Fréttablaðið - 06.10.2017, Side 36

Fréttablaðið - 06.10.2017, Side 36
Ferskur og góður mojito. Þegar starfsmenn hittast fyrir jólahlaðborð er tæpast ætlast til þess að þeir úði í sig ein- hverju góðgæti. Maginn má ekki vera saddur þegar kræsingar jólahlað- borðsins bíða. Hins vegar er hægt að bjóða upp á smávegis lystauka, það er örlitla rétti og góðan kokteil. Mojito er vinsæll drykkur sem hægt er að útbúa áður en gestirnir koma í mismunandi útfærslum. Ítalskur antipasti er kjörinn for-forréttur. Trébretti hentar vel undir anti- pasti. Á það má raða mismunandi áleggi eins og parmaskinku, ítalskri salamipylsu og öðrum krydduðum pylsum, ostum, ávöxtum og ólífum. Í staðinn fyrir brauð sem er of þungt í magann fyrir jólahlaðborðið er sniðugt að baka tortilla-kökur í ofni og skera þær svo niður í litla þríhyrninga. Einnig má kljúfa pítu- brauð í tvennt, baka í ofni og skera í litla bita. Osturinn og áleggið er síðan borðað eitt og sér eða með tortillabitum. Með þessu er hægt að hafa heimagert pestó eða eggaldin- ídýfu. Eggaldinídýfa Hér er uppskrift að mjög góðri ídýfu sem hentar vel með bökuðum tortillum. Ídýfan er svolítið sérstök en í henni eru eggaldin og hún er bragðsterk. 2 stór eggaldin 2 laukar 4 hvítlauksrif 1-2 chili-pipar, grænir 4 cm biti af ferskri engiferrót 4 vel þroskaðir tómatar 1 búnt ferskt kóríander 1 msk. grænmetisolía 2 msk. karrí Hitið ofninn í 220°C. Stingið í eggaldin með gaffli á víð og dreif. Leggið á bökunarplötu og bakið í eina klukkustund. Látið kólna. Þegar eggaldinið er klárt er það skorið í helminga og kjötið skafið úr með matskeið. Skerið lauk og hvítlauk smátt. Hreinsið chili-pipar og skerið smátt. Sama er gert við engifer og tómata. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur. Bætið þá við hvítlauk og chili og steikið áfram í 2 mínútur. Þá er tómötum og karríi bætt á pönnuna og allt látið malla í 12-15 mínútur. Nú er eggaldinið sett út í blönduna og áfram eldað í 3-4 mínútur. Hrærið reglulega á meðan. Kóríander fer út á pönnuna í lokin og hún tekin af hitanum. Berið fram með tortillakökunum. Rautt pestó 1 krukka sólþurrkaðir tómatar í olíu rúmlega hálfur parmesan ostur 1-2 lúkur ristaðar furuhnetur 3 hvítlauksrif 1 ½ dl ólífuolía (sirka, bæta við eftir þörfum) Salt og pipar Setjið allt í matvinnsluvél og bætið ólífuolíunni smátt og smátt saman við. Fullkominn mojito Mojito drykkurinn er afar vinsæll og var til dæmis eftirlæti Ernests Hemingway þegar hann heim- sótti Kúbu á blómaskeiði Havana. Drykkurinn er frískandi og flestum þykir hann góður. Í eitt glas þarf eftirfarandi, stækkið uppskrift eftir þörfum. ½ límóna, einungis safinn 1 tsk. sykur 3 mintulauf 2 únsur romm Sódavatn Fyrst þarf að hræra vel saman sykur og límónusafa. Þá er mintan sett saman við og henni þrýst ofan í glasið. Setjið ísmola og romm. Fyllið glasið með sóda- vatni, skreytið með meiri mintu og límónubáti. Að hittast heima fyrir jólahlaðborðið Í mörgum fyrirtækjum er það til siðs að starfsmenn taka sig saman og hittast í heimahúsi áður en haldið er á jólahlaðborðið. Það eflir andann og kætir hugann. Elín Albertsdóttir elin@365.is Góð ídýfa sem gerð er úr eggaldini. Það er skemmtilegt að bjóða upp á létta rétti á borð við osta, álegg og pestó þegar gesti ber að garði. Jólastemning á Eyrarbakka Jólahlaðborð Rauða Hússins einnig bjóðum við upp á veisluþjónustu út úr húsi og á Hafinu Bláa Búðarstíg 4 • 820 Eyrarbakka • raudahusid.is borðapantanir: 483-3330 eða raudahusid@raudahusid.is 18. og 25. nóvember 2. og 9. desember fleiri dagsetningar í boði fyrir hópa lifandi tónlist og stemning fram eftir kvöldi aðeins 8.400 kr á mann tilboð: jólahlaðborð og íbúðagisting 14.500 kr á mann rauða Jólahlaðborð á Stracta 2017 Stracta hótel verður með jólahlaðborð í nóvember og desember eins og undanfarin ár. Margrét Grétarsdóttir söngkona og Hrafnkell Óðinsson sjá um að koma gestum í jólastemningu með tónlist og söng meðan á borðhaldi stendur. Laugardagur 18. nóvember Laugardagur 25. nóvember Laugardagur 2. desember Laugardagur 9. desember Verð á jólahlaðborði kr. 8.800,- Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þar sem fjölbreytni er höfð í fyrirrúmi. Hér til hliðar er það helsta talið upp sem verður á hlaðborðinu, en fleiri óvæntir réttir eiga eftir að læðast inn. Forréttir Villibráðarsúpa – þrjár tegundir af síld – Reyktur lax - Grafinn lax – Heitreyktur lax - Sjávarréttar- salat – Devild egg – Villibráðarpate – Nautatunga - Lifrarkæfa að dönskum hætti – Jólaskinka eins og svíar hafa hana. Aðalréttir Purusteik – Lambalæri - Kalkún – Villibráðarbollur – Hangikjöt, soðið og hrátt – Rauðspretta - Hamborgarhryggur. Fjölbreytt úrval af meðlæti og sósum. Eftirréttir Ris a la mande – Trufflur – Skyrkaka – Ávaxtasalat – Smákökur Njótið aðdraganda jólanna í fallegu og rólegu umhverfi Jólahlaðborð, gisting og morgunverður í fögru umhverfi Suðurlands RANGÁRFLÖTUM 4, HELLU – S. 531 8010 – STRACTAHOTELS.IS Við gerum tilboð fyrir hópa í gistingu og jólahlaðborð. Bjóðum einnig upp á aðrar dagsetningar fyrir stærri hópa. Upplýsingar og bókanir á info@stractahotels.is Sími 531-8010 10 KYNNINGARBLAÐ 6 . o K tó B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RjóLAhLAÐBoRÐ 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E A -7 0 4 8 1 D E A -6 F 0 C 1 D E A -6 D D 0 1 D E A -6 C 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.