Fréttablaðið - 08.08.2017, Page 16
Á hinni fornfrægu Silver-stone kappakstursbraut á Englandi er árlega haldin
keppni háskólanema í hönnun
og gerð kappakstursbíla. Bílarnir
þreyta ýmis próf og keppa sín á
milli ásamt því að liðin þurfa að
halda fyrirlestra um önnur verk-
fræðileg verkefni tengd hönnun,
kostnaði og viðskiptum. Tekin
eru saman stig úr öllum flokkum
í lokin og sigurvegari krýndur.
Um 2.000 nemendur frá yfir 90
háskólum frá 30 löndum kepptu
þetta árið. Fyrir Íslands hönd
keppti liðið Team Sleipnir sem er
skipað verkfræði- og tæknifræði-
nemendum Háskólans í Reykja-
vík. Bíll þeirra, RU17, fór í gegnum
skoðanir og athuganir án mikilla
vandræða og fékk þátttökurétt í
hinum fjölmörgu kappaksturs-
greinum sem keppt er í, en það
tókst alls ekki öllum liðum. Fyrst
var keppt í „Skid Pad“ þar sem
keyrt er í form tölustafsins 8 til að
sýna fram á grip og stöðugleika
bílsins og lenti Team Sleipnir í 20.
sæti. Athuguð var hröðun þar sem
Team Sleipnir endaði í 16. sæti.
Ekið var á braut í kapp við klukk-
una og hafnaði Team Sleipnir í
17. sæti í þeirri grein. Síðasta og
jafnframt erfiðasta keppnin var
þolakstur þar sem keyrðir voru
22 hringir í braut á meðan aðrir
bílar voru í brautinni á sama
tíma. Tekið var tillit til heildar-
tíma sem og bensínnotkunar og
endaði RU17 í 11. sæti. Bíllinn sló
aldrei feilpúst og hafnaði Team
Sleipnir í 15. sæti í það heila sem
er magnaður árangur. Fyrsta
sætinu landaði Cardiff Univer-
sity sem er jafnframt fyrsti sigur
bresks háskóla í sögu keppninnar.
Var þetta einungis í annað skiptið
sem Team Sleipnir tók þátt í
keppninni en liðið náði 74. sæti í
fyrra, 15. sæti í ár og liggur leiðin
nú aðeins upp á við.
Team Sleipnir náði
15. sæti í Formula
Student í Bretlandi
Við forprófanir á bíl Team Sleipnir á Silverstone.
Keppnisbíll Team Sleipnir á fullri ferð í þolaksturshluta keppninnar.
Var þetta einungis í annað
skiptið sem Team Sleipnir
tók þátt í Formula Stud-
ent keppninni en liðið náði
74. sæti í fyrra, 15. sæti í ár og
leiðin liggur aðeins upp á við.
www.visir.is/bilar
Umsjón blaðsins
Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Auglýsingar: Atli Bergmann atlib@365.is, Sími 512 5457
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Bílar
8 . Á g ú s t 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A g U R2 B í l A R ∙ F R É t t A B l A Ð I Ð
Bílar
Porsche úr þolakstri og snýr sér að Formula E
Keppnislið Porsche í þolakstursmótaröðinni.
Það fór eins og í stefndi að Porsche lýsti því yfir að fyrir-tækið hygðist hætta þátttöku
í þolaksturskeppni og snúa sér
alfarið að þátttöku í Formula E
rafmagnsbílakeppnisröðinni.
Þessi stefnubreyting er samstiga
breyttu viðhorfi og framleiðslu
Porsche, sem og móðurfyrirtækis
þess, Volkswagen sem alla áherslu
leggja nú á þróun og framleiðslu
rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla.
Það er ekki eins og Porsche hætti
þátttöku sinni í þolakstri með
skít og skömm, þvert á móti, en
Porsche hefur til að mynda unnið
Le Mans þolaksturskeppnina þrjú
ár í röð og vann þolakstursmóta-
röðina árið 2015 og 2016. Porsche
hefur þegar hafið hönnun síns
fyrsta keppnisbíls í Formula E.
Mercedes Benz hefur einnig lýst
yfir þátttöku í Formula E móta-
röðinni.
0
8
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
6
F
-1
5
4
4
1
D
6
F
-1
4
0
8
1
D
6
F
-1
2
C
C
1
D
6
F
-1
1
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K