Fréttablaðið - 18.09.2017, Side 38
Gylfi í nýju liði en áfram fastur í botnslagnum
Everton tapaði 4-0 á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur liðið þar með tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Gylfi Þór Sigurðsson
og félagar hafa enn fremur ekki skorað í 404 mínútur og það er grátt yfir Goodison Park í byrjun tímabils enda situr liðið í fallsæti. Gylfi bíður eftir fyrsta sigrinum.
fótbolti Gylfi Þór Sigurðsson lék
í gær sinn sjötta leik með Everton
en íslenski landsliðsmaðurinn
hefur enn ekki náð að fagna sigri í
Everton-búningnum. Útlitið er allt
annað en bjart á Goodison Park eftir
þrjú stór töp á aðeins átta dögum.
Everton tapaði 4-0 fyrir Manchester
United í gær en hafði áður tapað 3-0
fyrir Atalanta í Evrópudeildinni á
fimmtudaginn og 3-0 á móti Totten-
ham á heimavelli um síðustu helgi.
Gylfi kom fyrst inn á sem vara-
maður í 1-1 jafntefli á móti Man-
chester City 21. ágúst síðastliðinn
þar sem City-menn jöfnuðu átta
mínútum fyrir leikslok og Gylfi
skoraði síðan eftirminnilegt jöfn-
unarmark á móti króatíska liðinu
Hajduk Split í fyrsta leik sínum í
byrjunarliðinu. Frá því að Gylfi
skoraði magnað mark frá miðlínu
Poljud-leikvangsins í Split 24. ágúst
síðastliðinn þá hafa hvorki hann
né liðsfélagar hans í Everton fundið
leið í mark andstæðinganna.
Everton-liðið hefur nú leikið í 404
mínútur án þess að skora mark og
við erum að tala um lið sem fékk til
síns Gylfa og sjálfan Wayne Rooney
fyrir tímabilið.
150 milljónir í nýja leikmenn
Gylfi var keyptur til Everton
fyrir meira en 40 milljónir punda
og Ronaldo Komen eyddi meira
en 150 milljónir punda í nýja leik-
menn í sumar. Stefnan var að koma
Everton-liðinu inn í baráttuna um
toppsæti deildarinnar og Meistara-
deildardraumar voru farnir að gera
vart við sig hjá stuðningsmönnum
Leikmaður helgarinnar
Argentínumaðurinn Sergio Agüero fer fyrir stórsókn Manchester City
þessa dagana og þessi 29 ára gamli sóknarmaður skoraði þrennu og
lagði upp eitt mark til viðbótar í 6-0 útisigri á Watford í ensku úrvals-
deildinni um helgina. Þriðja og síðasta markið skoraði
hann eftir magnaðan einleik í gegnum vörn Watford-
liðsins. Eftir frammistöðu helgarinnar er Agüero ekki
aðeins kominn upp í toppsætið yfir markahæstu
leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð,
með fimm mörk í fimm leikjum, heldur vantar hann
enn fremur aðeins þrjú mörk til að bæta 77 ára
gamalt markamet Manchester City.
„Vonandi nær hann þessu meti sem fyrst
þannig að við getum haldið upp á það. Hann er
þegar orðinn goðsögn og hluti af sögu þessa fé-
lags. Tölurnar hans tala sínu máli. Hann er ótrú-
legur, sagði Pep Guardiola um Agüero. Agüero
vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet
Manchester City sem Eric Brook setti á árunum
1928 til 1940. Brook skoraði þá 177 mörk fyrir
City í 494 leikjum. Agüero er aftur á móti búinn að
skora sín 175 í aðeins 259 leikjum.
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Chelsea og Arsenal
gerðu markalaust
jafntefli á Brúnni í
gær í uppgjöri stóru
nágrannanna í Lond-
on. Arsenal fékk besta
færi leiksins í fyrri
hálfleik og skoraði
mark sem var dæmt af
í þeim síðari en tókst að
enda fimm leikja taphrinu
sína á Stamford Bridge.
Hvað kom á óvart?
Burnley fékk aðeins 7
stig samtals á útivelli
á síðustu leiktíð en
eftir 1-1 jafntefli á An-
field um helgina hefur
liðið náð í 5 stig í fyrstu
þremur útileikjum tímabilsins
sem hafa verið á móti risunum
Chelsea (3-2), Tottenham (1-1) og
Liverpool (1-1).
Mestu vonbrigðin
Tottenham tókst ekki
að skora í markalausu
jafntefli á móti Swansea á
heimavelli um helgina
og hefur því þegar
tapað fjórum stigum
í fyrstu tveimur heimaleikjum
sínum á Wembley í ensku úrvals-
deildinni. Talandi um að sakna
White Hart Lane.
félagsins.
Nú eftir fimm leiki situr Everton-
liðið hins vegar í fallsæti deildar-
innar með markatöluna 2-10. Það er
bara eitt lið með verri markatölu og
það er lið Crystal Palace sem hefur
enn ekki skorað á leiktíðinni. Það
er líka farið að hitna undir knatt-
spyrnustjóranum Ronald Koeman.
Crystal Palace er þegar búið að reka
stjórann og Koeman gæti verið
næstur til að taka pokann sinn.
Verðum að fara vinna leiki
„Stundum uppskerð þú meira en
þú átt skilið. Við gerðum stór mis-
tök í stöðunni 1-0 og eftir það var
þetta búið. Ég var samt ánægður
með það sem ég sá frá liðinu mínu í
dag og mun ánægðari en með leik-
inn á fimmtudaginn,“ sagði Ronald
Koeman. „Það eru ekki mörg lið sem
geta búið sér til við jafngóð færi og
við gerðum í dag. Við nýttum þau
ekki og eftir þessi mistök var stað-
an orðin 2-0. Eftir þennan leik þá
eigum við fjóra heimaleiki í röð og
við verðum að fara að vinna leiki því
annars lendum við í vandræðum,“
sagði Koeman.
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 5. umferðar 2017-18
C. Palace - Southampton 0-1
0-1 Steven Davis (6.). Crystal Palace setti
met því liðið er það fyrsta sem skorar ekki í
fyrstu fimm leikjum sínum.
Huddersfield - Leicester 1-1
1-0 Laurent Depoitre (46.), 1-1 Jamie Vardy,
víti (50.)
West Brom - West Ham 0-0
Watford - Man. City 0-6
0-1 Sergio Agüero (27.), 0-2 Sergio Agüero
(31.), 0-3 Gabriel Jesus (37.), 0-4 Nicolás
Otamendi (63,), 0-5 Sergio Agüero (81.), 0-6
Raheem Sterling, víti (88.).
Newcastle - Stoke 2-1
1-0 Christian Atsu (19.), 1-1 Xherdan Shaqiri
(56.), 2-1 Jamaal Lascelles (68.).
Liverpool - Burnley 1-1
0-1 Arfield (27.), 1-1 Mohamed Salah (30.)
Tottenham - Swansea 0-0
Chelsea - Arsenal 0-0
Man. United - Everton 4-0
1-0 Antonio Valencia (4.), 2-0 Henrik
Mkhitaryan (83.), 3-0 Romelu Lukaku (89.),
4-0 Anthony Martial, víti (90.+2).
Manchester United skoraði þrjú mörk á
síðustu sjö mínútunum í gær og hefur nú
skorað 9 af 16 mörkum sínum í deildinni á
síðustu tíu mínútunum leikjanna.
FÉLAG L U J T MÖRK S
Man. City 5 4 1 0 16-2 13
Man. Utd 5 4 1 0 16-2 13
Chelsea 5 3 1 1 8-5 10
Newcastle 5 3 0 2 6-4 9
Tottenham 5 2 2 1 7-3 8
Huddersf. 5 2 2 1 5-3 8
Burnley 5 2 2 1 6-5 8
Liverpool 5 2 2 1 9-9 8
Southampt. 5 2 2 1 4-4 8
West Brom 5 2 2 1 4-4 8
Watford 5 2 2 1 7-9 8
Arsenal 5 2 1 2 7-8 7
Stoke 5 1 2 2 5-6 5
Swansea 5 1 2 2 2-5 5
Leicester 5 1 1 3 7-9 4
Brighton 5 1 1 3 4-7 4
West Ham 5 1 1 3 4-10 4
Everton 5 1 1 3 2-10 4
Bournem. 5 1 0 4 3-9 3
Cry. Palace 5 0 0 5 0-8 0
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í liði Everton gátu ekki leynt vonbrigðum sínum á Old Trafford í gær. 4-0 skellur bættist þá í viðbót við öll vonbrigðin í undanförnum leikjum þar sem liðinu virðist fyrirmunað að skora. FRÉTTABLAðið/NORdiCHPOTOS/GETTy
S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Lék allan leikinn með
Everton sem steinlá 4-0
á útivelli á móti liði Manchester
United á Old Trafford í gær. Fékk
gott færi í stöðunni 1-0 fyrir United.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Spilaði allan leikinn þegar
Cardiff tapaði stigum í
þriðja leiknum í röð. Cardiff er í
3. sæti en jöfnunarmarkið á móti
Sheff. Wed á 90.+5 mín.
Reading
Jón daði Böðvarsson
Spilaði fyrri hálfleik í 1-1
jafntefli Reading á móti
Brentford á útivelli. Reading var 1-0
undir þegar hann var tekinn af velli.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Kom inn á sjö mínútum
fyrir leikslok í 3-0 útisigri
Aston Villa á Barnsley.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Sat allan tímann á vara-
mannabekknum þegar
Bristol City vann Derby 4-1.
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Spilaði fyrsta klukkutím-
ann þegar Burnley gerði
1-1 jafntefli við Liverpool
á Anfield.
1 8 . S e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r14
1
8
-0
9
-2
0
1
7
0
5
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
C
1
-2
2
A
0
1
D
C
1
-2
1
6
4
1
D
C
1
-2
0
2
8
1
D
C
1
-1
E
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K