Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 8
Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuð­ borgarsvæðinu vegna kosninga til Alþingis sem fram fara 28. október 2017 fer eingöngu fram í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi á 2. hæð vesturenda frá og með laugardeginum 7. október 2017. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00. Á kjördag laugardaginn 28. október verður opið milli kl. 10:00 og 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Finndu okkur á facebook Flísabúðin kynnir hágæða Ítalska HELIOSA rafmagnshitara HELIOSA hitarar henta bæði innan- og utandyra. Hitna strax, vindur hefur ekki áhrif, vatnsheldir og menga ekki. Margar gerðir til á lager. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Spánn  Fyrirhuguð sjálfstæðisyfir­ lýsing Katalóna er í hættu. Stjórn­ lagadómstóll Spánverja setti í gær lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn, og efni hans, brot á stjórnarskrá Spánar. Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að Sósíalistaflokkur Katalóníu kærði ákvörðunina, ekki stjórnvöld í Madrid. Flokkurinn er einkar and­ vígur aðskilnaði frá Spáni. Í úrskurði stjórnlagadómstólsins kom fram að ef katalónska þingið fengi að lýsa yfir sjálfstæði myndi það brjóta á rétti þingmanna Sósíal­ istaflokksins. Dómstóllinn úrskurð­ aði kosningar síðasta sunnudags, sem ofbeldi af hálfu lögregluþjóna setti svartan blett á, einnig ólög­ legar. Sú ákvörðun kom þó í kjölfar kæru frá spænsku ríkisstjórninni. Um níutíu prósent kusu með sjálf­ stæði á sunnudaginn en kjörsókn var rúmlega fjörutíu prósent. Samkvæmt CNN er líklegt að spænsk stjórnvöld myndu bregðast við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu með því að svipta héraðið öllum sjálfsstjórnarrétti. Óvissan um framtíð bæði Kata­ lóníu og Spánar hefur þó áhrif víðar en á katalónska þinginu. Verð hluta­ bréfa í spænsku kauphöllinni hefur lækkað um nærri fimm prósent frá því á sunnudag og hafa fá ríki í heiminum átt jafnslæma viku þegar kemur að verði hlutabréfa. Kenneth Rapoza, viðskiptablaða­ maður Forbes, túlkar tíðindin sem svo að markaðsöflin séu að veðja á að Katalónía verði sjálfstætt ríki. Það kæmi sér illa fyrir Spán og spænsk fyrirtæki þar sem Kata­ lónía er næstfjölmennasta og eitt auðugasta hérað Spánar. Bankinn Sabadell, sem er með höfuðstöðvar í Katalóníu, greindi frá því í gær að verið væri að skoða hvort hentugast væri að flytja bank­ ann til einhvers annars héraðs á Spáni vegna ástandsins. Var stjórn fyrirtækisins kölluð óvænt saman í gær til að ræða málið. Spænska dag­ blaðið El País greindi frá því eftir fundinn að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvarnar til Alicante. Slíkt hið sama hugleiðir Caixa­ Bank, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona. Samkvæmt BBC er helsta ástæða þessara vangaveltna bankanna sú að ef Katalónía klyfi sig frá Spáni myndu katalónsk fyrir­ tæki ekki starfa innan evrusvæðis­ ins né undir yfirsjón Seðlabanka Evrópu. Í samtali við CNN vildi talsmaður CaixaBank ekki tjá sig um mögulega flutninga en sagði að ráðist yrði í nauðsynlegar aðgerðir þegar þeirra væri þörf. Bankinn stefndi að því að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna, hluthafa og starfsmanna. Jafnframt segir í úttekt miðilsins að takist Katalónum að kljúfa sig frá Spáni sé líklegt að dyrnar að Evr­ ópusambandinu lokist og öryggis­ net sem eru til staðar fyrir banka innan Evrópusambandsins geti ekki verndað katalónska banka. thorgnyr@frettabladid.is Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. Úrskurðurinn kom í kjölfar kæru katalónskra sósíalista, ekki spænskra yfirvalda. Markaðir veðja á að Katalónía fái sjálfstæði. Ekki eru allir Katalónar á því að sjálfstæði sé góð hugmynd. Mótmælendur veifuðu spænskum fánum í Barcelona í gær. Nordicphotos/AFp Bandaríkin Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. Slíkan auka­ hlut notaði Stephen Paddock sem myrti og særði á sjötta hundrað í Las Vegas síðustu helgi. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í viðtali í gær að það væri nauðsynlegt að skoða málið. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til fyrr en um síðustu helgi. Við erum að átta okkur á þessum búnaði,“ sagði Ryan. John Cornyn, öldungadeildar­ þingmaður flokksins, kallaði eftir nefndarfundum um búnaðinn. „Mér finnst undarlegt að það sé ólöglegt að breyta hálfsjálfvirkum byssum í sjálfvirkar en að þessi búnaður sé ekki bannaður. Ég á fjölmargar byssur, ég nota þær á veiðum og í íþróttum og mér finnst það sjálfsögð réttindi mín sem Bandaríkjamanns. En ég skil ekki þennan búnað.“ Paddock festi búnaðinn á tólf riffla. Svo virðist sem árásin hafi verið skipulögð í þaula en í gær sagði lögreglustjóri Las Vegas að Paddock hafi líklega undirbúið flóttaleið frá vettvangi árásarinnar. Aðspurður hvort morðinginn hafi verið einn að verki svaraði lögreglustjórinn: „Maður verður að draga þá ályktun af sönnunargögnum í málinu að hann hafi fengið hjálp á einhverjum tímapunkti.“ – þea Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut paul ryan, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins. FréttABlAðið/EpA 6 . o k t ó B e r 2 0 1 7 F Ö S t U d a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E A -8 D E 8 1 D E A -8 C A C 1 D E A -8 B 7 0 1 D E A -8 A 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.