Fréttablaðið - 06.10.2017, Side 28
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
Hörður Sigurjónsson man tímana tvenna í hótel- og veitingabransanum og
hefur um leið fylgst með þróun
jólahlaðborða hér á landi undan-
farna áratugi. Rúm hálf öld er síðan
hann byrjaði að læra til þjóns en
það var árið 1966 á Hótel Sögu. Þar
starfaði hann til ársins 1980 en þá
færði hann sig um set og hóf störf
á Broadway í Mjóddinni þar sem
Ólafur Laufdal réð ríkjum. Næst
hóf hann störf á Hótel Íslandi,
einnig undir stjórn Ólafs, sem
seinna meir breyttist í Broadway.
Hann sneri svo aftur til baka á
byrjunarreit þegar hann hóf loks
störf hjá Hótel Sögu fyrir sex árum.
Hann man vel eftir fyrstu árum
jólahlaðborða en sá siður barst
til landsins um 1980. „Ég man að
það tók svolítinn tíma að kenna
landanum að njóta þeirra með
réttum hætti. Því þegar maður
borðar af hlaðborði og vill virki-
lega njóta þess sem í boði er, á að
fara nokkrar ferðir og setja minna
á diskinn í einu til að njóta vel.“
Nýir og klassískir réttir
Á tæplega fjórum áratugum hafa
jólahlaðborðin tekið ýmsum
breytingum, ekki síst maturinn.
„Það sem hefur alltaf verið vinsælt
gegnum árin er t.d. síldin, en yfir-
leitt er boðið upp á tvær til þrjár
tegundir. Einnig má nefna reyktan
og grafinn lax og roastbeef. Af
kjötmeti hafa purusteikin, lamba-
lærið og hangikjötið alltaf notið
vinsælda. Það sem helst hefur bæst
við á undanförnum árum
eru grænmetisréttir, t.d.
hnetu steik, og úrval
eftirrétta hefur
breyst mikið.
Í upphafi var
bara boðið
upp á Ris à
l’amande og
kokteil ávexti.
Í dag bjóða
flestir stærri
staðir upp á
stórt og glæsi-
legt eftirréttaborð
með t.d. ferskum
ávöxtum, marengs, alls
konar útfærslum af kökum og
2-3 tegundum af ís.“
Enn vinsæl
Þrátt fyrir að jólahlaðborðin hafi
verið lengi við lýði finnst Herði
staða þeirra sterk og fátt benda til
annars en að þau haldi velli um
ókomin ár. „Jólahlaðborðin, eins
og þau eru í dag á stærri stöðunum
með skemmtidagskrá, eru mjög
vinsæl hjá stærri og minni fyrir-
tækjahópum, sem koma saman og
skemmta sér,
borða góðan
mat og fá sér
snúning á eftir.
Það breytist
ekki neitt.
Síðan eru minni
veitingahúsin
farin að bjóða
upp á sérstaka jóla-
matseðla sem eru ekki
þessi eiginlegu jólahlaðborð
heldur jólatengdir réttir í nýstár-
legum útfærslum. Það hefur komið
mjög vel út hjá mörgum stöðum.“
Honum hlýnar um hjartaræt-
urnar þegar hann rifjar upp gömlu
góðu árin. „Það sem stendur helst
upp úr í minningunni er að tími
jólahlaðborða var skemmtilegur
tími ársins í skammdeginu. Þá
komu fjölskyldur, vinir og vinnu-
félagar saman til að njóta góðra
veitinga og skemmta sér.“
Hörður Sigurjónsson
hefur starfarð í hótel-
og veitingabrans-
anum í 51 ár.
Tveir matreiðslumenn í Súlnasal á Hótel Sögu á sjöunda áratug síðustu aldar.
Hljómsveit
Ragnars Bjarna-
sonar lék undir
á mörgum jóla-
hlaðborðum
áður fyrr.
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
2 KYNNINGARBLAÐ 6 . o K TÓ B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RjÓLAHLAÐBoRÐ
Jólahlaðborð Fjörukráarinnar
Hefst 17. nóvember og stendur til 9. desember
www.fjorukrain.is - Pantanir: birna@fjorukrain.is vikingvillage - Fjörukráin og Hótel vikingFylgstu með okkur á facebook
0
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
A
-7
F
1
8
1
D
E
A
-7
D
D
C
1
D
E
A
-7
C
A
0
1
D
E
A
-7
B
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
5
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K