Fréttablaðið - 04.09.2017, Síða 20
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is
Þó að þér finnist
eins og ekkert sé að
þér (nema að þú sért
vonlaus) og að enginn
geti hjálpað þér, þá er
fjöldi fólks sérhæfður í
háskóla í mörg ár til þess
einmitt að hjálpa þér.
Ljúffengar pylsur, skinkur, ætiþistlar, sveppir og fleira góðgæti ættað frá Ítalíu.
Skemmtilegir forréttaplattar sem henta fyrir alls konar tilefni, stór og smá.
Ítölsk matargerð nýtur mikillar hylli um allan heim og þar er Ísland engin undantekning. Fyrr
á þessu ári opnuðu ítölsku hjónin
Massimo og Katia sælkeraverslun
undir nafninu Massimo og Katia
Gourmet italiano við Laugaveg 163
í Reykjavík þar sem þau selja ljúf-
fengar ítalskar matvörur frá ýmsum
héruðum Ítalíu. „Við bjóðum m.a.
upp á extra virgin ólífuolíu úr hand-
tíndum ólífum með aðeins 0,32 pró-
sent sýrustig. Þessi olía hentar frá-
bærlega vel sem salatdressing, með
kjöti og fiski og súpum svo dæmi séu
tekin. Einnig seljum við gott úrval af
grænum og svörtum ólífum, ýmsar
gerðir af ljúffengum gæðasveppum
í ólífuolíu, grillaða ætiþistla í olíu og
sneidd eggaldin samkvæmt gömlum
hefðum frá Puglia sem er í suður-
hluta landsins,“ segir Massimo.
Osturinn og áleggin eru heldur
ekki langt undan að sögn Katia. „Að
sjálfsögðu seljum við hinn fræga
ítalska Parmigiano Reggiano ost,
mortadella-pylsuna sem inniheldur
meðal annars pistasíuhnetur og
er mjög vinsælt álegg á Ítalíu, auk
ýmissa tegunda af skinkum frá
Emilia Romagna sem er í norð-
austurhluta landsins.“
Meðal annarra ljúffengra vara
nefna þau kryddaðar Salsiccia
Napoli pylsur, ítalska gæðakaffið
frá Kimbo sem kemur frá Napólí,
vel kryddaða salamipylsu, góm-
sæt chili-, ætiþistla- og ólífumauk
sem er frábært að smyrja ofan á
brauð, ansjósur frá Suður- Ítalíu
og reykta prosciutto-skinku frá
Norður-Ítalíu. „Þess má geta að allar
kjötvörur frá okkur koma frá dýrum
sem hafa verið alin við mannúð-
legar aðstæður og innihalda engin
óæskileg aukaefni.“
Hjónin leggja mikinn metnað í að
bjóða upp á gott verð og persónu-
lega þjónustu. „Einnig má nefna að
við seljum skemmtilega forrétta-
platta sem er frábær kostur fyrir þá
sem hafa ekki tíma eða vilja koma
fjölskyldu eða félögum sínum á
óvart, til dæmis í tengslum við partí,
afmælisveislur, fundi eða einfald-
lega sem ljúffengt snakk. Fyrir þá
viðskiptavini sem þekkja ekki nógu
vel ítalskar gæðavörur er öllum vel-
komið að koma og smakka á þeim
vörum sem þeir vilja kynnast.“
Nánari upplýsingar má finna á
Facebook undir Massimo og Katia
Gourmet italiano og símanúmerið
er 588-9898.
Töfrar ítalska
eldhússins
Sælkeraverslunin Massimo og Katia Gourmet italiano
býður upp á ljúffengar ítalskar sælkeravörur.
Kvíði getur verið lamandi og rænt bæði lífsgleði og framkvæmdaorku. nordicphoToS/geTTy
Nú fer að hausta, sumarfríið og björtu næturnar á undan-haldi og veturinn, skuld-
bindingarnar og myrkrið taka við.
Margir kvíða vetrinum og vilja
helst breiða upp fyrir haus og fara
ekki fram úr fyrr en í vor. Hér eru
nokkrar ráðleggingar sem hver um
sig getur sefað kvíða að einhverju
marki og saman hafa þær enn
jákvæðari áhrif. Prófaðu, en í guðs
bænum ekki ætla þér um of. Að
sigrast á kvíða er eins og að borða
fíl, taktu einn bita, eina mínútu eða
eina ráðleggingu í einu og andaðu
djúpt á milli.
Andaðu djúpt
Dragðu andann og finndu hvernig
lungun fyllast og maginn lyftist.
Andaðu svo frá þér og finndu
hvernig axlirnar slakna, hálsinn
opnast og hnúturinn í maganum
minnkar. Einbeittu þér að andar-
drættinum og ekki því sem þú
kvíðir.
Fáðu knús
Farðu í nudd eða snyrtingu og
leyfðu öðrum að fara um þig
mjúkum og græðandi höndum.
Eða fáðu þína nánustu til að faðma
þig eða klóra þér á bakinu. Góð og
gefandi snerting gefur öryggistil-
finningu sem dregur úr streitu og
kvíða.
Farðu út í náttúruna
Í dagsferð, göngutúr, jafnvel bara
út í garð. Dragðu að þér ilminn í
loftinu, finndu fyrir jörðinni undir
fótum þínum, reyndu aðeins á þig.
Það er ábyggilegt að þér líður betur
á eftir.
Farðu snemma í háttinn
Svefnlaus heili fer á yfirsnúning og
sér óvini í öllum hornum.
dragðu úr neyslu á koffíni,
áfengi, sykri og unnum mat-
vörum
Þeir sem þjást af kvíða leita gjarna
í mat, drykk eða örvandi efni til að
slá á kvíðann en það er sennilega
það vitlausasta sem hægt er að gera.
Sá sem kýlir orkuna upp á örvandi
efnum kemur jafnhratt niður og
lendir jafnvel á verri stað en lagt var
upp frá.
Mundu að tilfinningar eru
ekki staðreyndir
Þegar þér líður illa og finnst þú
ömurlegasta manneskja á jarðríki
er alls ekki víst að allir séu á sömu
skoðun. Mundu að þú ert ekki
tilfinningar þínar heldur sá eða sú
sem upplifir þær og að kvíðinn heili
getur talið þér trú um alls konar
vitleysu.
Farðu til sálfræðings
Þó að þér finnist eins og ekkert sé
að þér (nema að þú sért vonlaus)
og að enginn geti hjálpað þér, þá
er fjöldi fólks sérhæfður í háskóla
í mörg ár til þess einmitt að hjálpa
þér og þeim sem líður eins og þér
líður. Nýttu þér það.
Svitnaðu!
Áreynsla og líkamsrækt setur af
stað vellíðunarferli í líkamanum
sem skilar sér í minni kvíða. Auk
þess veitir hreyfing alls kyns boð-
efnum útrás sem annars safnast
upp og valda vanlíðan.
Taktu á móti kvíðanum
Ekki berjast á móti þegar kvíðinn
kemur heldur skaltu leyfa honum
að koma, eins og jarðskjálfta eða
öldu að strönd. Ef þú gerir það þá
nær kastið hápunkti og dvínar svo
en ef þú reynir að streitast á móti
styrkist kvíðinn og eflist. Taktu á
móti kvíðaöldunni með andar-
drætti og mundu: einnig þetta
líður hjá!
ekki láta kvíðann stjórna þér
Haustið og yfirvofandi vetur veldur mörgum kvíða en það er mikilvægt að læra að höndla kvíð-
ann því lífið þarf ekki að stjórnast af honum ef þú nærð að taka í taumana í tíma.
4 KynningArBLAÐ FÓLK 4 . S e p T e M B e r 2 0 1 7 M Á N U DAG U R
0
4
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
6
-B
6
4
0
1
D
A
6
-B
5
0
4
1
D
A
6
-B
3
C
8
1
D
A
6
-B
2
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K