Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 12
NÝ KYNSLÓÐ FARTÖLVA OG SJÓÐHEITAR GRÆJUR Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is DETTUR INN UM LÚGUNA HJÁ ÞÉR MEÐ PÓSTINUM:) NÝR 8BLSBÆKLINGUR SKÓLAVEISLA FRÍTT SENDUM ALLAR VÖ RUR ALLT AÐ 10kg Pepsi-deild karla KA - FH 0-0 Efst Valur 30 Stjarnan 22 FH 21 Grindavík 21 KR 20 Breiðablik 18 Neðst Víkingur 18 KA 16 Fjölnir 15 Víkingur Ó 13 ÍBV 12 ÍA 9 Nýjast Í dag 18.35 R. Madrid - Man Utd Sport 2 19.00 FH - Valur Sport Pepsi-deild karla 18.00 Víkingur - ÍBV Víkin 19.15 ÍA - KR Akranes 19.15 FH - Valur Kaplakriki keppir í úrslitum í kvöld Ásdís Hjálmsdóttir keppir í úrslitum í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum á Lundúnaleikvanginum í kvöld. Úr­ slitin í spjótkastinu hefjast klukkan 18:20 að íslenskum tíma. Ásdís var með níunda lengsta kastið í undan­ úrslitunum á sunnudagskvöldið. Fyrstu tvö köst hennar náðu ekki yfir 60 metra en í þriðju tilraun kastaði hún 63,06 metra. Íslandsmetið, sem hún setti í síðasta mánuði, er 63,43 metrar. Kastið á laugardags­ kvöldið var lengsta kast Ásdísar á stórmóti frá upp­ hafi. sló tvö íslandsmet í berlín Anton Sveinn McKee sló tvö Íslands­ met á jafn mörgum dögum á heims­ bikarmóti í Berlín um helgina. Anton bætti átta ára gömul Íslands­ met Jakobs Jóhanns Sveinssonar í 50 og 100 metra bringusundi í 25 metra laug. Anton synti á 27,20 sekúndum í 50 metra bringusundi og endaði í 13. sæti. Gamla metið hans Jakobs var 27,37 sekúndur. Í 100 metra bringu­ sundi synti Anton á 58,66 sekúndum og lenti í 9. sæti. Gamla metið hans Jakobs var 58,90 sekúndur. Kristján Þór Einarsson hefur unnið Einvígið á Nesinu tvisvar á síðustu fjórum árum. Hann vann fyrst 2014 og endurtók leikinn í ár. FRéttABlAðið/ANdRi MARiNó Golf Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðar­ mót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, í gær. Mótið hefur farið fram á Nesvellinum á Frídegi versl­ unarmanna frá árinu 1997. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Ein­ vígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig 2014. Alls tóku 11 kylfingar þátt í ár. Um morguninn var að venju leik­ inn níu holu höggleikur en eftir hádegið hófst sjálft Einvígið þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Á endanum stóðu þeir Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson eftir og hafði sá fyrr­ nefndi betur. „Þetta var góður og mjög skemmtilegur dagur,“ sagði Krist­ ján í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég var að spila rosalega vel í Ein­ víginu sjálfu. Um morguninn var maður bara að fá tilfinningu fyrir vellinum. Það er alltaf gaman að spila á þessu móti,“ bætti kylfingur­ inn úr Mosfellsbænum við. Kristján hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga á undanförnum árum og varð m.a. Íslandsmeistari 2008. Hann segir þó að áhuginn á golfinu sé ekki alveg sá sami og hann var áður. „Rétt fyrir Íslandsmótið var ég farinn að finna að ég var kominn með rosalega mikinn leiða á golfinu og naut mín ekki á vellinum,“ sagði Kristján. „Maður tók eiginlega þátt vegna þess að maður þurfti þess. En það var önnur stemning í dag [gær]. Maður fór til að hafa gaman og þegar maður hefur gaman af þessu verður golfið betra.“ En var Kristján jafnvel farinn að hugsa um að leggja kylfuna á hill­ una? „Nei, ekki alveg. En kannski ekki að taka þetta af jafn mikilli hörku. Ég vil frekar hafa gaman af þessu og geta farið í golf og leikið mér í stað­ inn fyrir að fara í golf og tilfinningin sé eins og það sé verið að pína mann í það,“ sagði Kristján sem vonast til að sigurinn í Einvíginu á Nesinu gefi honum spark í rassinn fyrir Íslands­ mót golfklúbba um næstu helgi. Eins og áður sagði er Einvígið á Nesinu góðgerðarmót. Að þessu sinni fékk Vinaliðaverkefnið, sem leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum, eina milljón króna frá DHL á Íslandi. ingvithor@365.is Var kominn með mikinn leiða Kristján Þór Einarsson hrósaði sigri í Einvíginu á Nesinu í annað sinn á síðustu fjórum árum. Kristján segist hafa fundið fyrir miklum leiða á golfinu í sumar og segist ekki hafa notið sín á vellinum eins og hann gerði. 8 . á G ú s t 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R12 s P o R t ∙ f R É t t A B l A Ð I Ð sport 0 8 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 6 E -F 2 B 4 1 D 6 E -F 1 7 8 1 D 6 E -F 0 3 C 1 D 6 E -E F 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.