Fréttablaðið - 06.10.2017, Page 32

Fréttablaðið - 06.10.2017, Page 32
Ég ætla sannarlega að taka til matar míns á jólahlaðborðinu, enda hef ég heyrt að besti jólamaturinn sé á Grand. Svo er ég týpan sem spara mig til að hafa nóg maga- mál fyrir eftirréttina. Fyrir mér eru þeir aðal- réttirnir, svo ég verð örugglega dugleg þar. Hindberjamúsin var í fínu glasi og loks kom gullhringur upp með skeiðinni. Uppi varð fótur og fit og allir í salnum klöppuðu. Þetta verður gamaldags sjarmi enda eru jólin tími hefða og fallegt að hafa hlutina gamal- dags,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún sem ætlar að syngja jólalög sem allar kynslóðir geta tengt sig við á jólahlaðborði Grand Hótel Reykjavík. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég syng á svona stóru jólahlaðborði en mér finnst það spennandi. Það er allt svo smart á Grand og greinilega mikill hiti fyrir þessu hlaðborði,“ segir Jóhanna Guðrún og vísar til þess að nú þegar er upp- selt á mörg jólakvöldanna á Grand Hótel Reykjavík. „Við erum spennt að byrja og búin að fínpússa prógrammið sem verður í klassískum fíling. Jólalögin koma úr öllum áttum og eiga sam- eiginlegt að hreyfa við manni og vera hlaðin töfrum. Sjálf ólst ég upp við jólalög systkinanna Ellyar og Vilhjálms, Mahaliu Jackson, Celine Dion og Frank Sinatra, en uppá- haldsjólalag mitt úr dagskránni er Hvít jól með Elly og Vilhjámi,“ segir jólabarnið Jóhanna Guðrún. „Ég elska jólin, og þegar jólin eru búin bíð ég spennt eftir næstu jólum. Aðdragandi jólanna er lang- ur hjá mér því söngvertíðin byrjar í október, sem mér finnst sjarmer- andi og notalegt. Ég hef yndi af jólabakstri og finnst meira að segja jólahreingerningin skemmtileg. Jólalög óma um heimilið og ég elska að skreyta jólatréð. Svo bíð ég auðvitað spennt eins og barn eftir aðfangadagskvöldi og sam- verunni með stórfjölskyldunni, sem mér finnst það yndislegasta við jólin; að fólk gefi sér tíma fyrir hvert annað.“ Jóhanna Guðrún er tónlistar- kona í fullu starfi og fullbókuð í nóvember og desember. Þá er hún kórstjóri barna- og unglingakórs Vídalínskirkju ásamt unnusta sínum, Davíð Sigurgeirssyni, sem einnig er kórstjóri Gospel Jóns Vídalín sem keppir nú í sjónvarps- þættinum Kórar Íslands. En þótt jólalögin verði í aðal- hlutverki á Grand Hótel Reykjavík segist Jóhanna ekki svíkjast undan að syngja sín vinsælustu lög; Is it true og Mamma þarf að djamma. „Bæði eru sígild óskalög sem ég hef líka gaman af að syngja. Ég hlakka því mikið til þess að syngja á Grand og ætla sannarlega að taka til matar míns á jólahlaðborðinu, enda hef ég heyrt að besti jóla- maturinn sé á Grand. Ég elska malt og appelsín, sem kemur mér alltaf í jólaskap, sem og rauðkál, brúnaðar kartöflur, og kalkún með góðri fyll- ingu og sósu. Svo er ég týpan sem spara mig til að hafa nóg magamál fyrir eftirréttina. Fyrir mér eru þeir aðalréttirnir, svo ég verð örugglega dugleg þar,“ segir hún brosmild. Gamaldags sjarmi og jólatöfrar Söngkonan Jóhanna Guðrún syngur sígild og sjarmerandi jólalög yfir borðhaldi á jólahlaðborði Grand Hótel Reykjavík. Hennar eftirlætis jólalag er Hvít jól með systkinunum Elly og Vilhjálmi. Jóhanna Guðrún er svo heilluð af jólunum að hún elskar meira að segja jólahreingerninguna. Úlfar Finnbjörnsson er nýr yfirmatreiðslumeistari á Grand Hótel Reykjavík. Hér er ég heimalningur og kominn heim,“ segir Úlfar Finnbjörnsson og er strax farinn að leika sér í eldhúsinu. Hann er nýtekinn við sem yfir- matreiðslumeistari á Grand Hótel Reykjavík þar sem hann starfaði á árum áður sem matreiðslumaður og hefur undanfarin sjö ár staðið fyrir vinsælu villibráðarhlaðborði. Glæsilegt jólahlaðborð Grand Hótel Reykjavík er margfrægt fyrir frábært úrval jólalegra sælkera- rétta og nú þegar er uppbókað á nokkur kvöld. „Þeim sem einu sinni hafa gætt sér á jólakrásum jólahlað- borðsins þykir engin jól nema að mæta á Grand. Það er því gott að panta sér borð tímanlega,“ segir Úlfar. „Reynslan tryggir dásam- lega bragðupplifun, stemningin er hátíðleg og fjörug; og við náum að sameina reynslu og ungan anda,“ segir Úlfar, og víst er að salarkynni hótelsins eru skreytt hátt og lágt, sem skapar ævintýralega umgjörð utan um töfrandi samfundi fjöl- skyldna, vina og vinnufélaga yfir jólalegum mat og drykk. Úlfar ætlar að slá um sig á jóla- hlaðborðinu á Grand og bæta við nýjum dýrindisréttum í bland við hefðbundna jólarétti. „Borðin munu sem endranær svigna undan hangikjöti, rifja- steikum, jólaskinkum, síldar- og laxaréttum og ómótstæðilegum eftirréttum, sem öllum þykir ómissandi á jóladiskinn, en þó er hangikjöt og hangikjöt ekki það sama. Við verðum með grafið hangikjöt, þurrkað, tvíreykt og í alls kyns hátíðlegum búningi, og með bleikju, urriða og heitreyktan, íslenskan ál sem er herramanns- matur og nátengdur jólahaldi á Norðurlöndunum,“ segir Úlfar. Rammíslensk tilþrif Úlfar er einn af fremstu kokkum Íslands og virtur á sínu sviði. Hann er margverðlaunaður, búinn að vera í kokkalandsliðinu og hefur skrifað fjölda matreiðslubóka. Hann segir áherslubreytinga að vænta með nýjum manni í brúnni. „Ég er nú þekktur fyrir að vera rammíslenskur í matargerð og hafa íslenskt hráefni í öndvegi. Við komum til með að tína sveppi og jurtir úr náttúrunni og nota meira af villibráð á matseðli. Ég vil helst hafa matinn í sauðalitunum, nota íslenskt lambakjöt og íslenskan fisk, og er ekkert í kengúrum eða sebrahestum. Ég kæri mig ekki um að láta flytja mat yfir hálfan hnöttinn sem hægt er að kaupa hér, enda er íslenskt hráefni það albesta.“ Í eldhúsinu með Úlfari vinna ungir og frískir kokkar í bland við reyndari kokka sem leggja saman reynslu og hæfileika á vogar- Dýrðlega grand jólahlaðborð Á Grand Hótel Reykjavík er matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson byrjaður að undirbúa hátíð í bæ með glæsilegu jólahlaðborði og víst að jólagleðin nær hámarki í fegurð og góðgæti á Grand. skálarnar. Útkoman er dásamlegir jólaréttir. „Jólahlaðborð Grand Hótel Reykjavík er staðurinn til að vera á. Hér vinnur framúrskarandi hæfi- leikafólk og fáir sem kunna betur þá list að gleðja munn og maga. Við lærum hvert af öðru og í eld- húsinu verður til einkar spennandi upplifun fyrir bragðlaukana.“ Úlfar rifjar upp skemmtilega sögu frá jólahlaðborði í eina tíð. „Það var hérna á Grand í gamla daga þegar þjóðþekktur maður, sem hafði komið í hlaðborðið með huggulegri dömu, kemur inn í eldhús. Herramaðurinn tók upp gullhring og bað mig að setja hann ofan í eftirrétt sem hann ætlaði að sækja til mín eftir matinn. Þegar þau eru búin í aðalréttunum blikkar hann mig og sækir hind- berjamús í fínu glasi en fær sér ekk- ert sjálfur heldur horfir á konuna borða. Svo kom upp hringur með skeiðinni og uppi varð fótur og fit og mikið húllumhæ, og allir í salnum klöppuðu,“ segir Úlfar um þetta eina skipti sem hann hefur lent í bónorði í glasi. „Það var eftir- minnilegt og óskaplega gaman.“ Stórglæsilegt jólahlaðborð Grand Hótel Reykjavík verður allar helgar frá og með 17. nóvember til 15. desember. Verð 10.900 krónur á mann. Grand Hótel Reykjavík er í Sigtúni 38. Tryggðu þér borð á grand.is/ jol eða á jolahladbord@grand. is – í síma 514 8000. Villibráðar- hlaðborðið verður í boði helgarnar 21.-22 og 28.-29. október. 6 KYNNINGARBLAÐ 6 . o K tó B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RJóLAHLAÐBoRÐ 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E A -5 7 9 8 1 D E A -5 6 5 C 1 D E A -5 5 2 0 1 D E A -5 3 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.