Fréttablaðið - 06.10.2017, Page 2
Veður
Í dag verða austan 8 til 13 metrar á
sekúndu, en 13 til 18 allra syðst á
landinu. Það er útlit fyrir rigningu
nokkuð víða, en þurrt norðanlands.
sjá síðu 22
Minningartónleikar á Gauknum
Hljómsveitin Great Grief var á meðal þeirra sem spiluðu á Gauknum í gær á tónleikum sem báru heitið Stopp. Markmið tónleikanna var að stöðva
fáfræði og fordóma gagnvart geðsjúkdómum og fólk sem mætti var hvatt til að sýna samhug, hlusta á hugvekju, njóta tónleikanna og minnast þeirra
sem fallið hafa frá. Frítt var á tónleikana en frjálsum framlögum var safnað til styrktar sjálfsvígsforvarnarsamtökunum Pieta. Fréttablaðið/Ernir
sAMFÉLAG Þrír Siglfirðingar ræða
nú við yfirvöld í Fjallabyggð um
að hefja hinsegin fræðslu í skólum
bæjarfélagsins. Aðstandendur verk-
efnisins vonast til þess að hægt verði
að hefja kennslu á þessu skólaári.
„Þetta byrjaði eiginlega með því
að síðastliðin þrjú ár höfum við
hringt niður á bæjarstjórnarskrif-
stofur til að biðja um að flagga
hinsegin fánanum í tengslum við
hinsegin daga. Þá komumst við
að því að slíkir fánar eru ekki til í
bæjarfélaginu,“ segir Hólmfríður
Ósk Norðfjörð, einn aðstandenda
verkefnisins.
Í vor gekk Hólmfríður að eiga
Birgittu Þorsteinsdóttur en auk
þeirra stendur Sunna Björk Vals-
dóttir að baki fræðslunni. Báðar eru
þær uppaldir Siglfirðingar og hafa
búið þar stærstan hluta ævi sinnar.
Fyrir athöfnina fengu þær hin-
segin fánann lánaðan frá mennta-
skólanema í bænum og var honum
flaggað fyrir utan kirkjuna.
„Eftir þá athöfn komu ofboðslega
margir til okkar og spurðu okkur
um hitt og þetta og meðal annars
hvort við værum ekki til í að vera
með hinsegin fræðslu fyrir börn og
unglinga,“ segir Hólmfríður. Ekkert
slíkt hafi verið í boði í Fjallabyggð
síðastliðin ár.
„Það eru allavega tveir transstrákar
sem búa hérna og svo eru mjög
margar lesbíur hérna einnig. Fræðsl-
an hefur hins vegar ekki verið mikil,“
segir Hólmfríður. „Ég starfa sjálf í
skólanum og fæ stundum spurningar
á borð við hvers vegna önnur okkar
sé ekki með bindi. Þá kemur í ljós að
þetta er málefni sem er ekkert endi-
lega rætt á öllum heimilum.“
Hólmfríður telur að það væri gott
að einhver úr byggðarlaginu stæði
að fræðslunni. Það sé afar mikil-
vægt að börn og unglingar geti haft
einhvern til að ræða við um það
sem þau séu að upplifa. Meðal
annars hafi verið rætt um, sé áhugi
fyrir slíku, að þegar námsefnið og
verkefnið er tilbúið að bjóða einn-
ig upp á fræðslu í sveitarfélögum
í nágrenninu. Hún viti þó til þess
að einhver fræðsla hafi verið í Dal-
víkurbyggð undanfarin ár.
Nýr deildarstjóri fræðslu-, frí-
stunda- og menningarmála, Ríkey
Sigurbjörnsdóttir, tók við á árinu og
var verkefninu vísað til meðferðar
hennar á fundi bæjarráðs í vikunni.
„Við vonumst til þess að hægt verði
að hefja fræðslu á þessu skólaári,“
segir Hólmfríður að lokum.
johannoli@frettabladid.is
Vilja hinsegin fræðslu í
skólum Fjallabyggðar
Þrír íbúar Siglufjarðar vonast til þess að unnt verði að bjóða upp á hinsegin
fræðslu í bæjarfélaginu fyrir lok þessa skólaárs. Lítið hefur verið um slíka
fræðslu undanfarin ár. Verkefnið er sem stendur í vinnsluferli með fræðslustjóra.
Stefnt er á að hefja hinsegin fræðslu seinna á árinu. Fréttablaðið/StEFán
kæli- og
Frí Heimsending
á öllum kæli- og
frystitækjum
02–08 okt.
frystidagar
Það eru allavega
tveir transstrákar
sem búa hérna og svo eru
mjög margar lesbíur hérna
einnig. Fræðslan hefur hins
vegar ekki verið mikil.
Hólmfríður Ósk
Norðfjörð, einn
aðstandenda
verkefnisins
Viðskipti Björn Ingi Hrafnsson er
orðinn eigandi eins rótgrónasta
veitingahúss miðborgarinnar, Arg-
entínu steikhúss. Þetta staðfesti
hann í samtali við Fréttablaðið. Arg-
entína steikhús var fyrr á þessu ári
flutt yfir á kennitölu félagsins Bos
ehf. sem stofnað var í febrúar síðast-
liðnum. Steikhúsið var áður í eigu
félagsins Potts ehf. sem Kristján Þór
Sigfússon átti en hann hafði verið
annar eigenda Argentínu nánast frá
upphafi, eða frá árinu 1990.
Eftir að Bos ehf. var stofnað af
KPMG undir nafninu AB596 ehf.
tók hæstaréttarlögmaðurinn Sig-
urður G. Guðjónsson við félag-
inu nokkrum dögum síðar. Nafni
þess var breytt í Bos ehf., Sigurður
skráður stjórnarmaður og prókúru-
hafi þess og dóttir hans, Edda Sif
Sig urðar dóttir, ráðin framkvæmda-
stjóri samkvæmt tilkynningu til
fyrirtækjaskrár. Sigurður þvertekur
fyrir að hafa nokkra aðkomu að
félaginu í dag en staðfestir að hafa
komið að því að kaupa eignir Arg-
entínu á sínum tíma. Engar tilkynn-
ingar um breytingar á stjórn félags-
ins hafa þó verið tilkynntar.
Félagið Pottur var svo úrskurðað
gjaldþrota í mars en
taprekstur hafði
verið á Argent-
ínu undanfarin
ár og skulda-
byrðin þung.
Kristján Þór segir
að aðkomu hans
að Argentínu
sé nú lokið.
– smj
Björn Ingi
kaupir
Argentínu
steikhús
björn ingi
Hrafnsson.
BAndAríkin Kvikmyndaframleið-
andinn Harvey Weinstein hefur
á þrjátíu ára skeiði margoft verið
sakaður um kynferðislega áreitni.
New York Times greindi frá þessu í
gær. Fram kemur að á þessu tíma-
bili hafi Harvey, sem framleiddi til
dæmis Shakespeare in Love, samið
við að minnsta kosti átta konur um
skaðabótagreiðslur.
Í fréttinni kemur fram að tugir fyrr-
verandi og núverandi starfsmanna
Weinsteins hafi vitað af gjörðum hans
og að allir starfsmenn væru látnir
skrifa undir samninga sem banna
þeim að gagnrýna forsvarsmenn
fyrirtækisins opinberlega.
Ein kvennanna sem saka Wein-
stein um kynferðislega áreitni er
leikkonan Ashley Judd. „Konur hafa
talað um Harvey sín á milli lengi. Nú
er kominn tími til að eiga samtalið
fyrir augum almennings,“ hefur
blaðið eftir Judd. – þea
Hulunni svipt af
áreitni Weinsteins
6 . o k t ó B e r 2 0 1 7 F Ö s t u d A G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t A B L A ð i ð
0
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
A
-5
2
A
8
1
D
E
A
-5
1
6
C
1
D
E
A
-5
0
3
0
1
D
E
A
-4
E
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
5
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K