Fréttablaðið - 04.09.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.09.2017, Blaðsíða 8
Rekstrarland verslun Vatnagörðum 10 104 Reykjavík Sími 515 1500 rekstrarland.is Rekstrarland er hluti af Olís TILBOÐ Á GRILLUM Char-Broil aukahlutir á 40% afslætti. 25-40% AFSLÁTTUR 1.–15. SEPTEMBER 40% CHAR-BROIL 220BGrillflötur 416x435 mm Tveir brennarar 35.940 KR. VERÐ ÁÐUR 59.900 KR. CCG As a christian church known by many from our internet page ccg.org, we know there is conciderable interest for our litter- ature in Iceland. Because of this we would like to conduct a seminar for interested persons this autumn. If anyone would like to meet with us, please contact us at secretary@ccg.org OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS Ölfus Bæjaryfirvöld í Ölfusi geta ekki svarað hver kostnaður sveitar- félagsins verður vegna framkvæmda við nýtt iðnaðarhverfi þangað sem flytja á fiskþurrkun Lýsis í Þor- lákshöfn. Ljóst er að kostnaðurinn verður í upphafi nokkru hærri en innheimt lóðargjöld þar sem ekkert annað fyrirtæki hefur sóst eftir lóð. Ölfus og Lýsi sömdu í október í fyrra um að fyrirtækið þyrfti innan fimm mánaða að taka ákvörðun um hvort það myndi byggja nýja fisk- þurrkunarverksmiðju á iðnaðar- svæðinu vestan Þorlákshafnar eða loka eldri verksmiðju sinni í bænum fyrir júní 2018. Íbúar í Þorlákshöfn höfðu þá um langt skeið kvartað undan ólykt af starfseminni en Lýsi hefur leyfi til að framleiða 40 tonn af hráefni á sólarhring í bænum. Mun sveitarfélagið sjá um gatna- gerð að lóð Lýsis og stofnlögn frá- veitu, og fyrirtækið ekki þurfa að greiða umfram 20 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Einnig á að leggja veitur fyrir heitt vatn, kalt vatn, frá- veitu út í sjó, rafmagn og ljósleiðara og er nú unnið að hönnun og kostn- aðargreiningu. Þær framkvæmdir munu ekki einungis nýtast nýja iðn- aðarsvæðinu heldur einnig bjóða upp á möguleika á hringtengingu á heitu og köldu vatni í Þorlákshöfn. „Það liggur ekki endanlega fyrir hver kostnaður verður við stofn- framkvæmdir. Veitulagnaleiðin er um fjórir kílómetrar í heild og koma veituaðilar á mismunandi stöðum inn á hana. Stofnlögn fráveitu er um 500 metrar. Við gerum okkur grein fyrir því að framkvæmda- kostnaður í upphafi verður nokkru hærri en gjaldtakan af Lýsi sem er eðlilegt þegar nýtt hverfi er skipu- lagt og tekið í gagnið. Væntum þess að samfélagsáhrifin verði mikil og jákvæð og við munum með mark- vissum hætti auglýsa lóðir á svæð- inu á næstunni,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Þó svo ekki sé búið að úthluta þarna fleiri lóðum finnum við fyrir áhuga á svæðinu. Vegna þessa er ekki hægt að segja að sveitarfélagið verði sérstaklega að ráðast í kostnað vegna uppbyggingar Lýsis í hverfinu því allt sem framkvæmt er af hálfu sveitarfélagsins mun nýtast við áframhaldandi uppbyggingu,“ segir Gunnsteinn. Bæjarstjórinn bætir við að í fyrsta áfanga framkvæmdanna verði lagður 120 metra vegur inn í hverfið, að lóð Lýsis, sem verði svo lengdur í áföngum eftir því sem iðn- aðarhverfið byggist upp. Guðmundur Oddgeirsson, bæjar- fulltrúi Ö-listans, sat hjá er sam- komulagið við Lýsi var samþykkt. „Ég er enn á því að Lýsi eigi að loka fiskþurrkuninni þegar í stað enda er umhverfissóðaskapurinn sem við- gengst með því að dæla ólofti yfir heimili íbúa og gesti Þorlákshafnar með öllu ólíðandi. [...] Ekki á að gefa neinn afslátt af starfsleyfisskil- yrðum,“ bókaði Guðmundur þá. sveinn@frettabladid.is Fiskþurrkun ein í nýju iðnaðarhverfi Ölfuss Ekki er ljóst hver kostnaður Ölfuss verður vegna nýs iðnaðarhverfis þangað sem flytja á fiskþurrkunarverksmiðju Lýsis í Þorlákshöfn. Hann verður í fyrstu hærri en innheimt lóðargöld þar sem önnur fyrirtæki hafa enn ekki óskað eftir lóð. Framkvæmdir við fiskþurrkunarverksmiðju Lýsis hófust í maí. Hún á að vera tilbúin haustið 2018. FréttabLaðið/ViLHeLm Gunnsteinn r. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss sKÁK Jóhann Hjartarson hóf í gær þátttöku á Heimsbikarmótinu í skák en hann tapaði fyrir tékkneska ofurstórmeistaranum David Navara. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2000 sem Íslendingur er meðal kepp- enda. Mótið fer fram í Tblisi, höfuðborg Georgíu. Jóhann, sem tók settið af hillunni fyrir skemmstu, vann sér inn þátttökurétt með því að verða Norðurlandameistari fyrr á þessu ári. Alls taka 128 skákmenn þátt en meðal keppenda eru flestir af allra sterkustu skákmönnum heimsins. Keppt er eftir útsláttarfyrirkomu- lagi. Keppendur tefla tveggja skáka einvígi og verði jafnt að því loknu er teflt til þrautar með styttri umhugs- unartíma. Jóhann hafði hvítt í gær gegn hinum feiknasterka Navara. Vitað var fyrir fram að á brattan var að sækja. Í dag verður það svart og hefst umferðin klukkan 11. Landi Jóhann eigi sigri er þátttöku hans lokið á mótinu. – jóe Jóhann á heimsbikarmóti Jóhann nýbúinn að leika 1. c4 gegn Navara. CHeSS.COm/maria emeLiaNOVa 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N u D A G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 6 -C 0 2 0 1 D A 6 -B E E 4 1 D A 6 -B D A 8 1 D A 6 -B C 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.