Fréttablaðið - 22.09.2017, Page 8

Fréttablaðið - 22.09.2017, Page 8
samfélag Það kann að vera mögu- legt að fækka nauðgunarbrotum með því að breyta nauðgunarákvæði í almennum hegningarlögum og efla forvarnir. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófess- ors við lagadeild Háskóla Íslands, á hádegisfyrirlestri Rannsóknarstofn- unar í jafnréttisfræðum í gær. Ragnheiður vakti athygli á því að núgildandi nauðgunarákvæði væri frá árinu 2007. Á árunum 2007 til ársins 2013 hefði sex sinnum verið flutt frumvarp á Alþingi um að afnema verknaðarlýsingu úr nauðgunarákvæðinu. Ástæðan væri sú að dómar vegna nauðgunar væru of fáir. Prófessorinn telur hins vegar að með þeirri breytingu sem lögð var til yrði ákvæðið of óljóst til þess að uppfylla skilyrði um skýrleika refsi- heimilda og hefði ekki orðið til þess að fjölga dómum. „Síðastliðið vor var skilgreining á nauðgun út frá samþykki tekin upp að nýju þegar fjórir þingmenn Viðreisnar fluttu frumvarp um breytingu á fyrstu málsgrein 194. greinar,“ sagði Ragnheiður. Með samþykkt frumvarpsins yrði betur skilgreint hvenær samþykki er fyrir hendi og hvenær ekki. „Þessi tillaga er að mínu mati miklu betri en til- lagan sem kom fram fyrir tíu árum,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir síðastliðinna tíu ára um breytingar á nauðgunarákvæðinu hafa haft það að markmiði að fjölga sakfellingar- dómum fyrir nauðgun. Reynsla Eng- lendinga sýni að lágt sakfellingar- vandamál sé líka vandamál þótt að það sé byggt á skilgreiningum nauðgunar út frá samþykki. Sænskir sérfræðingar sem helst hafa mælt með ákvæði, þar sem samþykki er í forgrunni, telja ekki endilega að það auki líkur á að ákærum fjölgi. Hins vegar felist í því staðfesting á jafnræði kynjanna og kynferðislegum sjálfsákvörðunar- rétti. Þeir telja sem sagt að þessi leið sé ekki til þess fallin að fjölga sak- fellingardómum heldur leiði hún til færri brota. „Og kannski er það líka aðalatriðið. Markmiðið hlýtur að vera að fækka nauðgunarbrotum. En til þess er svo margt annað sem við þurfum að líta til en nauðgunar- ákvæðið. Til dæmis öflugar forvarn- ir,“ segir Ragnheiður. jonhakon@frettabladid.is SAMGÖNGU- OG SVEITARSTJÓRNARRÁÐUNEYTIÐ Samgönguráð Samgönguþing 2017 28. september 2017 á Hótel Örk í Hveragerði Dagskrá Kl. 10:00 Bæjarstjóri Hveragerðis, Aldís Hafsteinsdóttir, býður fundargesti velkomna Ávarp Jóns Gunnarssonar ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála Kl. 10:15–11:15 Samgönguáætlun – staða Formaður samgönguráðs, Ásmundur Friðriksson Forsvarsmenn samgöngustofnana – pallborð Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið – Sigurbergur Björnsson Vegagerðin – Hreinn Haraldsson Samgöngustofa – Þórólfur Árnason Isavia – Björn Óli Hauksson Kl. 11:15 Framtíðarsýn í samgöngum – Guðmundur Freyr Úlfarsson prófessor við HÍ 11:45 Hádegishlé Kl. 12:20 Hvítbók: Ákvarðanataka í samgöngum – dr. Gunnar Haraldsson hagfræðingur Kl. 12:45 Flug sem almenningssamgöngur og mikilvægi þess fyrir búsetugæði á landsbyggðinni – Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar Kl. 13:10 Góðar samgöngur, grunnur samkeppnishæfs samfélags – Haukur Óskarsson tæknifræðingur Kl. 13:25 Framkvæmdir á stofnvegum út frá höfuðborgarsvæðinu – dr. Eyjólfur Árni Rafnsson verkfræðingur – kynning – umræður Kl. 14:15 Málstofur a. Umferðaröryggi – nýjar áskoranir og verkefni b. Orkuskipti í samgöngum og loftslagið c. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu d. Hafnamál og nýjungar í útgerð Kl. 15:15 Kaffi Kl. 15:30 Samantekt úr málstofum Kl. 16:00 þinglok – léttar veitingar Fundarstjóri er Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar Boðið verður upp á ókeypis far með rafrútu á þingið. Farið verður frá samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu við Sölvhólsgötu kl. 09:00 og komið við á bensínstöðinni í Norðlingaholti um kl. 09:15. Lagt verður af stað til Reykjavíkur frá Hótel Örk kl. 17:00. Komið verður við á bensínstöðinni í Norðlingaholti á leiðinni að samgöngu- og sveitar stjórnarráðuneytinu. Þangað verður komið um kl. 18:00. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: kristin.hjalmarsdottir@srn.is. Þátttakendur eru jafnframt beðnir að taka fram hvort þeir þiggja far með rútu á þingstað. Fyrir þig í Lyfju 15% afsláttur af öllum Nicotinell Fruit pakkningum Nicotinell Classic/Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Gildir út september 2017 Nicotinell Fruit 15%_Lyfja 5x10 copy.pdf 1 16/08/2017 17:03 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Markmiðið hlýtur að vera að fækka brotum Aukin áhersla á samþykki í nauðgunarákvæði almennra hegningarlaga gæti dregið úr brotum. Frumvarp um slíkt var lagt fram á þingi í vor en ekki sam- þykkt. Lagaprófessor telur gagnslaust að afnema verknaðarlýsingu úr ákvæðinu. Ragnheiður segir frumvarp Viðreisnar draga samþykki fram í dagsljósið. Það sé auðskiljanlegt og geti hugsanlega fyrirbyggt brot. FRéttablaðið/Hanna Þessi tillaga er að mínu mati miklu betri en tillagan sem kom fram fyrir tíu árum. Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor 1. málsgrein 194. greinar í nú- gildandi lögum Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hót- unum eða annars konar ólög- mætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálf- ræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. 1. málsgrein 194. greinar sam- kvæmt tillögu Viðreisnar „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“ 1. málsgrein 194. greinar án verknaðarlýsingar „Hver sem gerist sekur um nauðgun skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum. Ólíkar tillögur að 194. grein hegningarlaga 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 f Ö s t U D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 0 -5 4 2 4 1 D D 0 -5 2 E 8 1 D D 0 -5 1 A C 1 D D 0 -5 0 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.