Fréttablaðið - 03.10.2017, Page 16

Fréttablaðið - 03.10.2017, Page 16
Er bíllinn tilbúinn fyrir kuldann í vetur? Það eru yfirleitt gamlir Ferrari-bílar sem seljast á himinháar upphæðir í uppboðshúsum heimsins, en minna um að gamlir Audi-bílar seljist fyrir mikið fé. Audi Quattro bíll, sem aðeins hefur verið ekið 51.857 kílómetra og er í frábæru ástandi, seldist þó á 72.050 pund á Classic Car Auctions upp- boðinu í Bretlandi fyrir skömmu. Það samsvarar um 10,5 milljónum króna. Það var helmingi hærra verð en búist hafði verið við að greitt yrði fyrir bílinn sem er af árgerð 1989. Hann er með 2,2 lítra og fimm strokka vél sem skilar 217 hestöflum til hjólanna. Hámarks- hraði hans er 230 km/klst. sem þótti gott. Bæði ytra og innra byrði bílsins er í svo til óað- finnanlegu ástandi og skýrir það að hluta til hátt verðið. Þar sem ekki voru framleiddir svo margir Audi Quattro bílar má búast við hækkandi verði svona bíla í slíku standi. Audi Quattro á glæsta sögu í rallakstri og var nánast ósigrandi í mörg ár. 28 ára Audi Quattro seldist á 10,5 milljónir Dodge Charger og Challenger voru fyrstu bílar Fiat Chrysler bíla- samsteypunnar sem fengu hina gríðaröfugu 707 hestafla Hellcat vél. Jeep Grand Cherokee Track- hawk fylgdi svo í kjölfarið og nú hefur verið upplýst að fjórði bíllinn bætist við, þ.e. Chrysler 300 Hellcat. Ekki verður langt að bíða þess bíls, en hann á að koma á markað strax á næsta ári. Chrysler 300 verður svo kynntur af nýrri kynslóð árið 2019 og þá mun bíllinn léttast mikið milli kyn- slóða, breytast talsvert í útliti og ef til vill fá fjögurra strokka vél sem valkost. Chrysler 300 hefur verið á sama undirvagni allar götur frá árinu 2004 og hefur aðeins fengið eina andlitslyftingu frá þeim tíma. 707 hestafla Chrysler 300 Hellcat 2018 Í fjölmiðlum hér á landi hefur nokkuð verið um það rætt nýlega að enn sé ekki tímabært að fjárfesta í rafbílum þar sem þeir séu ekki tilbúnir og því eigi fólk ekki að hugsa um þá á næstu árum. Á þessum efasemdaröddum vakti m.a. Sigurður Ingi Friðleifsson athygli í grein sem birtist á visir.is 25. september undir yfirskriftinni „Ekki kaupa rafbíl“, þar sem hann benti jafnframt á fjölmargar gagn- stæðar staðreyndir sem mæla einmitt með því að fleiri ökumenn taki rafbíla í notkun. Því hefur t.d. oft verið haldið á lofti að ekki sé hægt að fara í langt ferðalag á rafbíl þar sem ekki sé boðið upp á hleðslustöðvar utan höfuðborgar- svæðisins. Þetta hefur breyst því þeim fjölgar mjög hratt þessa dagana og er nú t.d. vel hægt að aka til Akureyrar þar sem hægt er að hlaða bílana á nokkrum stöðum á leiðinni norður. Frá Skotlandi til Ulan-Ude í Rússlandi En kannski myndu ekki allir leggja í 12.000 kílómetra ferðalag frá Skotlandi til Ulan-Ude í Rússlandi á hreinum rafbíl, en það gerðu þau engu að síður hjónin Chris og Julie Ramsey sem fóru á Nissan Leaf í „Mongol Rally“ sem Chris stofnaði fyrir nokkrum árum í æfingaskyni. Ferðalaginu lauk 9. september í Ulan-Ude og í stuttu máli sagt gekk þeim mjög vel, engin teljandi vandamál komu upp og Leaf-inn stóð sig eins og hetja. Þau eru nú á leið til baka heim til Skotlands. Áður en ferðalagið hófst var bíllinn settur á alhliðadekk (all-terrain) auk þess sem álplata var sett á undirvagninn til að hlífa honum við skemmdum af völdum grjóts á misjöfnum vegunum. Þá var topp- grind sett á þakið fyrir farangur, aftursætið fjarlægt og sitthvað fleira gert til undirbúnings. Hlaðinn 111 sinnum Keppnin hófst 16. júlí og var ekið um þrettán lönd áður en komið var í endamark þann 9. september í Ulan- Ude í Síberíu sem er skammt frá landamærum Mongólíu. Þá höfðu Chris og Julie hlaðið bílinn 111 sinnum í mislangan tíma og sums staðar við vægast sagt frumstæðar aðstæður eins og sjá má á mynd með fréttinni. Chris áætlar að rafmagns- kaupin hafi kostað í kringum 100 sterlingspund. Að lokinni keppni var bíllinn settur um borð í járnbrauta- lest á leið til Eistlands þaðan sem þau aka 4.000 kílómetra leið heim til Aberdeen þangað sem þau eru væntanleg núna um mánaðamótin. Þá sem langar að taka þátt í næsta Mongol Rally geta skráð sig á the- adventurist.com. Fóru í 12 þúsund km ferðalag á Nissan Leaf Porsche smíðaði löngum einungis sportbíla en hóf svo smíði jeppa og jepplinga. Ef marka má fréttir úr herbúðum Land Rover þá ætlar fyrirtækið að feta sömu stigu, en bara öfugt. Land Rover er þekkt fyrir smíði torfæruhæfra jeppa og jepplinga, en nú hljóma áætlanir fyrirtækisins upp á smíði fólksbíls. Hann á reyndar að hafa einhverja hæfni til að glíma við minni- háttar torfærur. Þessi bíll á að vera smíðaður á sömu botnplötu og Jaguar XJ, stærsti fólksbíll Jaguar, og verður því væntanlega fremur stór bíll. Að auki á hann að verða hlaðinn lúxus og eingöngu drifinn áfram af rafmagni. Þessum bíl verður í fyrstu ætl- aður markaður í Bandaríkjunum, þá helst Kaliforníubúum og svo í Kína. Heyrst hefur að bílinn eigi að kynna á LA Motor Show árið 2019 og að hann muni kosta um 100.000 dollara og verður því ekki beint á færi almúgans. Miðað við lýsinguna á þessum fyrirætlaða bíl Land Rover mun hann helst eiga í samkeppni við bíla eins og Volvo V90 Cross Country og Audi A6 Allroad, en talsverður markaður er fyrir slíka bíla. Hann gæti samt orðið hátt í helmingi dýrari. Land Rover smíðar fólksbíl Oft var Nissan Leaf bíllinn hlaðinn við frumstæðar aðstæður. Frá Skotlandi til Ulan Ude í Rúss- landi, í gegnum 13 lönd og hlóðu bíl- inn 111 sinnum. Land Rover Discovery. Audi Quattro bíllinn sem boðinn var upp í Bretlandi. www.visir.is/bilar Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Auglýsingar: Atli Bergmann atlib@365.is, Sími 512 5457 Bílar Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 3 . o k t ó b e R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R2 b Í L A R ∙ F R É t t A b L A Ð I Ð Bílar 0 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 4 -4 1 D 0 1 D E 4 -4 0 9 4 1 D E 4 -3 F 5 8 1 D E 4 -3 E 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.