Fréttablaðið - 08.08.2017, Síða 4
Samfélag „Það er heilmikið vesen
fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna,
það gerist ekki einn, tveir og þrír, það
er mikil pappírsvinna í kringum það.
Fólk leggur talsvert á sig til að fá gift
ingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hall
grímsson, sóknarprestur í Skálholti.
„Það hefur alltaf verið eitthvað
um óskir erlendra aðila undanfarin
ár að gifta sig og þetta hefur aukist
með auknum ferðamannastraumi,“
segir Egill. Hann segir þetta þó ekki
óviðráðanlegan fjölda hjá sér að
minnsta kosti.
Það vakti athygli í fréttunum fyrir
helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkj
unum gifti sig á stuttermabolnum á
Íslandi eftir að farangurinn hans
týndist. Það par er eitt af mörgum
sem hefur komið til Íslands gagn
gert í ár til að gifta sig.
„Þetta eykst eiginlega ár frá ári,
mögulega á þetta sömu uppsprettu
og þessi aukni ferðamannastraum
ur,“ segir Steinar Harðarson hjá Sið
mennt. „Það er mjög oft sem beðið er
um að athafnir fari fram á einhverjum
fallegum stöðum þar sem náttúran er
í bakgrunni,“ segir Steinar.
Steinar nefnir að meðal vin
sælla staða séu svæðið við Gullfoss,
Ferðamenn leggja mikið á sig
fyrir hjónavígslur á Íslandi
Pink Iceland er meðal fyrirtækja sem bjóða ferðamönnum að gifta sig á Íslandi. Mynd/KrIstÍn MarÍa
Árlega færist það í vöxt
að erlendir ferðamenn
kjósi að gifta sig hér á
landi. Þá er náttúran í
forgrunni og athafnir
ýmist úti eða í kirkjum á
fallegum stað. Hjón geta
gefið fé til kirkjunnar
sem það giftir sig í.
Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsár
lón. „Þetta er mjög mikið á fallegum
náttúrustöðum á Suðurlandi og
jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni
Vatnajökuls,“ segir Steinar.
Samkvæmt upplýsingum frá
sýslumanninum á Suðurlandi fjölg
ar hjónavígslum erlendra aðila
stöðugt. Framan af voru það mest
Þjóðverjar og Bretar að giftast, en
nú eru þjóðernin fleiri og mikið um
að Bandaríkjamenn, Kanadamenn
og Rússar giftist hér á landi.
Kristján Valur Ingólfsson, vígslu
bisk up Skál holtsum dæm is, finnur
einnig fyrir aukningu. „Það er alveg
hreinlega aukning, ég er fyrst og
fremst á Þingvöllum og sé að það er
þannig þar,“ segir Kristján.
Kristján telur að bæði sé aukning
í borgaralegum og kirkjuathöfnum.
Hann segir að fólk einblíni á að gifta
sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki
bara að leita að íslenskum litlum
kirkjum, þótt sumum finnist þær
krúttlegar, þetta snýst meira um
tengsl við náttúruna. Athafnir eru í
ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en
það er líka vegna þess að þær standa
einhvers staðar á fallegu landi.“
Kristján telur að athafnir sem
þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg
áhrif á kirkjur í litlum sóknum.
„Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé
til kirkna þá sé það auðvitað plús.
Eins og í Þingvallakirkju, þá segi
ég við fólkið að það skuli gjarnan
gefa kirkjunni og það eru tekjur
sem koma inn. Það hefur örugglega
jákvæð áhrif.“
Egill segir einnig að eitthvað sé
um það að erlendir aðilar sem gifti
sig í kirkjum hér á landi gefi kirkj
unni peninga eftir það. Það breyti
þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig
ekki allir í sömu kirkjunni.
saeunn@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Um 18,6 milljarðar króna
af markaðsvirði smásölurisans Haga
hafa þurrkast út frá því að banda
ríska keðjan Costco opnaði verslun
sína í Kauptúni í maímánuði. For
svarsmenn Haga sendu á föstudags
kvöldið frá sér sína aðra afkomu
viðvörun á einum mánuði þar sem
varað var við því að EBIDTA félags
ins – rekstrarhagnaður fyrir skatta,
afskriftir og fjármagnsliði – verði um
tuttugu prósentum lægri á öðrum
fjórðungi þessa árs en á sama tíma
í fyrra.
Gengi hlutabréfa í Högum stóð í
39,4 krónum á hlut þegar markaðir
lokuðu á föstudag. Hefur það lækkað
um 28,7 prósent frá því að Costco
opnaði verslun sína 23. maí síðast
liðinn. Á sama tíma hefur markaðs
virði Haga lækkað um 28,8 prósent,
úr 64,7 milljörðum í 46,1 milljarð.
Gengi bréfanna fór niður í 38 um
miðjan júlímánuð, skömmu eftir
að félagið sendi frá sér sína fyrstu
afkomuviðvörun, en fyrir utan það
hefur hlutabréfaverðið ekki verið
lægra í tvö ár. Sérfræðingar á fjár
málamarkaði sem Fréttablaðið
ræddi við telja líklegt að markaður
inn bregðist nokkuð harkalega við
viðvöruninni í dag og að gengið fari
langleiðina niður í 37. Líkur séu á því
að sala Haga batni eftir því sem líður
á árið, en þó sé ólíklegt að gengið fari
aftur yfir 40 í bráð.
Í viðvöruninni kom fram að sölu
samdrátturinn í júlí hafi verið á sömu
nótum og í júní, en þá nam hann 8,5
prósentum milli ára að teknu tilliti
til aflagðrar starfsemi. – kij
Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco
sala Haga hélt áfram að dragast
saman í júlí. FréttablaðIð/Eyþór
Finnur Árnason,
forstjóri HagaSamgÖNgUR 20.265 flugvélar fóru
um íslenska flugstjórnarsvæðið í
júlímánuði. Er það í fyrsta sinn sem
fjöldinn fer yfir tuttugu þúsund.
Isavia áætlar að um fimm milljónir
farþega hafi ferðast með þessum
flugvélum.
Í frétt á vef Isavia segir að tutt
uguþúsundasta flugvélin hafi verið
frá AirCanada, með flugnúmer 845,
sem flaug nýverið á milli Frankfurt
í Þýskalandi og Calgary í Kanada.
Flugumferðarstjórar í miðstöð
Isavia í Reykjavíkur, sem fylgjast
með flugumferðinni, sendu kveðju
til áhafnar flugvélarinnar. Var henni
vel tekið.
Ríflega þriðjungur umferðar um
íslenska svæðið er til og frá Íslandi.
Önnur umferð er flug á milli Evr
ópu og Ameríku annars vegar og
Ameríku og Asíu hins vegar. Hefur
flugumferð á milli Ameríku og Asíu
aukist verulega síðustu árin, að sögn
Isavia. – kij
Metfjöldi
flugvéla um
íslenska svæðið
SJÁVaRÚTVEgUR Landssamband
smábátaeigenda fagnar ákvörðun
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
sjávarútvegsráðherra um að auka
aflaheimildir til strandveiða um 560
tonn á þessari vertíð. Verða strand
veiðiheimildir því 9.760 tonn á ver
tíðinni. Landssambandið tekur fram
í yfirlýsingu að ákvörðun ráðherra
sýni skilning hennar á mikilvægi
strandveiði.
Með ákvörðun ráðherrans var
komið til móts við fyrri samþykkt
stjórnar landssambandsins sem
send var ráðuneytinu í byrjun
mánaðarins, en þar var skorað á
ráðherra að auka aflaviðmiðun í
ágúst þannig að ekki kæmi til stöðv
unar veiða.
Heimildirnar munu skiptast
hlutfallslega jafnt á milli strand
veiðisvæða með tilliti til dagsafla
hvers svæðis og er gert ráð fyrir að
umrædd viðbót auki sókn um tvo
daga á hverju svæði um sig. – kij
Fagna auknum
aflaheimildum
Vinsælir staðir fyrir
hjónavígslur:
Gullfoss
Reynisfjara
Skógafoss
Seljalandsfoss
Hjálparfoss
Kleifarvatn
Dyrhólaey
Jökulsárlón
Kirkjufell
Þingvellir
strandveiðimenn fá auknar afla-
heimildir. FréttablaðIð/stEFÁn
SUÐUR-afRíKa Þingmenn í SuðurAfr
íku munu greiða nafnlaust atkvæði um
vantrauststillögu á Jacob Zuma, forseta
landsins. Þetta hefur Baleka Mbete,
forseti þingsins, tilkynnt. Stjórnar
andstæðingar lögðu fram vantraust
á forsetann. Þeir telja að í leynilegri
atkvæðagreiðslu muni þingmenn úr
flokki forsetans, Afríska þjóðarráðinu,
þora að styðja tillöguna.
BBCfréttastofan segir að Zuma hafi
nokkrum sinnum fengið á sig van
trauststillögur en alltaf staðið þær af
sér.
Afríska þjóðarráðið, flokkur Zuma,
hefur stjórnað í SuðurAfríku allt
frá því að aðskilnaðarstjórnin lét af
völdum árið 1994 og hefur flokkur
inn ríflegan meirihluta þingmanna á
þinginu.
Fréttaritari BBC í SuðurAfríku segir
að ákvörðunin um leynilega atkvæða
greiðslu hafi komið á óvart. Nú sé
spurningin hvort nógu margir þing
menn Afríska þjóðarráðsins séu reiðu
búnir til að taka afstöðu gegn Zuma.
Að minnsta kosti 50 af 249 þing
mönnum flokksins þyrftu að greiða
atkvæði gegn forsetanum til að hún
yrði samþykkt.
Talsmenn Afríska þjóðarráðsins
segja að vantrauststillagan sé póli
tískt leikrit sem sé ætlað að losna við
ríkisstjórnina án þess að til almennra
kosninga þurfi að koma. Forseti lands
ins hefur verið umdeildur eftir að
hann rak fjármálaráðherrann, Pravin
Gordhan, úr embætti og gerði fleiri
breytingar.
Zuma hefur einnig verið sakaður
um spillingu og er sakaður um að hafa
gerst of handgenginn Guptafjölskyld
unni, en sú fjölskylda hefur oft verið
grunuð um að seilast til pólitískra
áhrifa.
Bæði Jacob Zuma og Guptafjöl
skyldan hafa neitað því að hafa
aðhafst eitthvað rangt. – jhh
Vilja losna við forsetann
Mótmælendur í suður-afríku gengu
á götum úti um helgina til þess að
mótmæla forsetanum, Jacob Zuma.
þeir kröfðust þess að Zuma segði af
sér embætti. FréttablaðIð/EPa
8 . Á g Ú S T 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a g U R4 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a Ð I Ð
0
8
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
6
F
-0
B
6
4
1
D
6
F
-0
A
2
8
1
D
6
F
-0
8
E
C
1
D
6
F
-0
7
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K