Fréttablaðið - 04.09.2017, Page 42

Fréttablaðið - 04.09.2017, Page 42
Í dag 15.30 Dell Championship Golfst. 15.50 Armenía - Danmörk Sport 15.50 Aserbaíd. - S. Mar. Sport 3 16.50 Ísland - Albanía Sport 2 17.20 Þór/KA - Stjarnan Sport 4 18.35 England - Slóvakía Sport 18.35 Þýskal. - Noregur Sport 3 18.35 N-Írland - Tékkl. Sport 5 20.45 HM markasyrpa Sport 5 Pepsi-deild kvenna: 17.30 Breiðablik - ÍBV 18.35 Þór/KA - Stjarnan Nýjast Undankeppni HM 2018 A-riðill Holland - Búlgaría 3-1 Davy Pröpper 2, Arjen Robben - Georgi Kostadinov. Hvíta Rússland - Svíþjóð 0-4 Emil Forsberg, Christoffer Nyman, Marcus Berg, Andreas Granqvist. Frakkland - Lúxemborg 0-0 Staðan: Frakkland 17, Svíþjóð 16, Holland 13, Búlgaría 12, Lúxemborg 5, Hvíta-Rús. 5. B-riðill Færeyjar - Andorra 1-0 Gilli Sörensen. Lettland - Sviss 0-3 Haris Seferovic, Blerim Dzemaili, Ricardo Rodríguez. Ungverjaland - Portúgal 0-1 André Silva. Staðan: Sviss 24, Portúgal 21, Ungverjaland 10, Færeyjar 8, Andorra 4, Lettland 3. D-riðill Georgía - Írland 1-1 Shane Duffy - Valeri Kazaishvili. Wales - Austurríki 1-0 Ben Woodburn. Serbía - Móldóva 3-0 Mijat Gacinovic, Aleksandar Kolarov, Aleksandar Mitrovic. Staðan: Serbía 15, Írland 13, Wales 11, Austurríki 8, Georgía 4, Moldóva 2. G-riðill Spánn - Ítalía 3-0 Isco 2, Álvaro Morata. Ísrael - Makedónía 0-1 Goran Pandev. Albanía - Liechtenstein 2-0 Odise Roshi, Ansi Agolli. Staðan: Spánn 19, Ítalía 16, Albanía 10, Ísrael 9 Makedónía 6, Liechtenstein 0. H-riðill Grikkland - Belgía 1-2 Zeca - Jan Vertonghen, Romelu Lukaku. Eistland - Kýpur 1-0 Matthias Käit. Gíbraltar - Bosnía 0-4 Edin Dzeko 2, Kenan Kodro, Senad Lulic. Staðan: Belgía 22, Bosnía 14, Grikkland 13, Kýpur 10, Eistland 8, Gíbraltar 0. I-riðill Finnland - Ísland 1-0 Alexander Ring. Úkraína - Tyrkland 2-0 Andriy Yarmalenko 2. Króatía - Kósovó 1-0 Domagoj Vida. Staðan: Króatía 16, Úkraína 14, Ísland 13, Tyrkland 11, Finnland 4, Kósovó 1. finnland 1 - ísland 0 tampere-völlurinn í tampere, finnlandi Aron Einar eftir leik „Við vorum ekki nægilega fljótir upp í sókn þegar við unnum boltann og þeir úr stöðum. Við áttuðum okkur alltof seint á því, í seinni hálfleik þar sem við reyndum að keyra þetta upp. Við vorum því miður aðeins of passívir,“ sagði landsliðsfyrir- liðinn Aron Einar Gunnarsson eftir tapið fyrir Finnum. „Draumurinn um HM 2018 er ekkert úr sögunni en þetta verður erfitt núna. Við þurfum að halda haus. Það er annar leikur á þriðjudaginn og við þurfum þrjú stig þar.“ Íslenska liðið hefur ekki haldið hreinu á útivelli í fjórum leikjum í undan- keppni HM 2018. KRÓATÍA 1 – 0 ÍSLAND Frammistaða Íslands (4-4-2) Hannes Þór Hallórsson 5 Birkir Már Sævarsson 5 (59. Rúrik Gíslason 3) Kári Árnason 5 *Ragnar Sigurðsson 6 Hörður Björgvin Magnússon 5 Jóhann Berg Guðmundsson 4 Aron Einar Gunnarsson 5 Emil Hallfreðsson 4 (59. Björn B. Sigurðarson 5) Birkir Bjarnason 4 Gylfi Þór Sigurðsson 4 Alfreð Finnbogason 4 (88. Jón Daði Böðvarsson -) Maður leiksins: Ragnar Sigurðsson Átti fínan leik í hjarta íslensku varnarinnar eins og svo oft áður. Mark Finna kom beint úr auka- spyrnu en fyrir utan það fengu þeir ekki mörg færi. Það var ekki fyrr en Ísland varð manni færri sem vörnin opnaðist. Sama hversu mikið eða lítið Ragnar spilar fyrir sitt félagslið skilar hann alltaf sínu fyrir íslenska landsliðið. 1-0 Alexander Ring (8.). Skot (á mark): 11 (6) – 14 (2). Horn: 6 – 5. Rangstöður: 0 – 1. fótbolti Glæsimark Alexanders Ring með skoti beint úr aukaspyrnu réði úrslitum í leik Finnlands og Íslands í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Markið kom strax eftir átta mín- útna leik. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma og vera miklu meira með bolt- ann tókst íslenska liðinu ekki að brjóta finnsku vörnina á bak aftur. Ísland fékk fá færi í leiknum og átti aðeins tvo skot á finnska markið. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hall- grímsson reyndi að breyta gangi mála með tvöfaldri skiptingu á 59. mínútu. Sautján mínútum síðar fékk annar varamannanna, Rúrik Gíslason, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot í kjölfar þess að hann missti boltann klaufalega frá sér. Eftir brottreksturinn opnuðust stór svæði í vörn Íslendinga sem Finnar voru nálægt því að nýta sér. Mörkin urðu þó ekki fleiri og finnska liðið fagnaði sínum fyrsta sigri í undankeppninni. „Þetta var jafn leikur. En þeir voru yfir í baráttunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir mættu grjótharðir til leiks og felldu okkur svolítið á eigin bragði,“ sagði Reynir Leósson þegar Fréttablaðið leitaði álits hans á leiknum og frammistöðu íslenska liðsins í honum. Engir aukvisar Þótt uppskera finnska liðsins í undankeppninni hafi verið rýr er ýmislegt í það spunnið. Íslendingar fengu svo sannarlega að kynn- ast því, bæði í leiknum á Laugar- dalsvelli fyrir ári, þar sem Finnar komust tvisvar yfir en enduðu á því að tapa 3-2, og í Tampere á laugar- daginn. „Finnar eru ekki lélegir í fótbolta, það er langur vegur frá. Engu að síður erum við með töluvert betra lið og töluvert betri leikmenn í flestum leikstöðum. Á okkar degi eigum við að vinna finnska liðið,“ sagði Reynir. Heimir hélt sig við sama byrjun- arlið og í sigrinum á Króatíu í júní. Emil Hallfreðsson var við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðjunni og Gylfi Þór Sigurðsson aðeins fyrir aftan Alfreð Finnbogason í fram- línunni. Reynir hefði viljað sjá Gylfa spila með Aroni á miðjunni, eins og hann hefur gert undanfarin ár, og annan framherja með Alfreð. Bestir með Gylfa á miðjunni „Mér fannst við of varfærnir. Ég hefði viljað hafa Gylfa neðar á vell- inum, til að komast fyrr í boltann. Mér finnst íslenska liðið virka best þegar hann spilar inni á miðjunni með Aroni. Miðað við leikstílinn okkar, og hvernig Kári [Árnason] og Ragnar [Sigurðsson] spila út úr vörninni, finnst mér við verða að vera með stærri mann með Alfreð frammi. Við erum oft að lyfta bolt- anum fram og það er ekki leikurinn fyrir Alfreð og Gylfa,“ sagði Reynir. „Ég hefði viljað sjá Jón Daða [Böðvarsson] eða Björn Bergmann [Sigurðarson] byrja leikinn. Við erum ekkert verri varnarlega með þá. Þeir eru báðir duglegir og vinnu- samir. Það er auðvelt að vera vitur Strákarnir slógu feilnótu í Finn landi Ísland þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Finnlandi í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Íslenska liðið datt fyrir vikið niður í 3. sæti I-riðils og þarf því nauðsynlega að vinna Úkraínu þegar liðin mætast á morgun. Reynir Leósson var ekki sáttur með byrjunarliðið gegn Finnum. Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum sár og svekktur þegar hann gekk af velli eftir 1-0 tap íslenska landsliðsins gegn því finnska á laugardaginn. Ísland þarf núna nauðsyn lega að vinna Úkraínu. FRéTTABLAðIð/ERNIR Heimir eftir leik „Þetta var verðugur andstæð- ingur hér í dag og það er engin skömm að tapa hér en auð- vitað eru allir drullu svekktir,“ sagði landsliðs- þjálfarinn Heimir Hallgrímsson eftir leikinn gegn Finnum. „Þetta ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni, lið eiga eftir að tapa stigum og það eru margir leikir eftir innbyrðis. Líklegast er baráttan um fyrsta sætið töpuð en það er aldrei að vita. Menn verða að gjöra svo vel að rífa sig upp og mæta af krafti í Úkraínu- leikinn.“ 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 6 -8 9 D 0 1 D A 6 -8 8 9 4 1 D A 6 -8 7 5 8 1 D A 6 -8 6 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.