Fréttablaðið - 08.08.2017, Síða 38

Fréttablaðið - 08.08.2017, Síða 38
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkar samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Böðvarssonar frá Brennu. Róbert Hilmir, Anna María, Böðvar Páll, Ásthildur Björg, Jóhanna Kristín, Lilja Björk, Soffía Eyrún, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn, tengdafaðir og afi, Ingvar Níelsson lést 1. ágúst á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útförin mun fara fram frá Lindakirkju mánudaginn 14. ágúst klukkan 11.00. Borghildur Ingvarsdóttir Sigurpáll Jónsson Anna Kristín, Sigurbjörg, Ingunn og Margrét Sigurpálsdætur og fjölskyldur þeirra. Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, mágkona, tengdadóttir, frænka og vinkona, Guðrún Birna Kjartansdóttir lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. júlí. Útför hennar verður gerð frá Digraneskirkju fimmtudaginn 10. ágúst kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vilja styðja fjölskyldu Guðrúnar Birnu, er bent á fjárvörslureikning í þágu fjölskyldunnar. Fjárvörslureikningurinn er í umsjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Reikningur nr. 0133-26-370265. Kennitala: 560500-2890. Guðmundur Freyr Sveinsson Kjartan Sveinn, Bjarki Freyr og Anna Katrín Katrín Þórlindsdóttir Kjartan Örn Sigurbjörnsson Þórlindur Kjartansson Ingunn Hafdís Hauksdóttir Guðný Anna Theódórsdóttir Sveinn Jónasson vinkonur og vinir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, Lilja Gunnarsdóttir Birkihvammi 21, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðvikudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 11. ágúst klukkan 11. Sigurjón Antonsson Anton Smári Sigurjónsson Andri Snær Sigurjónsson Stefán Friðleifsson Hildur Friðleifsdóttir barnabörn og langömmubarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Björgvinsson Leynisbraut 3, Akranesi, lést fimmtudaginn 27. júlí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Sjúkrahúss Akraness. Ingibjörg Sigurðardóttir Ása Helgadóttir Halldór Sigurðsson Hannes Jón Helgason Ásgerður Káradóttir Anna Helgadóttir Kristján Sigurðsson Helga Björg Helgadóttir Páll Erlingsson og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Karl Einarsson Kalli í Klöpp Vallargötu 21, Sandgerði, sem lést þann 27. júlí, verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði miðvikudaginn 9. ágúst kl. 13.00. Þökkum auðsýnda samúð og hugheilar þakkir til starfsfólks Nesvalla í Reykjanesbæ. Gréta Frederiksen Ólína Alda Karlsdóttir Lárus Óskarsson Snæfríður Karlsdóttir Pétur Guðlaugsson Margrét Helma Karlsdóttir Karl Ólafsson Reynir Karlsson Júlía Óladóttir Karl Grétar Karlsson Margrét Jónasdóttir Alda Karlsdóttir Danté Kubischta barnabörn og barnabarnabörn. Íslenska handboltalandsliðið komst í þriðja skipti í röð á Ólympíuleikana þegar Júgó­slövum var tilkynnt skömmu fyrir leikana að þeim yrði meinuð þátttaka og tók Ísland sæti þeirra. Væntingar voru ekki miklar fyrir mótið en skyndilega var liðið komið í leikinn um bronsið sem tapaðist fyrir Frökkum. Engu að síður var þetta frábær árangur. Auk handknattleikslandsliðsins, sendu Íslendingar þrettán íþróttamenn til Barcelona: fjóra frjálsíþróttamenn, tvær sundkonur, þrjá júdókappa, þrjá bad­ mintonmenn og einn keppanda í skotfimi. S p j ó t k a s t a r i n n Sigurður Einars­ son náði bestum árangri einstakl­ ingsíþróttamann­ anna, þegar hann hafnaði í fimmta sæti. Hann var kosinn íþrótta­ maður ársins í kjölfarið. Carl J. Eiríks­ son keppti í skotfimi en hann var elstur þátttakenda á öllum leikunum, 65 ára að aldri. Handboltalandsliðið byrjaði á því að vinna Brasilíu, gerði jafntefli við Tékkó­ slóvakíu, vann stórsigur á Ungverjum og svo á Suður­Kóreu áður en liðið fékk skell gegn Svíum. Árangurinn þýddi að leikið var í undanúrslitum þar sem liðið tap­ aði fyrir Samveldisliðinu, sem var ríkja­ samband tólf fyrrum Sovét­ lýðvelda, og svo Frökkum um leikinn um bronsið. „Þetta var meiriháttar tími. Ég man að ég kom óvænt inn í hópinn og spilaði einhverja tvo eða þrjá leiki, spil­ aði svo sem ekki mikið en tíminn var ógleyman­ legur,“ segir Patrekur. „Að vera í Ólympíu­ þorpinu og borða við hlið þýsku tennis­ s t j ö r n u n n a r Steffi Graf og f l e i r i s t ó r ­ stjarna, var algjörlega frá­ bær upplifun.“ Hann segir að markmiðið út á við hafi verið hófstillt en innan hópsins hafi verið vilji að gera vel. „Þetta var lýsandi dæmi um það þegar farið er inn í mót með væntingarnar út á við í lágmarki. Yfirleitt er staðan þann­ ig að þegar maður er hógvær og fer með heilbrigðar væntingar þá náum við best­ um árangri. Ég man að 1995 ætluðum við að ná í verðlaun en enduðum í 15. sæti. Tveimur árum síðar á HM fórum við aftur með hógværlegar væntingar og enduðum í fimmta sæti, sem er enn besti árangur okkar á HM. Það er oft gott að stefna hátt innan hópsins og halda markmiðunum þar en flagga þeim ekki út á við.“ Bronsleikurinn tapaðist með fjórum mörkum en Patrekur segir að það hafi verið leikur sem Ísland átti ekki séns í. Engu að síður hafi gleðin verið við völd í íslenska hópnum. „Liðið náði góðum árangri og þótt ég hafi ekki verið í aðal­ hlutverki var gaman að vera hluti af þessum hóp.“ benediktboas@365.is Ógleymanlegur árangur þvert á allar væntingar Merkisatburðir Íslenska handboltalandsliðið náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Í dag eru 25 ár liðin síðan íslenska landsliðið í hand- bolta tapaði í bronsleikn- um á Ólympíuleikunum í Barcelona. Patrekur Jó- hannesson var þá að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og segir tímann hafa verið ógleymanlegan. Patrekur Jóhannesson  1849 Austurríkismenn bæla niður uppreisn Ungverja með aðstoð Rússa. 1908 Wilbur Wright tekur flugið á keppnisbraut í Le Mans í Frakklandi. Sýningin varði í tæpar tvær mínútur og vakti mikla lukku meðal áhorfenda. 1949 Bútan hlýtur sjálfstæði frá Bretlandi. 2015 Sigrún Þuríður Geirsdóttir syndir fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsund. 8 . á g ú s t 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A g U R14 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð tímamót 0 8 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 6 E -F 7 A 4 1 D 6 E -F 6 6 8 1 D 6 E -F 5 2 C 1 D 6 E -F 3 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.