Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2017, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 18.09.2017, Qupperneq 12
Allur borðbúnaður fyrir veitingahús gsimport.is 892 6975 Fótbolti Það er vel við hæfi að Vals- menn hafi tryggt sér Íslandsmeist- aratitilinn sinn á heimavígstöðv- unum á Hlíðarenda í gærkvöldi, á vellinum þar sem liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum í sumar og aldrei tapað. Valsmenn sýndu styrk sinn á móti Fjölnismönnum í gær, gáfu lítil sem engin færi á sér fram eftir leik og skoruðu fjögur góð mörk. Smá kæruleysi í lok leiksins kom ekki að sök en Fjölnismenn minnkuðu muninn þegar sigurhátíð heima- manna var í raun hafin. Valsliðið hefur nú níu stiga for- ystu á Stjörnuna og tíu stiga forskot á FH. FH á leik inni á bæði liðin en getur ekki lengur náð Valsliðinu að stigum. Það hefur lengi stefnt í það að Valsmenn væru að fara vinna þennan titil og hann er nú í höfn þegar enn eru eftir tvær vikur af Íslandsmótinu. Mörkin mikilvægu í gær skoruðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson en Ólafur Jóhannesson gat leyft sér að geyma markaskorarann Pat- Hátíðarveisla á Hlíðarenda Valsmenn tryggðu sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í sögunni þegar þeir unnu Fjölni 4-1 í gærkvöldi. Hvorki FH né Stjarnan geta unnið upp forystu Vals á toppi Pepsi-deildarinnar á síðustu tveimur vikum mótsins. Ólafur Jóhannesson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, fagnar hér titlinum í leikslok á Hlíðarenda í gær ásamt Sigurði Agli Lárussyni. FréttAbLAðið/EyþÓr rick Pedersen á bekknum. Guðjón Pétur skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og það var því strax ljóst í upphafi leiksins að þetta ætlaði að vera sannkölluð hátíðarveisla á Hlíðarenda. Ólafur Jóhannesson hefur unnið titil á öllum þremur tímabilum sínum með Valsliðið en liðið var búið að vera bikarmeistari tvö síðustu ár. Nú tóku Valsmenn hins vegar þann stóra. talaðu við þá sem unnu mótið „Tilfinningin er geggjuð og þetta er bara magnað. Við spiluðum frá- bæran leik í kvöld og ég held bara að við höfum verið bestir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsl- iðsins, sigurreifur í leikslok í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að vera í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni. „Nú áttu að tala við strákana. Nú er ég búinn að segja nóg en hérna eru þeir sem unnu mótið. Talaðu við þá,“ sagði Ólafur og benti á leik- mennina sína fagna titlinum. Ólafur er engum öðrum líkur og þessi sena var enn ein sönnun þess. Fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs Þetta var í fjórða sinn sem Ólafur Jóhannesson gerir lið að Íslands- meisturum en FH vann titilinn þrjú ár í röð undir hans stjórn frá 2004 til 2006. Síðasti Íslandsmeistara- titillinn hans kom því fyrir ellefu árum síðan. Það er óhætt að segja að nokkur ár hafi líka liðið síðan Valsmenn voru í sömu stöðu og í gærkvöldi. Tíu ár voru liðin síðan Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar í fót- bolta (2007), það voru þrjátíu ár liðin síðan Ólafur Jóhannesson varð síðast Íslandsmeistari með Val (sem leikmaður 1987) og 32 ár liðin síðan Valsmönnum tókst að tryggja sér síðast Íslandsmeistaratitilinn á félagssvæði sínu á Hlíðarenda (1985). Þegar Valsmenn unnu titil- inn 1985 þá voru þeir fyrstir Reykja- víkurfélaga til að tryggja titilinn á sínu félagssvæði. þessi er sætari Bjarni Ólafur Eiríksson var líka með Valsliðinu þegar félagið varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum. „Persónulega þá er þessi sætari. Ég ætla ekki að útskýra af hverju, hann er það bara. Þetta er frábært,“ sagði Bjarni Ólafur kátur í viðtali í útsend- ingu Stöðvar 2 Sport. Hann er mjög sáttur með Valsliðið í sumar. „Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðustu ár og erum að uppskera í sumar. Það er ekki hægt að benda á einn eða tvo hluti því það eru svo ótrúlega margir hlutir sem gera það að verkum að við erum að vinna mótið. Þegar allir þessir hlutir fara saman þá gerast góðir hlutir,“ sagði Bjarni Ólafur. ooj@frettabladid.is Pepsi-deild karla Úrslit 20. umferðar 2017 FH - ÍbV 2-1 0-1 Shahab Zahedi (47.), 1-1 Bergsveinn Ólafsson (56.), 2-1 Steven Lennon (90.+4) Kr - KA 0-0 ÍA - Stjarnan 2-2 1-0 Arnar Már Guðjónsson (1.), 1-1 Guðjón Baldvinsson (10.), 1-2 Hólmbert Aron Frið- jónsson (59.), 2-2 Steinar Þorsteinsson (88.). Víkingur Ó. - Víkingur r. Fr. Leiknum var frestað í gær vegna brjálaðs veðurs í Ólafsvík en fer fram kl. 16.45 í dag. Grindavík - breiðablik 4-3 0-1 Aron Bjarnason (4.), 1-1 Gunnar Þor- steinss. (15.), 2-1 Andri Rúnar Bjarnas.(30.), 3-1 Andri Rúnar (43.), 3-2 Hrvoje Tokic, víti (52.), 4-2 Sj.m. (88.), 4-3 Gísli Eyjólfss. (90.) Andri rúnar bjarnason er nú búinn að skora 18 mörk í deildinni og vantar nú bara eitt mark til að jafna markametið í efstu deild. Valur - Fjölnir 4-1 1-0 Guðjón Pétur Lýðsson (4.), 2-0 Bjarni Ólafur Eiríksson (45.), 3-0 Sigurður Egill Lárusson (49.), 4-0 Einar Karl Ingvarsson (82.), 4-1 Marcus Solberg (85.). Staðan FéLAG L U J t MÖrK S Valur 20 13 5 2 37  -  16 44 Stjarnan 20 9 8 3 44  -  23 35 FH 19 9 7 3 31  -  21 34 Kr 20 8 6 6 29  -  26 30 Grindavík 20 8 4 8 28  -  36 28 KA 20 6 8 6 35  -  27 26 breiðablik 20 7 3 10 30  -  33 24 Víkingur r. 19 6 5 8 26  -  31 23 ÍbV 20 6 4 10 27  -  35 22 Fjölnir 19 5 6 8 27  -  35 21 Víkingur Ó. 19 6 2 11 22  -  40 20 ÍA 20 3 6 11 28  -  41 15 FRÍTT INN ÞEGaR STELPuRNaR oKKaR SPILa Í DaLNuM Í DaG Kvennalandsliðið í fótbolta hefur í dag keppni í undan- keppni HM 2019 þegar Færeyingar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn. KSÍ ætlar að bjóða á leikinn og með því þakka fyrir þann frábæra stuðning sem stelpurnar fengu á EM í Hollandi í sumar. Leikurinn hefst klukkan 18.15 en hann er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. FyLKIR uPP Í PEPSI-DEILDINa Fylkismenn tryggðu sér endanlega sæti í Pepsi-deild karla með 6-0 stórsigri á Haukum í næstsíðustu umferð Inkasso-deildarinnar um helgina. Keflavík, sem var komið upp, vann 1-0 sigur á Fram á sama tíma og hefur því bara eins stigs forskot á Fylki fyrir lokaumferðina þar sem barist verður um sigurinn í Inkasso-deildinni í sumar. MaGNað – TöPuðu EN FÓRu SaMT uPP Í INKaSSo Magni spilar í Inkasso-deildinni næsta sumar en liðið fer upp úr 2. deildinni ásamt deildarmeist- urum Njarðvíkur. Njarðvík tryggði sér sigurinn í deildinni með 3-1 sigri á KV en Magnamenn komust upp þrátt fyrir 3-1 tap á heimavelli á móti Vestra. Víðismenn töpuðu 5-1 fyrir aftureldingu á sama tíma og þar með á Grenivík lið í B-deildinni í fyrsta sinn í 38 ár. Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðustu ár og erum að uppskera í sumar. Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals 1 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r12 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð SPort 1 8 -0 9 -2 0 1 7 0 5 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D C 1 -1 D B 0 1 D C 1 -1 C 7 4 1 D C 1 -1 B 3 8 1 D C 1 -1 9 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.