Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 04.09.2017, Qupperneq 18
skref og sumar konur sem ég vinn með nefndu að þær hefðu áhuga á að fara í Hússtjórnarskólann.“ Gaman og gefandi En hvað finnst Vilborgu skemmti- legast við að prjóna? „Það er slakandi, mjög skemmtilegt, skapandi og gefandi. Mér finnst gaman að gefa öðrum það sem ég hef prjónað. Ég hef prjónað sængurgjafir og jólagjafir fyrir vini og vandamenn og finnst það persónuleg gjöf. Ég prjóna líka fyrir basar sem Kristniboðsfélag kvenna heldur ávallt í nóvember og ágóðinn rennur til góðs mál- efnis. Svo er líka nytsamlegt að geta prjónað vettlinga, sokka og hlý föt sem nýtast til dæmis á son minn á leikskólanum og sambýlismann minn sem er leiðsögumaður.“ Aðspurð segist Vilborg ekki vera komin á það stig að hanna sjálf flíkurnar sem hún prjónar. „Ég er aðeins farin að fikra mig áfram við að teikna upp mynstur og prjóna eftir þeim. Ég hef hannað og prjónað eina fullorðinspeysu og eina barnapeysu. Yfirleitt finn ég uppskriftir á netinu eða í blöðum og skoða prjónasíður á samfélags- miðlum. Á Instagram fylgist ég til dæmis með hanneoorlien, peti- teknit, mammastrikk, barnehag- estrikk og knittingforlove. Svo er ég með „Strikkere“ á SnapChat. Það eru stelpur í Noregi sem skiptast á að vera með snappið. Þær eru með mismunandi þema í hverri viku, svo sem byrjendaprjón, leikskólaprjón og vettlinga- eða húfuprjón. Þá sýna þær hvað þær eru að prjóna eða hafa prjónað og koma með ýmis góð ráð. Ég hef gaman af því að fylgjast með þessu og fæ hugmyndir og innblástur að verkefnum.“ Vilborg skellir upp úr þegar hún er spurð hvort hún hafi hugsað sér að sýna prjónaskap á SnapChat. „Ja, það er reyndar aldrei að vita nema ég helli mér út í það. Hver veit?“ Vilborg notar lausan tíma til að prjóna og er alltaf með nokkur verkefni í gangi í einu, enda lítur hún á prjónaskap sem skemmtun en ekki kvöð. „Ég prjóna yfir sjónvarpinu eða þegar ég hlusta á rólega tónlist eða hljóðbók. Mér finnst gott að enda daginn á því að prjóna,“ segir Vilborg að lokum. Frá því að Vilborg Guðlaugs-dóttir lærði að prjóna hefur hún verið óstöðvandi og prjónað hverja flíkina á fætur ann- arri. „Prjónaáhuginn hafði lengi blundað með mér en ég hafði ekki þor til að demba mér út í handa- vinnu af fullri alvöru. Ég var viss um að ég gæti ekki prjónað og það óx mér í augum að lesa og prjóna eftir uppskriftum. Ég hafði af og til hugsað um að fara í Hússtjórn- unarskólann og þá aðallega út af handavinnunni. Vinkona mín ákvað að fara í skólann og úr varð að ég gerði það líka,“ segir Vil- borg, sem æfði fótbolta í átta ár og spilaði með yngri landsliðunum fyrir hönd Íslands. „Ég æfði lengst af með Val og um nokkurt skeið með Þrótti en lagði fótboltaskóna á hilluna fyrir nokkrum árum.“ Vilborg hafði áður lokið námi í hjúkrunarfræði og unnið við sitt fag um nokkurt skeið en fór í hlutastarf í eina önn svo hún gæti tekið námið við Hússtjórnarskól- ann föstum tökum. „Flestir fara í skólann strax að loknu stúdents- prófi og ég var því töluvert eldri en bekkjarsystkin mín, en ég lét það ekki stöðva mig. Ég lærði ekki aðeins handavinnu heldur margt mjög hagnýtt sem hefur komið sér vel í hversdagslífinu og við heimilishald. Ég lærði líka að vera óhrædd við að prófa mig áfram við að prjóna. Maður lærir mest á því að reka sig á, þurfa að prjóna áfram og rekja upp þegar villur verða,“ upplýsir Vilborg, sem er mjög ánægð með námið. Það myndaðist góður vinskapur á milli bekkjarsystkinanna og Vilborg kynntist einni af sínum nánustu vinkonum í skólanum. „Ég varð ekki vör við annað en að fólki fyndist gott hjá mér að taka þetta Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Vilborg er alltaf með nokkur verkefni í gangi í einu og hefur verið óstöðvandi frá því hún lærði að prjóna. MYND/VILHELM Vilborg fær hugmyndir í blöðum og á samfélagsmiðlum eins og SnapChat. Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrú sloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tí a var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á fer aleiðsögn e a ekki. Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466 pið 8-22 I FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. nit iðað og ske tilegt ná fyrir þá, sem vilja ky nast Íslandi í máli og myn- du . Námið er opið öllu þeim, sem áhuga hafa á að læra hver ing standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðam nna um Ísland. Stuðst r við nám krá menntamálaráðuneyt sins m viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jar f æði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Ma nleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldná , auk þes sem farið er í vettvangsferðir. msögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögu ám við Ferðamálas óla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þett nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8- 2 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri U sögn: S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskól Íslands. Námið stóð vel u dir væntingum þar se fjölmargir ke ar komu að kennslun i og áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila. Námi efur mikla atvinn möguleika og spennandi tí r eru framundan. Guðrún Helga Bjarnadóttir, Vestmannaeyjum Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Vilborg er dugleg að prjóna á son sinn, sem er á þriðja ári. Svarthöfði að hætti Vilborgar. Hún hannaði þetta mynstur. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . S E p T E M B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 6 -A 2 8 0 1 D A 6 -A 1 4 4 1 D A 6 -A 0 0 8 1 D A 6 -9 E C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.