Fréttablaðið - 18.09.2017, Page 2
Veður
Suðaustan 5-10, rigning með köflum
og hiti 10 til 13 stig. Þurrt að kalla
NA-lands með hita að 18 stigum.
sjá síðu 18
2x10
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
Láttu mæla
í þér sjónina
Gleraugnaverslunin þín
MJÓDDIN
S:587 2123
FJÖRÐUR
S: 555 4789
Flaggað í hálfa stöng
Hópur andstæðinga stóriðju í Helguvík kom saman við verksmiðju United Silicon til að krefjast þess að henni verði lokað. Tveir úr hópnum drógu
fána United Silicon niður í hálfa stöng. Óvíst er með framtíð verksmiðjunnar en Umhverfisstofnun hefur stöðvað starfsemi hennar. Þá hefur stjórn
fyrirtækisins kært Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir stórfelld auðgunarbrot. Fréttablaðið/Eyþór
skólamál Háskóli Íslands hefur
keypt nýjan Kia Sportage jeppa fyrir
Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands
á Selfossi. Kaupverðið nemur
rúmum 5,3 milljónum króna sam-
kvæmt upplýsingum frá rektor HÍ,
Jóni Atla Benediktssyni.
Háskólinn er með þessu að end-
urnýja átta ára gamlan Hyundai
Tucson-jeppa sem Jarðskjálftamið-
stöðin hefur haft til afnota frá árinu
2011. Ríkiskaup reyna nú að selja
gamla bílinn á uppboðsvef Króks
en hann er ekinn 183 þúsund kíló-
metra og sagður í góðu lagi utan
þess að rúðuþurrkur að aftan virka
ekki. Samkvæmt sölulýsingu þarf að
gæta þess að taka dísilolíu áður en
olíumælir fer of neðarlega þar sem
hann sýni alltaf örlítið meira en
raunverulega er í tankinum.
Í svari við fyrirspurn Frétta-
blaðsins um bifreiðakaupin segir
Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, að
viðgerðarkostnaður við gömlu bif-
reiðina hafi verið orðinn mikill og
því nauðsynlegt að fá nýja.
Jarðskjálftamiðstöð HÍ fær bifreið
til að sinna jarðskjálftamælingum
og eftirliti með mælingum. Segir
rektor að mælar séu meðal annars í
öllum virkjunum og stíflum Lands-
virkjunar og á Norðurlandi.
„Þar sem eftirlit jarðskjálftamæl-
inga er að stórum hluta í virkjun-
um á hálendinu þá er nauðsyn-
legt að kaupa 4x4 bifreið,“ segir
Jón Atli í svarinu og bendir á að
óskað hafi verið eftir sambæri-
legri bifreið hjá Ríkiskaupum
sem farið hefði í örútboð. Út úr
því kom að keyptur var 2017
árgerð af Kia Sportage-jeppa
þann 30. ágúst síðastliðinn.
Happdrætti Háskóla Íslands
hefur í gegnum tíðina séð rekt-
orum Háskóla Íslands fyrir bifreið
en fram kom í svari við fyrirspurn
á þingi árið 2015 að svo virtist sem
sá samningur byggðist á langri hefð.
Aðspurður hvort þetta fyrir-
komulag væri enn við
lýði segir Jón Atli að
hann hafi ekki verið
með slíkan bíl síðan
hann tók við árið
2015.
mikael@frettabladid.is
HÍ kaupir jeppa fyrir
Jarðskjálftamiðstöð
Háskóli Íslands keypti á dögunum nýjan Kia Sportage jeppa á 5,3 milljónir
króna fyrir Jarðskjálftamiðstöð HÍ á Selfossi. Þurfti að vera fjórhjóladrifinn.
Rektor HÍ þiggur ekki bifreið frá Happdrætti HÍ sem löng hefð hefur verið fyrir.
Jón atli benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Fréttablaðið/Eyþór
Kia Sportage.
REYkjaVík Úrskurðarnefnd um
umhverfis- og auðlindamál hefur
fellt úr gildi byggingarleyfi fyrir
hótel á lóðunum Vegamótastíg 7
og 9.
Þetta er í annað skipti á þessu ári
sem nefndin fellir byggingarleyfi
hótelsins úr gildi.
Í lok mars komst nefndin að
þeirri niðurstöðu að fjöldi hæða í
byggingunum á lóðunum og notkun
kjallararýmis færi gegn gildandi
deiliskipulagi. Nýtt byggingarleyfi
var samþykkt í maí.
Kærendur telja að nýtingarhlut-
fall hinna nýju bygginga sé of mikið
og þá telja þeir líkur á að mikið
ónæði verði af veitingastað sem
fyrirhugaður er á hótelinu.
Í ákvörðun úrskurðarnefndar-
innar nú var komist að þeirri niður-
stöðu, aftur, að fjöldi fyrirhugaðra
bílastæða fyrir hreyfihamlaða væri
ekki í samræmi við þann lágmarks-
fjölda sem gerð er krafa um í bygg-
ingarreglugerð.
Þá var talið að bílakjallari húss-
ins, sem er á tveimur hæðum, bætti
auka hæð við húsið. Leyfi hafði
verið gefið út fyrir fimm hæða hóteli
en neðri bílakjallarinn bætti í raun
við sjöttu hæðinni. Það var talið
óheimilt og því var ákvörðun bygg-
ingarfulltrúans felld úr gildi. – jóe
Byggingarleyfi á ný fellt
úr gildi á Vegamótastíg
Hús sem áður stóð á Vegamóta stíg
9 var flutt í burtu fyrr á þessu ári.
Fréttablaðið/VilHElM
alÞINGI „Ég mun leggja höfuð-
áherslu að ríkisborgararéttur
stelpnanna verði afgreiddur,“ segir
Logi Már Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar.
Þingrofsbeiðni verður lögð fram
í dag. Formenn þingflokka munu
funda með forseta Alþingis í dag til
að ná samkomulagi um hvaða mál
munu komast í gegn á snörpu þingi
áður en kosið verður á ný.
Meðal mála sem liggja fyrir er
frumvarp um veitingu ríkisborgara-
réttar til tveggja flóttafjölskyldna.
„Það liggur ekki fyrir hve langan
tíma afgreiðsla útlendingalaga
tekur,“ segir Logi. „Núverandi túlk-
un byggir á túlkun stjórnvalda á lög-
unum. Það er mikilvægt að Alþingi
sendi stjórnvöldum skýr skilaboð
um hvernig ber að túlka lögin þar til
þeim hefur verið breytt frekar.“ – jóe
Telur brýnt að
afgreiða mál
stelpnanna
1 8 . s E p t E m b E R 2 0 1 7 m á N u D a G u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t a b l a ð I ð
1
8
-0
9
-2
0
1
7
0
5
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
C
1
-2
2
A
0
1
D
C
1
-2
1
6
4
1
D
C
1
-2
0
2
8
1
D
C
1
-1
E
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K