Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 24
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is NAME IT Kringlunni og Smáralind Við fögnum afmæli! Bjóðum afmælislínu á frábæru verði. Glaðningur og uppákomur fyrir börnin um helgina. Hlökkum til að sjá þig! Minnum einnig á Kauphlaup í Smáralind og Kringlukast í Kringlunni um helgina. Góð tilboð! Bolur: 990 Peysa: 1.990 Buxur: 2.990 Ísland er lifandi land, bæði jarðfræðilega og líffræðilega séð,“ segir Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Hann þekkir vel til áhuga barna á jarðfræði landsins, sem hægt er að skoða og fræðast um í Náttúrufræðistofunni. „Ísland er jarðfræðiundur og með mest spennandi löndum jarðar þegar kemur að jarðfræði. Sú vitneskja, að búa á svo sérstökum stað á jörðinni, kyndir undir áhuga barnanna að kynnast landinu sínu og jarðfræði þess. Landið er enda í sífelldri mótun og með því að koma í Náttúrufræðistofuna til að hand- fjatla gripi og skoða viðburði úr jarðsögu Íslands fá börnin nýja sýn á landið sitt,“ segir Finnur. Á Náttúrufræðistofunni má sjá sýningar á fuglum, spendýrum, krabbadýrum, skeldýrum og fiskum, auk jarðfræði, og er ætlunin að koma þeim í nútímalegri búning á komandi misserum. „Við byrjuðum á að endurgera grunnsýningu um jarðfræði Íslands sem segir frá myndun landsins og útskýrir bæði jarðfræði og sögu á myndrænan hátt.“ Opnun jarðfræðisýningarinnar verður klukkan 15 á morgun, laugar- dag, og stendur til klukkan 17. „Meðal nýjunga eru kort sem segja frá landmótun og mismunandi bergtegundum, meðal annars hraun sem runnið hafa á nútíma. Þar skipa nýjustu hraunin á Fimmvörðuhálsi og Holuhraun sinn sess og hægt að snerta hraunmola úr þessum stóru gosum. Bæði þessi gos vöktu heimsathygli og flest börn muna eftir þeim úr fréttum, sem gerir allt enn áhugaverðara og skemmtilegra,“ segir Finnur. Á komandi misserum munu bætast við fleiri möguleikar til að miðla fróðleik og upplýsingum með lifandi hætti. „Sjálfum finnst mér merkilegast að atburðir jarðfræðinnar eru alltaf að gerast og kenna okkur meira. Við erum til dæmis að skilja betur að eldstöðvar eru eins og menn, hver með sinn karakter.“ Sýningarhönnun er í höndum Axels Hallkels Jóhannessonar og grafík í höndum margmiðlunarfyrir- tækisins Gagaríns. Um smíðavinnu og prentun sáu Merking og Verk- stæðið. Formleg opnun jarðfræði- sýningarinnar verður klukkan 15 á morgun, laugardag, og mun Ármann Kr. Ólafsson opna hana. Hús Náttúrufræðistofunnar, þar sem Bókasafn Kópavogs er einnig til húsa, verður opnað klukkan 11 en þessi viðburður er hluti af Fjöl- skyldustundum menningarhúsanna í Kópavogi. „Það verður æ vinsælla meðal fjölskyldna að eiga notalegar stundir hér í menningarhúsunum okkar og njóta menningarviðburða af ýmsu tagi,“ segir Finnur. Í Gerðarsafni munu listamenn- irnir Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur Jónsson opna mynd- listarsýningar sínar klukkan 16 sama dag. „Báðir eru listamennirnir með til- vísun í jörðina í verkum sínum. Stutt er á milli húsa og huggulegt þegar kólna fer að koma inn úr kuldanum til að lesa, dunda sér og fræðast um bókmenntir, listir og jarðvísindi,“ segir Finnur. Náttúrufræðistofa Kópavogs er í Hamraborg 6a. Sjá nánar á natkop.is Stórmerkilegt jarðfræðiundur Ísland er náttúruundur í sífelldri mótun sem gaman er að fræðast um. Á morgun opnar Náttúru- fræðistofa Kópavogs heillandi jarðfræðisýningu sem er spennandi upplifun fyrir alla fjölskylduna. Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofunnar. MYND/STEFÁN 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . o K TÓ B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E A -9 7 C 8 1 D E A -9 6 8 C 1 D E A -9 5 5 0 1 D E A -9 4 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.