Fréttablaðið - 03.10.2017, Side 27
Kjötsúpa með miklu grænmeti er holl og góð.
Hvað er betra þegar kólnar í veðri en sjóðheit kjötsúpa? Þessa súpu er einfalt að
gera og hún er líka góð upphituð
daginn eftir. Uppskriftin miðast
við sex.
700 g beinlaust lambakjöt
1½ dl vatn
½ blaðlaukur, skorinn í sneiðar
1 laukur, smátt skorinn
2 gulrætur, smátt skornar
2 sneiðar sellerírót, smátt skornar
1 lítil gulrófa, smátt skorin
2 steinseljurætur, smátt skornar
4 kartöflur, smátt skornar
3 súputeningar
Salt og pipar
Ferskt timjan
Skerið kjötið í bita. Sjóðið vatn og
setjið kjötið út í það. Látið sjóða
þar til froða myndast en hún er
tekin burt. Látið malla áfram í eina
klukkustund. Setjið allt grænmetið
út í pottinn ásamt súputeningum.
Sjóðið þar til grænmetið verður
mjúkt. Bragðbætið með salti og
pipar. Setjið ferskt, smátt skorið
timjan saman við í lokin.
Einföld og góð kjötsúpa
Kaffidrykkja eykur langlífi og bætir heilsuna. Þetta kemur fram í niðurstöðum
nýrrar, stórrar rannsóknar þar sem
úrtakið var 20 þúsund manns. Þeir
sem drukku að minnsta kosti fjóra
kaffibolla á dag voru 64 prósentum
ólíklegri en þeir sem sjaldan eða
aldrei drukku kaffi til að deyja
ótímabærum dauða. Munurinn
jókst eftir 45 ára aldur.
Niðurstöðurnar eru í samræmi
við aðrar nýlegar rannsóknir sem
sýna fram á að kaffidrykkja lengi
lífið, og skiptir þá engu hvort kaffið
inniheldur koffín eða ekki.
Kaffibaunir eru hlaðnar
andoxunarefnum og önnur verða
til þegar kaffibaunin er brennd.
Það segja læknar að dragi úr líkum
á sjúkdómum eins og sykursýki
2, lifrarsjúkdómum, Alzheimer
sjúkdómnum, húðkrabbameini og
ristilkrabbameini.
Hollur er sopinn
Spínat, grænkál, sellerí og fleira grænmeti virðist oft ekki ofarlega á listanum yfir
uppáhaldsfæðu krakka. Þá er ráð
að demba því út í silkimjúkan
þeyting sem inniheldur ávexti
enda ávextir oftar vinsælli og sjá
hvort spínatið renni þá ekki ljúf
lega niður. Það er líka gott trix að
leyfa krökkunum sjálfum að moka
hráefnum í blandarann og ýta á
takkann og fylgjast með hvaða
litur tekur þeytinginn yfir. Hér
er uppskrift að afar frísklegum
morgundrykk sem hægt er að
virkja krakkana í að búa til.
Grænn og frískandi
morgunþeytingur
2 appelsínur, afhýddar
1 banani, þroskaður
½ bolli mjólk, möndlumjólk, hrís-
mjólk eða sojamjólk
½ bolli grísk jógúrt
2 bollar spínat
Lúka af ísmolum
Dembið öllu í blandarann og
þeytið þar til allt er orðið mjúkt og
drykkurinn fagurgrænn.
Krakkavænn
spínatdrykkur
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s k
h
ön
nu
n
Velkomin í okkar hóp!
Skráning í síma 581 3730 eða jsb@jsb.is
Komdu þú getur þetta líka!
Næstu námskeið hefjast 8. október
Frábær árangur á yfirstandandi TT námskeiðum
Tölurnar tala skýru máli!
Mótun BM
Áhersla lögð á styrk, liðleika
og góðan líkamsburð.
Mótandi æfingar fyrir kvið,
rass- og lærvöðva.
Fit Form 60 og 75 ára+
Alhliða líkamsrækt sem
stuðlar að auknu þreki,
þoli, liðleika og frábærri
líðan.
Opna kerfið 1-2-3
Bjóðum röð af 30
mínútna krefjandi
tímum í opna
kerfinu.
Einkaþjálfun
Þjálfarar JSB eru fagmenn og vita
nákvæmlega hvað þarf til að ná
settum markmiðum og aðstoða
við aðhald ef þess er óskað.
Kynntu þér fjölbreytt úrval af námskeiðum og opnum tímum á jsb.is
Krafturinn, gleðin og ánægjan ekki síður
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 3 . o k tó b e r 2 0 1 7
0
3
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
4
-2
E
1
0
1
D
E
4
-2
C
D
4
1
D
E
4
-2
B
9
8
1
D
E
4
-2
A
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K