Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 36
Ferskur og góður mojito. Þegar starfsmenn hittast fyrir jólahlaðborð er tæpast ætlast til þess að þeir úði í sig ein- hverju góðgæti. Maginn má ekki vera saddur þegar kræsingar jólahlað- borðsins bíða. Hins vegar er hægt að bjóða upp á smávegis lystauka, það er örlitla rétti og góðan kokteil. Mojito er vinsæll drykkur sem hægt er að útbúa áður en gestirnir koma í mismunandi útfærslum. Ítalskur antipasti er kjörinn for-forréttur. Trébretti hentar vel undir anti- pasti. Á það má raða mismunandi áleggi eins og parmaskinku, ítalskri salamipylsu og öðrum krydduðum pylsum, ostum, ávöxtum og ólífum. Í staðinn fyrir brauð sem er of þungt í magann fyrir jólahlaðborðið er sniðugt að baka tortilla-kökur í ofni og skera þær svo niður í litla þríhyrninga. Einnig má kljúfa pítu- brauð í tvennt, baka í ofni og skera í litla bita. Osturinn og áleggið er síðan borðað eitt og sér eða með tortillabitum. Með þessu er hægt að hafa heimagert pestó eða eggaldin- ídýfu. Eggaldinídýfa Hér er uppskrift að mjög góðri ídýfu sem hentar vel með bökuðum tortillum. Ídýfan er svolítið sérstök en í henni eru eggaldin og hún er bragðsterk. 2 stór eggaldin 2 laukar 4 hvítlauksrif 1-2 chili-pipar, grænir 4 cm biti af ferskri engiferrót 4 vel þroskaðir tómatar 1 búnt ferskt kóríander 1 msk. grænmetisolía 2 msk. karrí Hitið ofninn í 220°C. Stingið í eggaldin með gaffli á víð og dreif. Leggið á bökunarplötu og bakið í eina klukkustund. Látið kólna. Þegar eggaldinið er klárt er það skorið í helminga og kjötið skafið úr með matskeið. Skerið lauk og hvítlauk smátt. Hreinsið chili-pipar og skerið smátt. Sama er gert við engifer og tómata. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur. Bætið þá við hvítlauk og chili og steikið áfram í 2 mínútur. Þá er tómötum og karríi bætt á pönnuna og allt látið malla í 12-15 mínútur. Nú er eggaldinið sett út í blönduna og áfram eldað í 3-4 mínútur. Hrærið reglulega á meðan. Kóríander fer út á pönnuna í lokin og hún tekin af hitanum. Berið fram með tortillakökunum. Rautt pestó 1 krukka sólþurrkaðir tómatar í olíu rúmlega hálfur parmesan ostur 1-2 lúkur ristaðar furuhnetur 3 hvítlauksrif 1 ½ dl ólífuolía (sirka, bæta við eftir þörfum) Salt og pipar Setjið allt í matvinnsluvél og bætið ólífuolíunni smátt og smátt saman við. Fullkominn mojito Mojito drykkurinn er afar vinsæll og var til dæmis eftirlæti Ernests Hemingway þegar hann heim- sótti Kúbu á blómaskeiði Havana. Drykkurinn er frískandi og flestum þykir hann góður. Í eitt glas þarf eftirfarandi, stækkið uppskrift eftir þörfum. ½ límóna, einungis safinn 1 tsk. sykur 3 mintulauf 2 únsur romm Sódavatn Fyrst þarf að hræra vel saman sykur og límónusafa. Þá er mintan sett saman við og henni þrýst ofan í glasið. Setjið ísmola og romm. Fyllið glasið með sóda- vatni, skreytið með meiri mintu og límónubáti. Að hittast heima fyrir jólahlaðborðið Í mörgum fyrirtækjum er það til siðs að starfsmenn taka sig saman og hittast í heimahúsi áður en haldið er á jólahlaðborðið. Það eflir andann og kætir hugann. Elín Albertsdóttir elin@365.is Góð ídýfa sem gerð er úr eggaldini. Það er skemmtilegt að bjóða upp á létta rétti á borð við osta, álegg og pestó þegar gesti ber að garði. Jólastemning á Eyrarbakka Jólahlaðborð Rauða Hússins einnig bjóðum við upp á veisluþjónustu út úr húsi og á Hafinu Bláa Búðarstíg 4 • 820 Eyrarbakka • raudahusid.is borðapantanir: 483-3330 eða raudahusid@raudahusid.is 18. og 25. nóvember 2. og 9. desember fleiri dagsetningar í boði fyrir hópa lifandi tónlist og stemning fram eftir kvöldi aðeins 8.400 kr á mann tilboð: jólahlaðborð og íbúðagisting 14.500 kr á mann rauða Jólahlaðborð á Stracta 2017 Stracta hótel verður með jólahlaðborð í nóvember og desember eins og undanfarin ár. Margrét Grétarsdóttir söngkona og Hrafnkell Óðinsson sjá um að koma gestum í jólastemningu með tónlist og söng meðan á borðhaldi stendur. Laugardagur 18. nóvember Laugardagur 25. nóvember Laugardagur 2. desember Laugardagur 9. desember Verð á jólahlaðborði kr. 8.800,- Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þar sem fjölbreytni er höfð í fyrirrúmi. Hér til hliðar er það helsta talið upp sem verður á hlaðborðinu, en fleiri óvæntir réttir eiga eftir að læðast inn. Forréttir Villibráðarsúpa – þrjár tegundir af síld – Reyktur lax - Grafinn lax – Heitreyktur lax - Sjávarréttar- salat – Devild egg – Villibráðarpate – Nautatunga - Lifrarkæfa að dönskum hætti – Jólaskinka eins og svíar hafa hana. Aðalréttir Purusteik – Lambalæri - Kalkún – Villibráðarbollur – Hangikjöt, soðið og hrátt – Rauðspretta - Hamborgarhryggur. Fjölbreytt úrval af meðlæti og sósum. Eftirréttir Ris a la mande – Trufflur – Skyrkaka – Ávaxtasalat – Smákökur Njótið aðdraganda jólanna í fallegu og rólegu umhverfi Jólahlaðborð, gisting og morgunverður í fögru umhverfi Suðurlands RANGÁRFLÖTUM 4, HELLU – S. 531 8010 – STRACTAHOTELS.IS Við gerum tilboð fyrir hópa í gistingu og jólahlaðborð. Bjóðum einnig upp á aðrar dagsetningar fyrir stærri hópa. Upplýsingar og bókanir á info@stractahotels.is Sími 531-8010 10 KYNNINGARBLAÐ 6 . o K tó B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RjóLAhLAÐBoRÐ 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E A -7 0 4 8 1 D E A -6 F 0 C 1 D E A -6 D D 0 1 D E A -6 C 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.