Fréttablaðið - 04.09.2017, Page 6

Fréttablaðið - 04.09.2017, Page 6
Dómsmál Ekki er útilokað að ljósi verði varpað á nýjar hliðar Guð- mundar- og Geifinnsmáls við með- ferð málsins í Hæstarétti. Þetta segir Unnar Steinn Bjarndal sem Hæsti- réttur skipaði nýverið verjanda Sævars Ciesielskis. Ákæruvaldið vinnur nú að sam- antekt þeirra gagna sem verða lögð fyrir Hæstarétt, í samráði við verj- endur. Að því loknu verða aðilum málsins gefnir frestir til að leggja fram greinargerðir og tímasetning málflutnings í Hæstarétti verður ákveðin þegar hún liggur fyrir. „Við erum að tala um marga mán- uði,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, sérstakur saksóknari, um tímann sem undirbúningur fyrir málflutn- ing muni taka. Unnar Steinn hefur fylgst með allri umfjöllun um Geirfinnsmál í gegnum tíðina. „Málið er auðvitað þess eðlis að það grípur flesta mjög sem kynna sér það,“ segir Unnar og bætir við að það sé vel skiljanlegt að fólk sem kynni sér málið dragist mjög ákaft að því. „Málið hefur mikið aðdrátt- arafl enda mjög margslungið og dularfullt,“ segir Unnar og bendir á að málið hafi líka margar hliðar sem komi þessum málarekstri ekki beinlínis við. „En það er ekki þar með sagt að það séu ekki hliðar á málinu sem verða dregnar fram undir rekstri málsins sem hafa ekki komið fram áður.“ „Þetta er mikið magn gagna og þýðingarmikil málskjöl hlaupa á þúsundum blaðsíðna,“ segir Unnar og bætir við að ekki sé útilokað að frekari gagnaöflun fari fram af hálfu verjenda. „Það er alveg ljóst að margvísleg gögn geta enn ratað inn í málið jafnvel þótt liðinn sé langur tími og því ekki hægt að útiloka að það verði varpað ljósi á nýjar hliðar málsins.“ Unnar segist finna til sérstakrar ábyrgðar sem verjandi Sævars. „Það er erfitt að ímynda sér mörg mál hérlendis þar sem jafnmikið er undir fyrir réttarríkið og tiltrú almennings á refsivörslukerfinu og í þessu máli. Ég hef það á til- finningunni að allir sem eiga aðild að rekstri þessa máls finni til auk- innar ábyrgðar vegna þess. Fyrst og fremst fyrir sakborningana sjálfa og aðstandendur þeirra en líka fyrir þjóðina alla,“ segir Unnar Steinn. Sævar lést árið 2011 án þess að sjá árangur af áratugabaráttu sinni fyrir endurupptöku málsins. „Tilfinning mín fyrir hans mála- rekstri er sú að þarna fór maður sem barðist fyrir sakleysi sínu allt til síðasta dags. Ég mun leggja mig allan fram við að berjast fyrir þeim málstað sem Sævar barðist fyrir og margir trúðu á og það geri ég auð- vitað líka,“ segir Unnar Steinn. Aðspurður um hvers sé að vænta í málarekstrinum og hvort vænta megi einhvers konar uppgjörs máls- ins, segir Unnar: „Það er mikið undir í þessu máli, enda ljóst að málið hefur legið lengi á þjóðinni og ég trúi því að við eigum, sem þjóðfélag í réttarríki að læra af því sem fór úrskeiðis í máls- meðferðinni hingað til. En fyrst þarf auðvitað að ná fram afdráttar- lausri niðurstöðu um sakleysi sak- borninganna. Um það snýst mála- reksturinn sem er fram undan.“ adalheidur@frettabladid.is Nýjar hliðar Geirfinnsmáls hugsanlegar Sævar Ciesielski barðist fyrir endurupptöku mála sinna þar til hann lést árið 2011. mynd/Bragi guðmundSSon Ég hef það á tilfinn- ingunni að allir sem eiga aðild að rekstri þessa máls finni til aukinnar ábyrgðar. Unnar Steinn Bjarndal, verjandi Sævars Ciesielskis Verst vætunni Líberísk kona sést hér á gangi um stræti miðborgar Monróvíu, höfuðborgar Líberíu. Sökum votviðris hefur hún klætt sig í ruslapoka til að varna því að klæði hennar verði gegnsósa. Gífurleg rigning hefur verið á vesturströnd Afríku frá því í júní. Ekki liggur fyrir hve margir hafa farist í vætunni, og afleiddum atburðum, sem herjað hafa á Gana, Níger, Síerra Leóne og önnur lönd á svæðinu, en ljóst er að þeir skipta hundruðum. FrÉTTaBLaðið/EPa Undirbúningur fyrir málsmeðferð í Hæsta- rétti er í fullum gangi. Margvísleg ný gögn geta enn ratað inn í málið. Mikið undir fyrir rétt- arríkið segir verjandi Sævars. sJáVARÚTVEGUR Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) ítrekar í nýrri skýrslu sinni að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem slík tillaga er send Samgöngustofu í öryggissátt. Fyrir helgi birti nefndin niður- stöðu sína úr rannsókn á banaslysi sem varð í maí í fyrra þegar Brekk- unesi ÍS 110 hvolfdi á Vestfjarðar- miðum. Færið var vont og hafði skipstjóri, og jafnframt eini skipverji, strandveiðibátsins hætt sér á svæði sem aðrir bátar vildu eigi fara á. Talið er að alda hafi komið á bátinn en áverkar á hinum látna og ummerki á bátnum benda til þess. Enginn var til frásagnar um atvik. Sjálfvirkur sleppibúnaður Brekk- unessins virkaði ekki en hann var á um 2,5 metra dýpi meðan báturinn var á hvolfi. Við prófun virkaði hann á 3,5 metra dýpi. Sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði heldur ekki sem skyldi þegar Jóni Hákoni hvolfdi á svipuðum stað í júlí 2015. Einn fórst í því slysi og þrír komust lífs af við illan leik. RNSA ítrekar eina tillögu sína sem gerð var í niðurlagi skýrslu um atvikið en henni var skilað í febrúar. „Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir,“ segir í skýrslunni. „[Þ]egar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.“ – jóe Rannsaki sleppibúnað Sjálfvirkur sleppibún- aður fyrir björgunarbát virkaði ekki er skipstjóri handfærabátsins Brekkuness ÍS 110 fórst á Vestfjarðar- miðum í maí í fyrra. 4 . s E p T E m b E R 2 0 1 7 m á N U D A G U R6 f R é T T i R ∙ f R é T T A b l A ð i ð 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 6 -A C 6 0 1 D A 6 -A B 2 4 1 D A 6 -A 9 E 8 1 D A 6 -A 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.