euro 5 og 6. Krüger segir að umræðan um enda­ lok dísilvélarinnar hafi stórskaðað umhverfisverndar umræðuna og komið óverðskulduðu óorði á bestu dísiltæknina auk þess sem umræð­ an hafi skapað óöryggi meðal millj­ óna eigenda bíla með dísilvél. „Bestu dísilvélarnar byggja á mjög þróaðri tækni og eru mjög hreinar með tilliti til losunar. Við höfum alla tíð lagt áherslu á að tækni BMW Group við þróun véla með tilliti til útblásturs sé allt annars eðlis en annarra bílaframleiðenda. Við höfnum þar að auki gjörsamlega öllum dylgjum þess efnis að ólög­ legan búnað sé að finna í útblásturs­ kerfi bíla BMW Group enda hafa rannsóknarteymi á vegum þýskra stjórnvalda sem og í öðrum löndum staðfest að engar vísbendingar séu um slíkan búnað,“ sagði Krüger. Von á BMW X3 í hreinni raf- magnsútfærslu Krüger segir að auk þess sem þróun dísilvéla BMW Group verði haldið áfram sé jafnframt mikil áhersla lögð á þróun rafmagnsbílatækninnar sem boðin sé í sífellt fleiri bílgerðum frá fyrirtækinu. „Sveigjanlegar tækni­ lausnir í bílum og verksmiðjum samstæðunnar gera okkur m.a. kleift að taka skjótar ákvarðanir um það hvaða bílgerðir skuli framleiða á hverjum tíma, í hvaða magni og hvaða lausn skuli velja með tilliti til orkugjafa: dísilvél, bensínvél, raf­ mótor eða tengiltvinnlausn. Á þessu ári gerum við ráð fyrir að selja að minnsta kosti 100 þúsund bíla sem styðjast við rafmagn sem orkugjafa, hvort sem það eru rafmagnsbílarnir BMW i3 og i8 eða einhver hinna mis­ munandi gerða Plug­In Hybrid bíla sem BMW og MINI hafa fram að færa. Sem stendur er hægt að velja um níu „rafmagnaða“ bíla frá BMW Group og er von á enn fleiri gerðum á næstu árum. Meðal annars verður hægt að fá BMW X3 í hreinni raf­ magnsútfærslu árið 2020,“ segir Krüger. Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum Forstjóri BMW segir rafmagnið ekki einu grænu lausnina. Fullkomnari og háþróaðri dísilvélar munu einnig gegna hlutverki í þróun sjálfbærra bílasamgangna. Bestu dísilvélarnar losa lítið af skaðlegum efnum út í umhverfið. BMW X3 bíllinn verður í boði sem rafmagnsbíll eftir aðeins þrjú ár að sögn Haralds Krüger, stjórnarformanns hjá BMW. BMW mótorhjólaklúbburinn á Íslandi er félagsskapur fólks sem ekur um á BMW mótorhjólum. Klúbbur­ inn var stofnaður þann 14. júní 2007 og fagnaði því 10 ára afmæli á þessu ári. Haldin var vegleg afmælisgrill­ veisla á Þingvöllum í sumar þar sem klúbbmeðlimir ásamt fjölskyldum komu saman og héldu upp á árin tíu. Í klúbbnum eru rétt tæplega 100 félagar sem allir eiga það sameigin­ legt að eiga BMW mótorhjól og hafa mikinn áhuga á ferðalögum á mótor­ hjólum. BMW mótorhjól eru talin henta vel til ferðalaga og eru sniðin að þörfum ferðalangsins. Þess vegna hefur verið lögð rík áhersla á ferðamennsku innan BMW mótorhjólaklúbbsins. Ætla að skoða helstu náttúruger- semar Vestfjarða Á vegum klúbbsins eru farnar nokkr­ ar skipulagðar ferðir á ári hverju, bæði í formi dagsferða um landið en einnig lengri ferðir þar sem gist er í tjöldum eða á gistiheimilum. Einnig hafa verið skipulagðar nokkrar utan­ landsferðir á vegum klúbbsins. Á afmælisárinu vill svo skemmti­ lega til að um 25 félagar úr þýska BMW GS Club Inter national ætla að koma með hjólin sín til Íslands og ferðast um landið í 2 vikur. Þeir munu slást í för með íslenska BMW mótorhjólaklúbbnum í fjögurra daga ferð um Vestfirði þar sem skoðaðar verða helstu náttúrugersemar Vest­ fjarða, allt frá Látrabjargi og alla leið norður á Strandir þar sem endað verður á heljarinnar kjötsúpuveislu og bryggjuballi að hætti Strandamanna. Um 30 meðlimir íslenska BMW klúbbsins hafa boðað þátttöku sína í ferðina svo að þessi ferð verður stærsta hópferð BMW mótorhjóla­ klúbbsins fyrr og síðar, eða um 55 hjól. 55 BMW mótorhjól á Vestfirðina Í könnun Auto Test settu þátt­ takendur Hyundai i20 blue 1,0 l T­GDI og Tucson 1,7 l CRDi 2WD í fyrsta sæti þegar spurt var um verð, hönnun farþegarýmis, almenn gæði, tæknibúnað og ábyrgðar­ skilmála þar sem Hyundai býður 5 ára ábyrgð án tillits til þess hversu mikið er ekið á tímabilinu. Þannig skora rúmgóð og þægileg sæti ásamt góðu innra rými i20 hátt meðal bíl­ eigenda í könnun Auto Test auk þess sem verðið á bílnum þykir gott, en hann er búinn sparneytinni þriggja strokka vél. Í tilviki Tucson skoraði sparneytni 115 hestafla dísilvélarinnar hátt auk lágs viðhaldskostnaðar, rýmis, bún­ aðar og hagstæðs verðs á bílnum. Samhengi milli ánægju og áreiðanleika Áreiðanleikakönnun J.D. Power (VDS) í Þýskalandi nær til fjórtán þúsund öku­ manna og er könnunin sú umfangsmesta sem gerð er þar í landi. Í könnuninni í ár kemur fram sérlega mikil ánægja meðal bíleigenda með Hyundai i30, en bíllinn skoraði hæst í nokkrum flokkum. Meðal annars voru eig­ endur spurðir um reynslu þeirra af bílnum með tilliti til gæða, áreiðan­ leika, viðhaldskostnaðar og hönn­ unar. Í þessum flokkum kom i30 lang best út miðað við aðra bíla í flokki minni bíla. Könnunin náði bæði til eigenda nýrra i30 bíla og þeirra sem átt hafa i30 í að minnsta kosti tvö ár og segir dómnefnd J.D. Power að könnunin sýni beint samhengi milli ánægju og áreiðanleika. Kannanir J.D. Power þykja þær áreiðanlegustu sem gerðar eru á bílamarkaðnum, en þær hafa verið framkvæmdar í tæp 50 ár í Bandaríkjunum og í Þýska­ landi frá árinu 2002. Þýskir bíleigendur afar ánægðir með Hyundai BMW mótorhjól í ægifagurri íslenskri náttúru. Hyundai Tucson fékk góða einkunn hjá þýskum eigendum slíkra bíla. 1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R48 B í l A R ∙ F R É t t A B l A ð I ð Bílar 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 7 F -9 7 C 4 1 D 7 F -9 6 8 8 1 D 7 F -9 5 4 C 1 D 7 F -9 4 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.