Fréttablaðið - 06.10.2017, Page 40

Fréttablaðið - 06.10.2017, Page 40
Kannski er það skrítið áhugamál hjá ungu barni en þegar ég var lítil var ég alltaf að endurskipuleggja heimili foreldra minna. „Ef ég var ein heima þá gátu foreldrar mínir lent í því að koma heim og ég búin að endurraða öllum húsgögnum, færa heilt sófasett yfir í hinn endann á stofunni og endurskipuleggja eldhúsið,“ svar- ar Elín Mjöll glettin þegar hún er spurð út í upphafið að arkitekta- áhuganum. „Pabbi studdi mig í þessu og þegar mamma fór að heiman skruppum við stundum í Húsasmiðjuna og keyptum málningu eða annað sem ég hafði valið og svo máluðum við heilu gangana. Mamma fékk svo smá áfall þegar hún kom heim í grænan gang.“ Innanhússarkitektúr var það sem hin barnunga Elín Mjöll ætlaði að verða, en það fór þó svo að hún lærði síðar hefðbundinn byggingaarkitektúr, fyrst í Lond- on South Bank University og tók svo meistaragráðu í greininni í Danmörku, í The Royal Danish Academy of Fine Arts, School of Architecture. Hún starfar í dag við fjöl- breytt verkefni hjá arkitekta- fyrirtækinu Yrki. „Ég er töluvert í innanhússtengdum verkefnum sem er mjög skemmtilegt en þar þarf ég að velta fyrir mér endur- skipulagningu rýma, hönnun og húsgögnum sem passa inn í rýmið, bæði hvað varðar útlit og hagkvæmni.“ Elín Mjöll segist helst vilja lát- lausa og rólega hönnun, hreinar línur, form og liti. Hugmyndir segist hún fá víða að. „Ég skoða mikið í verslunum en er líka dugleg að fara á netið og sjá hvað framleiðendur eru að bjóða upp á og einnig er ég áskrifandi af nokkrum tímaritum sem tengjast arkitektúr og hönnun. Elín telur það mikilvægt að vera samkvæmur sjálfum sér þegar kemur að vali á húsgögnum eða framkvæmdum á heimilinu. „Mér finnst skemmtilegra að koma inn á heimili hjá fólki sem hefur eignast hluti sem hafa persónu- lega þýðingu fyrir eigandann. Að hluturinn hefur sögu að segja.“ Elín Mjöll sýnir hér hluti sem eru í uppáhaldi hjá henni, bæði hluti af heimilinu og þá sem hana langar gjarnan að eignast. Áhugamál frá barnsaldri Elín Mjöll Lárusdóttir, arkitekt hjá Yrki arkitektastofu, velur látlausa, rólega hönnun, hreinar línur og form. Þetta eru myndir sem sonur minn gerði af Pókemonkúlu. Ég skannaði myndina inn, hreinsaði hana og lét prenta út tvö plaköt. Þessa bolla erfði ég frá ömmu og afa. Þeir voru mest til skrauts hjá ömmu og afa en eftir að ég fékk þá í minn hlut drekk ég úr þeim kaffið mitt á hverjum degi. Fyrstu ár okkar eiginmannsins míns bjuggum við saman í London og þar leigir maður oftast íbúð með húsögnum. því keyptum við engin húsgögn fyrr en við fluttum til Danmerkur fyrir fimm árum. Þessi stóll er eitt af fyrstu húsgögnunum sem við keyptum okkur. Við fundum hann á danskri sölusíðu og hann hann kostaði um 250 krónur danskar. Síðar komumst við að því að þetta væri Kai Christiansen stóll. Þennan hnött sem er einnig lampi keyptum við í Dan- mörku. Af honum stafar hlýrri og góðri birtu og börnin hafa gaman af því að skoða hann og fræðast um leið um heiminn. Ég myndi gjarnan vilja eignast fallegt gólfteppi á stofuna. Ég hef verið að leita að gultóna og blátóna gólfteppi sem myndi falla vel inn í litapallettuna í stofunni okkar. Það eru til einstaklega falleg teppi frá Linie Design, til dæmis þetta sem mér finnst mjög fallegt. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Elín Mjöll hefur haft arkítektúr að áhugamáli frá unga aldri. MynDir/EyÞór Símaveski, heyrnartól, snúrur og allt fyrir símann. Símaveski.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík Sími: 517 0900 / 777 1901 www.kaelivirkni.is VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Á KÆLI- OG FRYSTIKERFUM VIÐ SJÁUM UM 8 KynninGArBLAÐ FóLK 6 . o K tó B E r 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E A -9 7 C 8 1 D E A -9 6 8 C 1 D E A -9 5 5 0 1 D E A -9 4 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.