Fréttablaðið - 18.09.2017, Side 40

Fréttablaðið - 18.09.2017, Side 40
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Hlöðversdóttir frá Djúpavogi, Þingvallastræti 34, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 18. september, kl. 13.30. Jón Hlöðver Áskelsson Sæbjörg Jónsdóttir Freyr Áskelsson Friðbjörg K. Hallgrímsdóttir Rósa Áskelsdóttir Hogne Steinbakk Aðalbjörg Áskelsdóttir Gísli Már Ólafsson Hörður Áskelsson Inga Rós Ingólfsdóttir Gunnhildur Áskelsdóttir Knut Jarbo Lúðvík Áskelsson Aðalheiður Ósk Sigfúsdóttir tuttugu barnabörn og þrjátíu og átta barnabarnabörn. Á níutíu ára afmælisdegi Viðskiptaráðs Íslands fyrir tíu árum, voru kynntar nýjar fjár-mögnunarleiðir fyrir Háskólans í Reykjavík. Svafa Grönfeldt sagði í ræðu sinni á fundinum að Róbert Wessmann, for- stjóri Actavis, muni leggja fram 1.000 milljónir króna sem hlutafé og framlag í Þróunarsjóð HR. Var talað um að útrás Íslendinga á sviði menntunar væri núna hafin. Svo kom hrunið og þremur árum síðar bólaði ekkert á seinni hluta greiðslunnar. Hafði Róbert látið 500 milljónir skólanum í té en enn vantaði hinar 500 milljónirnar. Háskólinn til- kynnti, þegar milljarðurinn átti að renna í hlað, að leiðin væri ný af nálinni til að tryggja  skólanum sess á meðal fram- sæknustu háskóla Evrópu. Þær miðuðu meðal annars að því að bjóða einstakl- ingum og fyrirtækjum að koma með beinum hætti að uppbygg- ingu skólans. Gert væri ráð fyrir að þetta skilaði háskólanum allt að 2.000 milljónum króna. Framlag Róberts var því helm- ingurinn. Svafa sagðist í fréttinni vonast til þess að Róbert væri sá fyrsti til að slá tóninn og batt miklar vonir við að fleiri aðilar viðskiptalífsins, hvort sem það væru einstakl- ingar eða fyrir- tæki, sæju sér hag í því að koma með þeim í það verkefni að gera HR að l e i ð a n d i a l þ j ó ð - l e g u m h á s k ó l a og braut- r y ð ja n d i afli í rann- s ó k n a r - starfi og nýsköpun í kennslu o g ú t r á s Íslendinga á sviði mennt- unar. „ H R e r í rauninni skóli atvinnulífsins. Aðildarfélagar í ýmsum samtökum atvinnu- lífsins hafa verið okkur mjög  hliðhollir í gegnum tíðina. Þetta er bara enn ein leið sem við erum að fara til að fá þá til stuðnings við okkur og þeir fá auðvitað að njóta ávinningsins,“ sagði Svafa við Fréttablaðið fyrir áratug.  benediktboas@365.is   Áratugur frá milljarðinum Fyrir áratug birtist frétt í Fréttablaðinu þar sem tilkynnt var um að Róbert Wessmann, sem þá var forstjóri Actavis, myndi leggja milljarð í hlutafé og framlag í Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. Róbert Wessman athafna- maður 1815 - Vínarfundurinn settur í Vínarborg, þar sem ráðamenn í Evrópu freistuðu þess að koma á stöðugleika í álfunni eftir frönsku blyltinguna og Napóleonsstyrjaldirnar. 1851 - Bandaríska fréttablaðið The New York Times kemur út í fyrsta skipti. 1885 - Landsbanki Íslands, elsti banki landsins, er stofnaður. Fór í þrot í október 2008. 1919 - Holland varð með fyrstu ríkjum í Evrópu til að gefa konum kosningarétt. 1946 - Lögþing Færeyja lýsir yfir sjálfstæði eyjanna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu. 50,74% greiddu atkvæði með sjálfstæði. 1954 - Einar Már Guðmundsson, rithöfundur og skáld, fæðist í Reykjavík. Hann hlaut Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Englar alheimsins árið 1995. 1961 - Dag Hammarskjöld, annar aðalritari Sam- einuðu þjóðanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, deyr. Hammarskjöld var á leið til friðar- viðræðna  þegar flugvél hans hrapaði. Merkisatburðir Um það leyti sem framkvæmdir hófust við Kröfluvirkjun um mitt ár 1975 varð mikil aukning í skjálftavirkni á Kröflusvæðinu. Krafla er megineldstöð við Mývatn og er virk- asta eldstöðvakerfið á Norðurlandi. Skjálftahrinan náði hámarki þann 20. desember árið 1975 þegar eldgos hófst í Leirhnjúk. Þetta var lítið og skamm- vinnt  eldgos en um leið upphafið að meiriháttar jarðhræringum sem áttu eftir að vara í níu ár. Í kjölfar gossins í Leirhjúki streymdi kvika inn í kvikuhólf undir Kröfluöskju. Þrýstingurinn jókst og kvikuhlaup varð í sprungum sem opnuðust. Á tæpum ára- tug gerðist þetta 24 sinnum en hraun rann ofanjarðar níu sinnum. Hraunið sem kom upp í þessum gosum þekur 33 ferkílómetra. Í Kröfluefldum gafst vísindamönnum einstakt tækifæri til að rannsaka eld- gos og landrek, en menn höfðu aldrei áður upplifað landrekshrinu á Norður- Atlantshafshryggnum. Kröflueldar voru hliðarafurð hinna miklu hamfara sem áttu sér stað á gliðnunarbeltinu. Það var síðan þann 18. september árið 1984 sem Kröflueldum lauk. Þ EttA G E R ð i St 1 9 8 4 Kröflueldum lýkur Greint var frá málinu fyrir 10 árum Saman á mynd Á þessum degi fyrir 40 árum tók geimfarið Voyager 1 fyrstu ljósmyndina þar sem jörðin og tunglið sjást bæði saman á mynd. Síðan þá hefur það ferðast lengst allra geimfara og yfirgefur brátt sólkerfið. 1 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 8 -0 9 -2 0 1 7 0 5 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D C 1 -3 6 6 0 1 D C 1 -3 5 2 4 1 D C 1 -3 3 E 8 1 D C 1 -3 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.